Dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að nauðga tugum skjólstæðinga Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. júní 2025 09:32 Arne Bye hefur hlotið 21 árs fangelsisdóm vegna fjölda kynferðisbrota gegn konum. Arne Bye, heimilislæknir í smábænum Frosta í Noregi, hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir að nauðga 38 konum sem voru skjólstæðingar hans. Bye var ákærður fyrir 94 kynferðisbrot, þar af 87 nauðganir, sem áttu sér stað frá 2004 til 2022. Verdens Gang greinir frá dómi Bye. Auk hans var Bye sviptur lækningaleyfi sínu. Mál Bye kom fyrst í fjölmiðla árið 2021 þegar lögregla hóf rannsókn á brotum hans. Við lögregluleit á skrifstofu Bye kom í ljós að læknirinn hafði verið með tólf myndavélar á skrifstofu sinni og tekið með þeim upp sex þúsund klukkustundir af myndefni. Myndefni af brotum Bye náði aftur til 2016 og sýndi 159 konur í heildina en saksóknari taldi brot læknisins hins vegar ná aftur til 2004. Í september í fyrra var Bye ákærður fyrir 96 kynferðisbrot, þar af 88 nauðganir. Tvö brotanna voru felld niður og eftir stóðu ákærur fyrir 94 kynferðisbrot, þar af 87 nauðganir. Síðustu mánuði hafa 94 konur vitnað í málinu og lýst upplifunum sínum af komu til læknisins. Saksóknarinn Eli Reberg Nessimo sagði margt sameiginlegt í frásögnunum en flestar kvennanna hafi lýst skoðunum læknisins sem löngum og sársaukafullum. Kröfðust saksóknararnir 21 árs dóms meðan verjendur kröfðust að hámarki sautján til átján ára dóms. Úr fáum játningum í fjölmargar Þegar réttarhöldin hófust í nóvember 2024 neitaði Bye allri sök. Hann hafi tekið myndefnið upp til að geta sýnt fram á sakleysi sitt yrði hann sakaður um eitthvað misjafnt. Fljótlega játaði hann þó sekt í þremur nauðgunum og gekkst hann einnig við því að hafa 35 sinnum nýtt sér stöðu sína til samfara. Eftir því sem leið á réttarhöldin hefur Bye játað á sig æ fleiri brot. Alls hefur Bye nú játað á sig 23 nauðganir gegn 21 fórnarlambi. Noregur Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Verdens Gang greinir frá dómi Bye. Auk hans var Bye sviptur lækningaleyfi sínu. Mál Bye kom fyrst í fjölmiðla árið 2021 þegar lögregla hóf rannsókn á brotum hans. Við lögregluleit á skrifstofu Bye kom í ljós að læknirinn hafði verið með tólf myndavélar á skrifstofu sinni og tekið með þeim upp sex þúsund klukkustundir af myndefni. Myndefni af brotum Bye náði aftur til 2016 og sýndi 159 konur í heildina en saksóknari taldi brot læknisins hins vegar ná aftur til 2004. Í september í fyrra var Bye ákærður fyrir 96 kynferðisbrot, þar af 88 nauðganir. Tvö brotanna voru felld niður og eftir stóðu ákærur fyrir 94 kynferðisbrot, þar af 87 nauðganir. Síðustu mánuði hafa 94 konur vitnað í málinu og lýst upplifunum sínum af komu til læknisins. Saksóknarinn Eli Reberg Nessimo sagði margt sameiginlegt í frásögnunum en flestar kvennanna hafi lýst skoðunum læknisins sem löngum og sársaukafullum. Kröfðust saksóknararnir 21 árs dóms meðan verjendur kröfðust að hámarki sautján til átján ára dóms. Úr fáum játningum í fjölmargar Þegar réttarhöldin hófust í nóvember 2024 neitaði Bye allri sök. Hann hafi tekið myndefnið upp til að geta sýnt fram á sakleysi sitt yrði hann sakaður um eitthvað misjafnt. Fljótlega játaði hann þó sekt í þremur nauðgunum og gekkst hann einnig við því að hafa 35 sinnum nýtt sér stöðu sína til samfara. Eftir því sem leið á réttarhöldin hefur Bye játað á sig æ fleiri brot. Alls hefur Bye nú játað á sig 23 nauðganir gegn 21 fórnarlambi.
Noregur Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira