„Rangstaða og hefði ekki staðið með VAR“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júní 2025 21:19 Fyrra mark Frakklands hefði aldrei átt að standa. vísir / anton brink Glódís Perla Viggósdóttir segir mörkin sem Ísland fékk á sig í 2-0 tapinu gegn Frakklandi mjög pirrandi. Hún tapaði hlutkestinu þriðja leikinn í röð á Laugardalsvelli og þótti vont að spila á móti vindi í seinni hálfleik. „Heilt yfir í leiknum eru þær ekkert að skapa sér rosalega mikið. Mjög pirrandi mörk sem þær skora, fyrsta markið þegar við gleymum okkur í innkasti er reyndar rangstaða og hefði ekki staðið með VAR. Auðvitað breytir það mark leiknum, að spila á móti vindi 1-0 undir á móti Frakklandi er ekki auðveld staða til að vera í“ sagði Glódís Perla um klukkustund eftir að leikurinn kláraðist. Eins og hún segir var Melvine Malard, sem gaf stoðsendinguna, rangstæð og markið hefði ekki átt að standa. Melvine stakk sér inn fyrir Glódísi, sem áttaði sig ekki á því í augnablikinu að Melvine hefði verið rangstæð, enda stóð það mjög tæpt. Leikgreinandi landsliðsins benti henni á það. „Alls ekki. Ég veit ekki einu sinni hver er rangstæð. Þetta er bara augnablik sem við hleypum þeim innan á okkur, við verðum að vera þéttari þarna og megum ekki leyfa þessu að gerast svona.“ Ísland var með vindinn í bakið í seinni hálfleik og hefði klárlega getað skorað mark. „Ég fæ gott færi og svo fáum við annað færi stuttu seinna, ef við hefðum nýtt þau hefðum við breytt leiknum. Alltaf betra að vera yfir þegar þú ferð svo inn í mótvindinn… Hlutkestið nánast ákvarðar leikinn af því að það er alltaf betra að spila með vindi í seinni hálfleik.“ Glódís hjálpar Karólínu Leu á lappir eftir högg í seinni hálfleik.vísir / anton brink Ísland hefur spilað þrjá leiki í mjög miklum vindi í Þjóðadeildinni, gegn Frakklandi í dag og áður gegn Austurríki og Þýskalandi. „Ég tapa hlutkestinu í öllum þessum leikjum en bæði Þýskaland og Austurríki velja að byrja með vindi. Við vissum að það væri gott fyrir okkur. Svo í dag velja þær að byrja á móti vindi, sem var drullu pirrandi.“ Nú tekur við mánaðarundirbúningur fyrir Evrópumótið í Sviss. Íslenska landsliðið kemur saman í lok júní og spilar æfingaleik við Serbíu. „Frí/undirbúningur fyrir EM. Ég tek mér kannski viku að slaka aðeins á og svo byrja ég að æfa aftur og verð klár fyrir EM“ sagði Glódís sem ætlar að skella sér aðeins í sólina á næstu dögum. Þaðan fer hún heim til Þýskalands að æfa þangað til íslenska landsliðið kemur saman í Serbíu í undirbúningi mótsins. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Vildi hvergi annarsstaðar spila „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
„Heilt yfir í leiknum eru þær ekkert að skapa sér rosalega mikið. Mjög pirrandi mörk sem þær skora, fyrsta markið þegar við gleymum okkur í innkasti er reyndar rangstaða og hefði ekki staðið með VAR. Auðvitað breytir það mark leiknum, að spila á móti vindi 1-0 undir á móti Frakklandi er ekki auðveld staða til að vera í“ sagði Glódís Perla um klukkustund eftir að leikurinn kláraðist. Eins og hún segir var Melvine Malard, sem gaf stoðsendinguna, rangstæð og markið hefði ekki átt að standa. Melvine stakk sér inn fyrir Glódísi, sem áttaði sig ekki á því í augnablikinu að Melvine hefði verið rangstæð, enda stóð það mjög tæpt. Leikgreinandi landsliðsins benti henni á það. „Alls ekki. Ég veit ekki einu sinni hver er rangstæð. Þetta er bara augnablik sem við hleypum þeim innan á okkur, við verðum að vera þéttari þarna og megum ekki leyfa þessu að gerast svona.“ Ísland var með vindinn í bakið í seinni hálfleik og hefði klárlega getað skorað mark. „Ég fæ gott færi og svo fáum við annað færi stuttu seinna, ef við hefðum nýtt þau hefðum við breytt leiknum. Alltaf betra að vera yfir þegar þú ferð svo inn í mótvindinn… Hlutkestið nánast ákvarðar leikinn af því að það er alltaf betra að spila með vindi í seinni hálfleik.“ Glódís hjálpar Karólínu Leu á lappir eftir högg í seinni hálfleik.vísir / anton brink Ísland hefur spilað þrjá leiki í mjög miklum vindi í Þjóðadeildinni, gegn Frakklandi í dag og áður gegn Austurríki og Þýskalandi. „Ég tapa hlutkestinu í öllum þessum leikjum en bæði Þýskaland og Austurríki velja að byrja með vindi. Við vissum að það væri gott fyrir okkur. Svo í dag velja þær að byrja á móti vindi, sem var drullu pirrandi.“ Nú tekur við mánaðarundirbúningur fyrir Evrópumótið í Sviss. Íslenska landsliðið kemur saman í lok júní og spilar æfingaleik við Serbíu. „Frí/undirbúningur fyrir EM. Ég tek mér kannski viku að slaka aðeins á og svo byrja ég að æfa aftur og verð klár fyrir EM“ sagði Glódís sem ætlar að skella sér aðeins í sólina á næstu dögum. Þaðan fer hún heim til Þýskalands að æfa þangað til íslenska landsliðið kemur saman í Serbíu í undirbúningi mótsins.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Vildi hvergi annarsstaðar spila „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira