Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 6. júní 2025 07:30 Fjallað var um það á fréttavef Ríkisútvarpsins á dögunum að vel á annað hundrað samningsbrotamál gegn Íslandi væru í gangi hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna regluverks frá Evrópusambandinu sem ekki hefði verið afgreitt á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum. Til að mynda vegna þess að regluverkið hefði ekki verið innleitt, ESA teldi það ekki hafa verið innleitt með réttum hætti eða að framkvæmd þess væri ekki í samræmi við upphaflegt markmið þess. Málin sem um ræðir eru af öllum stærðum og gerðum en ekkert þeirra varðar þó eins mikla hagsmuni og frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríksiráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn en önnur umræða um frumvarpið fer fram á Alþingi í dag. Verði frumvarp Þorgerðar að lögum mun það hafa í för með sér að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eru innlend að uppruna. Frumvarpið varðar þannig ekki aðeins eina tiltekna lagagerð frá Evrópusambandinu um afmarkað málefni heldur allt það regluverk sem tekið hefur verið upp í gegnum EES-samninginn og verður tekið upp í framtíðinni. Tal um að málið megi alls ekki fara fyrir EFTA-dómstólinn fyrir tilstilli samningsbrotamáls af hálfu ESA og að frumvarpið sé til þess að tryggja forræði íslenzkra stjórnvalda á því stenzt enga skoðun enda með frumvarpinu beygt sig að fullu fyrir kröfum ESA. Dómstólaleiðin þýddi hins vegar að möguleiki væri á því að EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil. Sá möguleiki er hins vegar að engu gerður með þeirri fyrirfram uppgjöf sem felst í frumvarpinu. Ef það uppfyllti ekki kröfur ESA myndi það eðli málsins samkvæmt kalla á frekari aðgerðir af hálfu stofnunarinnar þar til sú yrði raunin. EFTA-dómstóllinn getur einungis úrskurðað um það hvort krafa ESA eigi við rök að styðjast en ekki bætt neinum frekari kröfum við í þeim efnum. Tekin var ákvörðun um að innleiða bókun 35 með þeim hætti sem kveðið er á um í 3. grein laga um Evrópska efnahagssvæðið þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum af þeirri ástæðu að annað hefði ekki staðizt fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, benti á í afmælisriti EFTA-dómstólsins 2014: „Staðreyndin er hins vegar sú að ekki var mögulegt að ganga lengra innan þess ramma sem stjórnarskrá Íslands setur.“ Fleiri virtir lögspekingar hafa sett spurningamerki við frumvarpið með tilliti til stjórnarskrárinnar eins og til dæmis Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor emeritus og einhver helzti sérfræðingur Íslands í Evrópurétti, sem sagði þannig í grein sem birt var í Morgunblaðinu 17. febrúar síðastliðinn að óljóst væri hvort Alþingi gæti að óbreyttri stjórnarskrá sett almenn lög um forgang tiltekinna almennra laga gagnvart öðrum almennum lögum eins og til stendur með frumvarpi Þorgerðar. „Forgangsáhrif snúast um lagaáhrif tiltekinna laga gagnvart öðrum gildandi lögum þegar orð þeirra eða merking eru ósamrýmanleg. Í þeirri stöðu gilda þau lög sem teljast hafa forgang en hin lögin víkja og gilda því ekki. Ef veita á lögum sem stafa frá erlendu réttarkerfi forgang í umtalsverðum mæli kynni slíkt að fela í sér framsal löggjafarvalds sem væri andstætt fyrirmælum 2. gr. stjórnarskrárinnar,“ ritaði Stefán Már og vísaði þar til fullveldisákvæðis hennar. Fram kom meira að segja í minnisblaði utanríkisráðuneytisins til utanríkismálanefndar Alþingis árið 2020 að lagabreyting, líkt og frumvarpið kveður á um, væri tæplega möguleg án veigamikillar stjórnarskrárbreytingar sem óvíst væri að þjóðin væri reiðubúin að fallast á. Þetta var hins vegar áður en skyndilega og án haldbærra skýringa var snúið við blaðinu í þessum efnum með nýjum utanríkisráðherra í kjölfar þingkosninganna haustið 2021 og tekið undir málflutning ESA. Hið allra minnsta hlýtur að geta skapazt breið samstaða um það á Alþingi að rétt sé að stjórnarskráin njóti í það minnsta vafans í þessum efnum. EES-samningnum er enginn greiði gerður með því að samþykkja frumvarp vegna hans sem óljóst er í bezta falli hvort standist hana. Ég vil hvetja alþingismenn, ekki sízt þingmenn okkar sjálfstæðismanna, til þess standa með stjórnarskrá lýðveldisins og fullveldi landsins og beita sér gegn samþykkt frumvarps formanns Viðreisnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Fjallað var um það á fréttavef Ríkisútvarpsins á dögunum að vel á annað hundrað samningsbrotamál gegn Íslandi væru í gangi hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna regluverks frá Evrópusambandinu sem ekki hefði verið afgreitt á Íslandi vegna aðildar landsins að EES-samningnum. Til að mynda vegna þess að regluverkið hefði ekki verið innleitt, ESA teldi það ekki hafa verið innleitt með réttum hætti eða að framkvæmd þess væri ekki í samræmi við upphaflegt markmið þess. Málin sem um ræðir eru af öllum stærðum og gerðum en ekkert þeirra varðar þó eins mikla hagsmuni og frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríksiráðherra og formanns Viðreisnar, um bókun 35 við EES-samninginn en önnur umræða um frumvarpið fer fram á Alþingi í dag. Verði frumvarp Þorgerðar að lögum mun það hafa í för með sér að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum samninginn gangi framar almennum lögum sem eru innlend að uppruna. Frumvarpið varðar þannig ekki aðeins eina tiltekna lagagerð frá Evrópusambandinu um afmarkað málefni heldur allt það regluverk sem tekið hefur verið upp í gegnum EES-samninginn og verður tekið upp í framtíðinni. Tal um að málið megi alls ekki fara fyrir EFTA-dómstólinn fyrir tilstilli samningsbrotamáls af hálfu ESA og að frumvarpið sé til þess að tryggja forræði íslenzkra stjórnvalda á því stenzt enga skoðun enda með frumvarpinu beygt sig að fullu fyrir kröfum ESA. Dómstólaleiðin þýddi hins vegar að möguleiki væri á því að EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil. Sá möguleiki er hins vegar að engu gerður með þeirri fyrirfram uppgjöf sem felst í frumvarpinu. Ef það uppfyllti ekki kröfur ESA myndi það eðli málsins samkvæmt kalla á frekari aðgerðir af hálfu stofnunarinnar þar til sú yrði raunin. EFTA-dómstóllinn getur einungis úrskurðað um það hvort krafa ESA eigi við rök að styðjast en ekki bætt neinum frekari kröfum við í þeim efnum. Tekin var ákvörðun um að innleiða bókun 35 með þeim hætti sem kveðið er á um í 3. grein laga um Evrópska efnahagssvæðið þegar Ísland gerðist aðili að EES-samningnum af þeirri ástæðu að annað hefði ekki staðizt fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar eins og Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, benti á í afmælisriti EFTA-dómstólsins 2014: „Staðreyndin er hins vegar sú að ekki var mögulegt að ganga lengra innan þess ramma sem stjórnarskrá Íslands setur.“ Fleiri virtir lögspekingar hafa sett spurningamerki við frumvarpið með tilliti til stjórnarskrárinnar eins og til dæmis Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor emeritus og einhver helzti sérfræðingur Íslands í Evrópurétti, sem sagði þannig í grein sem birt var í Morgunblaðinu 17. febrúar síðastliðinn að óljóst væri hvort Alþingi gæti að óbreyttri stjórnarskrá sett almenn lög um forgang tiltekinna almennra laga gagnvart öðrum almennum lögum eins og til stendur með frumvarpi Þorgerðar. „Forgangsáhrif snúast um lagaáhrif tiltekinna laga gagnvart öðrum gildandi lögum þegar orð þeirra eða merking eru ósamrýmanleg. Í þeirri stöðu gilda þau lög sem teljast hafa forgang en hin lögin víkja og gilda því ekki. Ef veita á lögum sem stafa frá erlendu réttarkerfi forgang í umtalsverðum mæli kynni slíkt að fela í sér framsal löggjafarvalds sem væri andstætt fyrirmælum 2. gr. stjórnarskrárinnar,“ ritaði Stefán Már og vísaði þar til fullveldisákvæðis hennar. Fram kom meira að segja í minnisblaði utanríkisráðuneytisins til utanríkismálanefndar Alþingis árið 2020 að lagabreyting, líkt og frumvarpið kveður á um, væri tæplega möguleg án veigamikillar stjórnarskrárbreytingar sem óvíst væri að þjóðin væri reiðubúin að fallast á. Þetta var hins vegar áður en skyndilega og án haldbærra skýringa var snúið við blaðinu í þessum efnum með nýjum utanríkisráðherra í kjölfar þingkosninganna haustið 2021 og tekið undir málflutning ESA. Hið allra minnsta hlýtur að geta skapazt breið samstaða um það á Alþingi að rétt sé að stjórnarskráin njóti í það minnsta vafans í þessum efnum. EES-samningnum er enginn greiði gerður með því að samþykkja frumvarp vegna hans sem óljóst er í bezta falli hvort standist hana. Ég vil hvetja alþingismenn, ekki sízt þingmenn okkar sjálfstæðismanna, til þess standa með stjórnarskrá lýðveldisins og fullveldi landsins og beita sér gegn samþykkt frumvarps formanns Viðreisnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun