Leiðin til Parísar (bókstaflega) Ólafur St. Arnarsson skrifar 5. júní 2025 09:30 Annar hver Svíi segist hafa valið umhverfisvænni farkost einu sinni eða oftar til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Umhverfisþenkjandi Stokkhólmsbúi spyr sig hvort hann eigi að fljúga til Spánar og losa 442 kg CO2e eða taka lest og losa 26 kg CO2e. Lestarferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna tekur 34 klukkustundir. Það er langt ferðalag. Ef hægt er að gista í lestinni hluta leiðarinnar verður ferðalagið þó þolanlegra. Evrópubúar virðast vera að átta sig á þessu. Tvöföldun hefur orðið síðustu ár í fjölda þeirra farþega í Evrópu sem taka næturlest með gistiaðstöðu. Það er þróun sem er Evrópusambandinu að skapi því það stefnir að 55% minni losun árið 2030 en árið 1990. Ísland er með í því. Í samgöngum er mantran sú að fljúga minna og taka frekar lest, ferju eða rútu. Einnig er ráðlagt að reyna að dvelja lengur og fara í færri ferðalög heldur en í mörg stutt ferðalög. Það er jafn langt frá Reykjavík til Parísar og frá Stokkhólmi til Barselóna. Hvaða valkostir bjóðast umhverfisþenkjandi Reykvíkingi þegar hann íhugar að sækja Parísarbúa heim? Ef taka á lest, ferju eða rútu er bara einn annar valmöguleiki, þökk sé færeyingum. Ferðalagið frá Reykjavík til Parísar byrjar á leið 57 til Akureyrar klukkan 9:00. Á Akureyri þarf að bíða til klukkan 8:00 daginn eftir eða í 16 klukkutíma og 31 mínútu eftir að leið 56 fari af stað til Egilsstaða. Á Egilsstöðum þarf að bíða í 4 klukkutíma og 38 mínútur eða þangað til klukkan 16:00 eftir að leið 93 fari af stað til Seyðisfjarðar. Á Seyðisfirði þarf að bíða í 3 klukkutíma og 20 mínútur eða til klukkan 20:00 eftir því að ferjan Norröna fari af stað til Hirtshals í Danmörku. Tveimur dögum og 15 klukkustundum síðar eða klukkan 11:00 þarf að hlaupa tæpa fjóra kílómetra frá löndunarstað Norrönu í Hirtshals á lestarstöðina og taka lest RE76 til Hjörring klukkan 11:30. Í Hjörring þarf að bíða í átta mínútur eftir lest RE75 til Álaborgar sem fer af stað klukkan 12:04. Í Álaborg þarf að bíða í 24 mínútur til þess að ná lest IC 4164 sem fer klukkan 13:09 til Kolding. Í Kolding þarf að bíða í tvo klukkutíma og ellefu mínútur eftir lest EC 399 sem fer klukkan 18:15 til Hamborg. Í Hamborg þarf að bíða í klukkutíma eftir næturlest NJ 471 sem fer klukkan 22:08 til Karlsruhe. Að lokum bíða 89 mínútur í Karlsruhe eftir lest TGV 9578 sem fer klukkan 7:32 til Parísar. Lestin er komin til Parísar klukkan 10:06. Ferðalagið í heild sinni tekur fimm daga eða nákvæmlega 121 klukkustund með 9 skiptingum. Þar af er beðið í 29 klukkustundir. Ferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna er hins vegar 34 klukkustundir með 4 skiptingum og 6 klukkustunda biðtíma. Og hvert skyldi kolefnisspor þessarar ferðar frá Reykjavík til Parísar vera fyrir hinn umhverfisþenkjandi Reykvíking? Búinn að ferðaðist með rútu, ferju og lestum eins og Evrópusambandið ráðleggur. Jú það er umtalsvert minna. Kolefnissporið er líklegast um 111 kg CO2e sem er samt fjórum sinnum meira en Stokkhólmsbúinn sem fór til Barselóna jafn langa leið. Þökk sé færeyingum býðst kolefnisvænni leið en flug milli Íslands og Evrópu. Stór hluti þessa ferðalags er þó knúið af jarðefnaeldsneyti. Allar rúturnar sem þarf að taka frá Reykjavík til Seyðisfjarðar eru knúnar jarðefnaeldsneyti. Ferjan Norröna er knúin jarðefnaelsneyti. Lestirnar tvær sem þarf að taka frá Hirtshals til Kolding eru knúnar jarðefnaeldsneyti. En í Kolding er loksins hægt að velja lestir til Parísar sem ekki eru knúnar jarðefnaeldsneyti og með verulega lægra kolefnisspor. Kolefnisvæna ferðalagið Reykjavík-París losar fjórum sinnum meira en Stokkhólm-Barselóna, tekur fjórum sinnum lengri tíma og skiptingar milli farkosta eru tvöfalt oftar. Biðtíminn í Reykjavík-París ferðinni er nánast jafn langur og í ferðalagið Stokkhólm-Barselóna í heild sinni. Lengst er beðið á Akureyri því tenging Strætó við Norröna tekur ekkert mið af komum og brottförum Norrönu. Af hverju Strætó miði ferðir sínar við komur og brottfarir Herjólfs en ekki Norrönu er rannsóknarefni. Parísarsamkomulagið miðast við 1,5° hlýnun. Lifnaðarhættir sem miðast við að virða það samkomulag þýðir að losun hvers og eins jarðarbúa má ekki vera meiri en 2,3 tonn CO2e á ári. Eftir helgarferð til Parísar með flugi hefur maður eytt þriðjungi þess. Höfundur starfar m.a. við loftslagsmál hjá Landi og Skógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Annar hver Svíi segist hafa valið umhverfisvænni farkost einu sinni eða oftar til þess að leggja sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvána. Umhverfisþenkjandi Stokkhólmsbúi spyr sig hvort hann eigi að fljúga til Spánar og losa 442 kg CO2e eða taka lest og losa 26 kg CO2e. Lestarferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna tekur 34 klukkustundir. Það er langt ferðalag. Ef hægt er að gista í lestinni hluta leiðarinnar verður ferðalagið þó þolanlegra. Evrópubúar virðast vera að átta sig á þessu. Tvöföldun hefur orðið síðustu ár í fjölda þeirra farþega í Evrópu sem taka næturlest með gistiaðstöðu. Það er þróun sem er Evrópusambandinu að skapi því það stefnir að 55% minni losun árið 2030 en árið 1990. Ísland er með í því. Í samgöngum er mantran sú að fljúga minna og taka frekar lest, ferju eða rútu. Einnig er ráðlagt að reyna að dvelja lengur og fara í færri ferðalög heldur en í mörg stutt ferðalög. Það er jafn langt frá Reykjavík til Parísar og frá Stokkhólmi til Barselóna. Hvaða valkostir bjóðast umhverfisþenkjandi Reykvíkingi þegar hann íhugar að sækja Parísarbúa heim? Ef taka á lest, ferju eða rútu er bara einn annar valmöguleiki, þökk sé færeyingum. Ferðalagið frá Reykjavík til Parísar byrjar á leið 57 til Akureyrar klukkan 9:00. Á Akureyri þarf að bíða til klukkan 8:00 daginn eftir eða í 16 klukkutíma og 31 mínútu eftir að leið 56 fari af stað til Egilsstaða. Á Egilsstöðum þarf að bíða í 4 klukkutíma og 38 mínútur eða þangað til klukkan 16:00 eftir að leið 93 fari af stað til Seyðisfjarðar. Á Seyðisfirði þarf að bíða í 3 klukkutíma og 20 mínútur eða til klukkan 20:00 eftir því að ferjan Norröna fari af stað til Hirtshals í Danmörku. Tveimur dögum og 15 klukkustundum síðar eða klukkan 11:00 þarf að hlaupa tæpa fjóra kílómetra frá löndunarstað Norrönu í Hirtshals á lestarstöðina og taka lest RE76 til Hjörring klukkan 11:30. Í Hjörring þarf að bíða í átta mínútur eftir lest RE75 til Álaborgar sem fer af stað klukkan 12:04. Í Álaborg þarf að bíða í 24 mínútur til þess að ná lest IC 4164 sem fer klukkan 13:09 til Kolding. Í Kolding þarf að bíða í tvo klukkutíma og ellefu mínútur eftir lest EC 399 sem fer klukkan 18:15 til Hamborg. Í Hamborg þarf að bíða í klukkutíma eftir næturlest NJ 471 sem fer klukkan 22:08 til Karlsruhe. Að lokum bíða 89 mínútur í Karlsruhe eftir lest TGV 9578 sem fer klukkan 7:32 til Parísar. Lestin er komin til Parísar klukkan 10:06. Ferðalagið í heild sinni tekur fimm daga eða nákvæmlega 121 klukkustund með 9 skiptingum. Þar af er beðið í 29 klukkustundir. Ferðalag frá Stokkhólmi til Barselóna er hins vegar 34 klukkustundir með 4 skiptingum og 6 klukkustunda biðtíma. Og hvert skyldi kolefnisspor þessarar ferðar frá Reykjavík til Parísar vera fyrir hinn umhverfisþenkjandi Reykvíking? Búinn að ferðaðist með rútu, ferju og lestum eins og Evrópusambandið ráðleggur. Jú það er umtalsvert minna. Kolefnissporið er líklegast um 111 kg CO2e sem er samt fjórum sinnum meira en Stokkhólmsbúinn sem fór til Barselóna jafn langa leið. Þökk sé færeyingum býðst kolefnisvænni leið en flug milli Íslands og Evrópu. Stór hluti þessa ferðalags er þó knúið af jarðefnaeldsneyti. Allar rúturnar sem þarf að taka frá Reykjavík til Seyðisfjarðar eru knúnar jarðefnaeldsneyti. Ferjan Norröna er knúin jarðefnaelsneyti. Lestirnar tvær sem þarf að taka frá Hirtshals til Kolding eru knúnar jarðefnaeldsneyti. En í Kolding er loksins hægt að velja lestir til Parísar sem ekki eru knúnar jarðefnaeldsneyti og með verulega lægra kolefnisspor. Kolefnisvæna ferðalagið Reykjavík-París losar fjórum sinnum meira en Stokkhólm-Barselóna, tekur fjórum sinnum lengri tíma og skiptingar milli farkosta eru tvöfalt oftar. Biðtíminn í Reykjavík-París ferðinni er nánast jafn langur og í ferðalagið Stokkhólm-Barselóna í heild sinni. Lengst er beðið á Akureyri því tenging Strætó við Norröna tekur ekkert mið af komum og brottförum Norrönu. Af hverju Strætó miði ferðir sínar við komur og brottfarir Herjólfs en ekki Norrönu er rannsóknarefni. Parísarsamkomulagið miðast við 1,5° hlýnun. Lifnaðarhættir sem miðast við að virða það samkomulag þýðir að losun hvers og eins jarðarbúa má ekki vera meiri en 2,3 tonn CO2e á ári. Eftir helgarferð til Parísar með flugi hefur maður eytt þriðjungi þess. Höfundur starfar m.a. við loftslagsmál hjá Landi og Skógi.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun