„Þetta er úrkoma sem má vænta á einhverra áratuga fresti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2025 12:01 Ærslabelgurinn í miðbæ Ólafsfjarðar var hundblautur og hálfur undir vatni í gær en slökkviliðið reddaði málunum. Þegar svona óvanalegt veður skellur á getur verið gott að hafa það hugfast að það styttir alltaf upp að nýju og sólin brýst í gegnum skýin. Áður en við vitum af verða krakkarnir á Ólafsfirði farnir að hoppa hæð sína á ærslabelgnum. Slökkvilið Fjallabyggðar Sú mikla úrkoma sem hefur mælst í vatnsveðrinu fyrir norðan er veðuratburður sem vænta má á nokkurra áratugafresti að sögn ofanflóðasérfræðings. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir útlitið bjartara en það var í gær því dregið hefur úr úrkomu en áfram er skriðu-og snjóflóðahætta. Talsverð úrkoma hefur frallið á norðanverðu landinu síðan á þriðjudag. Lítil aurspýja féll í fyrrinótt fyrir ofan Ólafsfjarðarveg og tvö lítil snjóflóð í Ósbrekkufjalli. Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur, hafði ekki frétt af skriðuföllum í nótt. „Það kólnaði í nótt þannig að það hefur snjóað langleiðina niður í byggð sem er jákvætt með tilliti til skriðuhættu og aðeins dregið úr úrkomu en það verður svipuð úrkomu áfram í dag og fram á kvöld þannig að það er viðvarandi skriðuhætta.“ Mesta úrkoman var og er á Ólafsfirði og þykir hið mikla vatnsveður fremur óvanalegt. „Þetta er úrkoma sem má vænta á einhverra áratuga fresti, kannski 20 til fimmtíu ára fresti þó það eigi eftir að skoða það aðeins betur en þetta er ekki algengur atburður.“ segir Magni Hreinn ofanflóðasérfræðingur. Slökkviliðið stóð í ströngu Slökkvilið Fjallabyggðar stóð í ströngu í gær við að koma vatni, sem hafði safnast saman í miðbæ Ólafsjarðar, út á sjó. Þá fékk slökkviliðið fimm minniháttar aðstoðarbeiðnir vegna vatnstjóns. Jóhann K Jóhannsson slökkviliðsstjóri segir að það hafi gengið vel að takast á við vatnsverðið fyrir norðan. Slökkvilið Fjallabyggðar réðst í stórt og mikið verkefni við að koma vatni sem hafði safnast saman fyrir utan íþróttamiðstöðina og sundlaugina á Ólafsfirði út í sjó.Slökkvilið Fjallabyggðar „Útlitið er miklu skárri en í gær. Það hefur dregið töluvert úr úrkomu og mikið af því vatni sem er að koma úr fjallinu fyrir ofan Ólafsfjörð er að skila sér niður til að mynda þá er það vatn sem var miðsvæðis á lægsta punkti í kringum sundlaugina og íþróttamiðstöðina á Ólafsfirði það er meira eða minna horfið. Þannig að kerfið er að skila vatninu bara út í sjó eins og við viljum að það geri.“ Lögreglan á Norðurlandi eystra hafðií gær mælst til þess að íbúar í nokkrum götum myndu ekki dvelja um liðna nótt í herbergjum sem hefðu glugga eða dyraop sem snúa að fjallshlíðinni vegna skriðuhættu en betur fór en á horfðist. Slökkviliðið undirbjó sig með almannavörnum og sérfræðingum Veðurstofunnar í aðdraganda vatnsveðursins. „Uppsöfnuð úrkoma fyrir alla þessa daga þá var spáð um 400 millimetrum sem er um það bil tvöfalt meira heldur en við tókumst á við í svona mikilli rigningu í Ólafsfirði 2021 og maður upplifði það bara sjálfur í miðbænum, þetta var gífurleg rigning sem bæði var í gær og í fyrradag.“ Jóhann K Jóhannsson, slökkviliðsstjóri er ánægður með sitt lið í Slökkviliðið Fjallabyggðar sem sinnti stóru og miklu verkefni í miðbæ Ólafsfjarðar í gærVísir/Vilhelm Fjallshlíðin hvít öðrum megin en iðagræn hinum megin Ólafsfjörður beri þess skýr merki að nú sé óvanalegt júníveður. „Það er merkilegt að horfa í gegnum Ólafsfjörðinn vegna þess að í fjallshlíðinni sem er vestan megin í firðinum, þar nær snjólínan alveg niður undir byggð en í fjallshlíðinni að austanverðu þar er kannski snjólínan í þrjú eða fjögur hundruð metra hæð þannig að þú ert með græna hlíð öðrum megin og hvíta hlíð hinum megin,“ segir Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Fjallabyggð Slökkvilið Veður Tengdar fréttir Rignir enn fyrir norðan þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni Enn rignir á Norðurlandi þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni síðustu klukkutímana. Eiríkur Örn Jóhannesson hjá Veðurstofunni segir að engar fregnir hafi borist af frekari skriðuföllum en að hættan sé þó ekki liðin hjá. 5. júní 2025 07:36 Fádæma úrhelli á Ólafsfirði Gífurleg úrkoma hefur verið á Norðurlandi síðan í gærkvöldi, en gul veðurviðvörun er í gildi og búist er við áframhaldandi rigningu á morgun. Sérstaklega hefur rignt á Ólafsfirði þar sem slökkviliðið var kallað út laust eftir hádegi til að dæla vatni af lægstu punktum bæjarins. 4. júní 2025 22:46 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Talsverð úrkoma hefur frallið á norðanverðu landinu síðan á þriðjudag. Lítil aurspýja féll í fyrrinótt fyrir ofan Ólafsfjarðarveg og tvö lítil snjóflóð í Ósbrekkufjalli. Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur, hafði ekki frétt af skriðuföllum í nótt. „Það kólnaði í nótt þannig að það hefur snjóað langleiðina niður í byggð sem er jákvætt með tilliti til skriðuhættu og aðeins dregið úr úrkomu en það verður svipuð úrkomu áfram í dag og fram á kvöld þannig að það er viðvarandi skriðuhætta.“ Mesta úrkoman var og er á Ólafsfirði og þykir hið mikla vatnsveður fremur óvanalegt. „Þetta er úrkoma sem má vænta á einhverra áratuga fresti, kannski 20 til fimmtíu ára fresti þó það eigi eftir að skoða það aðeins betur en þetta er ekki algengur atburður.“ segir Magni Hreinn ofanflóðasérfræðingur. Slökkviliðið stóð í ströngu Slökkvilið Fjallabyggðar stóð í ströngu í gær við að koma vatni, sem hafði safnast saman í miðbæ Ólafsjarðar, út á sjó. Þá fékk slökkviliðið fimm minniháttar aðstoðarbeiðnir vegna vatnstjóns. Jóhann K Jóhannsson slökkviliðsstjóri segir að það hafi gengið vel að takast á við vatnsverðið fyrir norðan. Slökkvilið Fjallabyggðar réðst í stórt og mikið verkefni við að koma vatni sem hafði safnast saman fyrir utan íþróttamiðstöðina og sundlaugina á Ólafsfirði út í sjó.Slökkvilið Fjallabyggðar „Útlitið er miklu skárri en í gær. Það hefur dregið töluvert úr úrkomu og mikið af því vatni sem er að koma úr fjallinu fyrir ofan Ólafsfjörð er að skila sér niður til að mynda þá er það vatn sem var miðsvæðis á lægsta punkti í kringum sundlaugina og íþróttamiðstöðina á Ólafsfirði það er meira eða minna horfið. Þannig að kerfið er að skila vatninu bara út í sjó eins og við viljum að það geri.“ Lögreglan á Norðurlandi eystra hafðií gær mælst til þess að íbúar í nokkrum götum myndu ekki dvelja um liðna nótt í herbergjum sem hefðu glugga eða dyraop sem snúa að fjallshlíðinni vegna skriðuhættu en betur fór en á horfðist. Slökkviliðið undirbjó sig með almannavörnum og sérfræðingum Veðurstofunnar í aðdraganda vatnsveðursins. „Uppsöfnuð úrkoma fyrir alla þessa daga þá var spáð um 400 millimetrum sem er um það bil tvöfalt meira heldur en við tókumst á við í svona mikilli rigningu í Ólafsfirði 2021 og maður upplifði það bara sjálfur í miðbænum, þetta var gífurleg rigning sem bæði var í gær og í fyrradag.“ Jóhann K Jóhannsson, slökkviliðsstjóri er ánægður með sitt lið í Slökkviliðið Fjallabyggðar sem sinnti stóru og miklu verkefni í miðbæ Ólafsfjarðar í gærVísir/Vilhelm Fjallshlíðin hvít öðrum megin en iðagræn hinum megin Ólafsfjörður beri þess skýr merki að nú sé óvanalegt júníveður. „Það er merkilegt að horfa í gegnum Ólafsfjörðinn vegna þess að í fjallshlíðinni sem er vestan megin í firðinum, þar nær snjólínan alveg niður undir byggð en í fjallshlíðinni að austanverðu þar er kannski snjólínan í þrjú eða fjögur hundruð metra hæð þannig að þú ert með græna hlíð öðrum megin og hvíta hlíð hinum megin,“ segir Jóhann K. Jóhannsson slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar.
Fjallabyggð Slökkvilið Veður Tengdar fréttir Rignir enn fyrir norðan þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni Enn rignir á Norðurlandi þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni síðustu klukkutímana. Eiríkur Örn Jóhannesson hjá Veðurstofunni segir að engar fregnir hafi borist af frekari skriðuföllum en að hættan sé þó ekki liðin hjá. 5. júní 2025 07:36 Fádæma úrhelli á Ólafsfirði Gífurleg úrkoma hefur verið á Norðurlandi síðan í gærkvöldi, en gul veðurviðvörun er í gildi og búist er við áframhaldandi rigningu á morgun. Sérstaklega hefur rignt á Ólafsfirði þar sem slökkviliðið var kallað út laust eftir hádegi til að dæla vatni af lægstu punktum bæjarins. 4. júní 2025 22:46 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Rignir enn fyrir norðan þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni Enn rignir á Norðurlandi þótt heldur hafi dregið úr ákefðinni síðustu klukkutímana. Eiríkur Örn Jóhannesson hjá Veðurstofunni segir að engar fregnir hafi borist af frekari skriðuföllum en að hættan sé þó ekki liðin hjá. 5. júní 2025 07:36
Fádæma úrhelli á Ólafsfirði Gífurleg úrkoma hefur verið á Norðurlandi síðan í gærkvöldi, en gul veðurviðvörun er í gildi og búist er við áframhaldandi rigningu á morgun. Sérstaklega hefur rignt á Ólafsfirði þar sem slökkviliðið var kallað út laust eftir hádegi til að dæla vatni af lægstu punktum bæjarins. 4. júní 2025 22:46