Getur uppbyggilegur fréttaflutningur aukið velsæld í íslensku samfélagi? Ása Fríða Kjartansdóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifa 6. júní 2025 14:03 Þegar talað er um áhrif frétta er sjaldnast fjallað um tilfinningaleg áhrif á lesendur. Fréttamiðlar eiga að varpa ljósi á raunveruleikann en þeir geta einnig mótað hughrif og upplifun lesandans. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að neikvæður fréttaflutningur getur aukið kvíða, streitu og depurð. Þegar neikvæðar fréttir eru daglegt brauð getur þróast bjöguð útgáfa af veruleikanum sem dregur úr bjartsýni og von ásamt því að leiða til sinnuleysis og vanmáttakenndar. Þessi tegund af fréttamennsku er ekki beint uppbyggileg. Það má velta fyrir sér af hverju fókusinn á fréttamiðlum sé frekar á hið neikvæða en hið jákvæða. Ein af skýringunum má finna í þróunarsálfræðinni, nokkuð sem er kallað neikvæðni skekkja eða negativity bias. Við bregðumst fyrr við því sem er er neikvætt því það gæti mögulega verið ógn og hjá frummanninum gat viðbragðstíminn greint á milli lífs og dauða. Þó það eigi sjaldnast við hjá okkur í nútímanum þá er það enn þannig að við bregðumst fyrr við því sem er neikvætt og því eru þær fréttir líklegri til að fá meiri athygli. En hvað er til ráða? Fjölmargir fræðimenn og fréttamenn eru meðvitaðir um þessa skekkju og hafa leitað leiða til að setja fréttir fram á uppbyggilegri hátt. Uppbyggileg fréttamennska (e. constructive journalism) hefur færst í aukana á alþjóðavettvangi. Frá því að Washington Post tileinkaði sér hana að hluta árið 2014 hafa margir áhrifamiklir miðlar fylgt í kjölfarið og þessi fræðigrein eflst innan nokkurra háskóla. Uppbyggileg fréttamennska byggir á því að birta ekki einungis gagnrýni heldur einnig eflandi leiðir þar sem blaðamennska sameinast jákvæðri sálfræði með markvissum hætti og getur þannig skapað raunverulega breytingu til góðs. Uppbyggileg fréttamennska er leið til að auka gæði og áhrif fréttamiðlunar með því að leggja áherslu á lausnir, seiglu, ábyrgð og jákvæð áhrif á einstaklinga og samfélag. Slík nálgun á alls ekki að vera andstæða gagnrýni eða rannsóknarblaðamennsku, heldur viðbót sem eykur jafnvægi og dýpt í umfjöllun. Kjarnaáherslur uppbyggilegar fréttmennsku eru: Að varpa ljósi á lausnir og árangur Að veita yfirvegaða og nákvæma umfjöllun Að auka von og seiglu í samfélaginu Að styðja við gagnrýna hugsun og valdeflingu almennings Í rannsókn undirritaðrar, Ásu Fríðu, og Reynis Grétarssonar í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði, á tíðni neikvæðra, jákvæðra og hlutlausra frétta hjá þremur stærstu netmiðlum landsins (Visir.is, Mbl.is og Ruv.is) kom í ljós að neikvæðar fréttir eru mun algengari en jákvæðar. Neikvæðar fréttir í rannsókninni voru sérstaklega algengar í umfjöllun um stjórnmál, lögreglumál og öryggismál – efni sem oft fá mikla athygli í fréttaflutningi og geta vakið kvíða, reiði eða vanmátt. Á móti voru jákvæð áhrif helst tengd fréttum af íþróttum, menningu, mat og afrekum einstaklinga sem oft fá minna vægi í fréttaflutningi. Sérstaka athygli vekur að ríkismiðillinn, RÚV, var með hæsta hlutfall neikvæðra frétta í rannsókninni eðaum 46%. Þetta er áhugavert í ljósi þess að hlutverk ríkismiðils er jafnan talið felast í að miðla ábyrgu og uppbyggilegu efni, sem stuðlar að upplýstri og virðingarmikilli samfélagsumræðu. Þetta þarf ekki að vera svona því fréttir geta varpað ljósi á lausnir en ekki aðeins vandamál. Þar sem hefðbundin fréttamennska er gjarnan vandamálamiðuð sækir uppbyggileg fréttamennska í þátttöku, valdeflingu og skilning á samhengi. Fréttaflutningur sem byggir á kjarnaáherslum uppbyggilegrar fréttamennsku skilar ekki aðeins betur upplýstum lesendum heldur getur einnig haft raunveruleg áhrif á andlega líðan. Sýnt hefur verið fram á að lesendur sem ekki þurfa ítrekað að bregðast við áfallamiðuðu efni upplifa minni streitu, meiri virkni og eru ólíklegri til að missa trú á eigin getu til að hafa áhrif á samfélagið sitt. Þessar upplýsingar gefa tilefni til að skoða hvort miðlar geti ekki mótað fréttadagskrá með meira jafnvægi – ekki með því að sleppa gagnrýni heldur með því að leggja áherslu á að fjalla um uppbyggilegar lausnir á vandamálum eða leiðir til að gera betur. Að vekja von og efla fólk til góðra verka en ekki ýta undir vonleysi og ótta. Fjölmiðlar hafa vald til að móta ekki bara sögu heldur líðan. Þeir eru ekki einungis spegill heldur áhrifavaldur og það er mikilvægt að spegillinn sé ekki neikvætt skekktur. Þegar fjölmiðlar beita sér af ábyrgð geta þeir stutt við andlega velsæld þjóðarinnar. Uppbyggileg fréttamennska er ekki tilraun til þess að fegra raunverulegar aðstæður heldur leggur frekar áherslu á raunsæi sem sýnir að þar sem vandinn er geta einnig verið tækifæri til að gera betur. Höfundar eru Ása Fríða Kjartansdóttir, diplóma á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, kennslustjóri í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Geðheilbrigði Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Þegar talað er um áhrif frétta er sjaldnast fjallað um tilfinningaleg áhrif á lesendur. Fréttamiðlar eiga að varpa ljósi á raunveruleikann en þeir geta einnig mótað hughrif og upplifun lesandans. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að neikvæður fréttaflutningur getur aukið kvíða, streitu og depurð. Þegar neikvæðar fréttir eru daglegt brauð getur þróast bjöguð útgáfa af veruleikanum sem dregur úr bjartsýni og von ásamt því að leiða til sinnuleysis og vanmáttakenndar. Þessi tegund af fréttamennsku er ekki beint uppbyggileg. Það má velta fyrir sér af hverju fókusinn á fréttamiðlum sé frekar á hið neikvæða en hið jákvæða. Ein af skýringunum má finna í þróunarsálfræðinni, nokkuð sem er kallað neikvæðni skekkja eða negativity bias. Við bregðumst fyrr við því sem er er neikvætt því það gæti mögulega verið ógn og hjá frummanninum gat viðbragðstíminn greint á milli lífs og dauða. Þó það eigi sjaldnast við hjá okkur í nútímanum þá er það enn þannig að við bregðumst fyrr við því sem er neikvætt og því eru þær fréttir líklegri til að fá meiri athygli. En hvað er til ráða? Fjölmargir fræðimenn og fréttamenn eru meðvitaðir um þessa skekkju og hafa leitað leiða til að setja fréttir fram á uppbyggilegri hátt. Uppbyggileg fréttamennska (e. constructive journalism) hefur færst í aukana á alþjóðavettvangi. Frá því að Washington Post tileinkaði sér hana að hluta árið 2014 hafa margir áhrifamiklir miðlar fylgt í kjölfarið og þessi fræðigrein eflst innan nokkurra háskóla. Uppbyggileg fréttamennska byggir á því að birta ekki einungis gagnrýni heldur einnig eflandi leiðir þar sem blaðamennska sameinast jákvæðri sálfræði með markvissum hætti og getur þannig skapað raunverulega breytingu til góðs. Uppbyggileg fréttamennska er leið til að auka gæði og áhrif fréttamiðlunar með því að leggja áherslu á lausnir, seiglu, ábyrgð og jákvæð áhrif á einstaklinga og samfélag. Slík nálgun á alls ekki að vera andstæða gagnrýni eða rannsóknarblaðamennsku, heldur viðbót sem eykur jafnvægi og dýpt í umfjöllun. Kjarnaáherslur uppbyggilegar fréttmennsku eru: Að varpa ljósi á lausnir og árangur Að veita yfirvegaða og nákvæma umfjöllun Að auka von og seiglu í samfélaginu Að styðja við gagnrýna hugsun og valdeflingu almennings Í rannsókn undirritaðrar, Ásu Fríðu, og Reynis Grétarssonar í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði, á tíðni neikvæðra, jákvæðra og hlutlausra frétta hjá þremur stærstu netmiðlum landsins (Visir.is, Mbl.is og Ruv.is) kom í ljós að neikvæðar fréttir eru mun algengari en jákvæðar. Neikvæðar fréttir í rannsókninni voru sérstaklega algengar í umfjöllun um stjórnmál, lögreglumál og öryggismál – efni sem oft fá mikla athygli í fréttaflutningi og geta vakið kvíða, reiði eða vanmátt. Á móti voru jákvæð áhrif helst tengd fréttum af íþróttum, menningu, mat og afrekum einstaklinga sem oft fá minna vægi í fréttaflutningi. Sérstaka athygli vekur að ríkismiðillinn, RÚV, var með hæsta hlutfall neikvæðra frétta í rannsókninni eðaum 46%. Þetta er áhugavert í ljósi þess að hlutverk ríkismiðils er jafnan talið felast í að miðla ábyrgu og uppbyggilegu efni, sem stuðlar að upplýstri og virðingarmikilli samfélagsumræðu. Þetta þarf ekki að vera svona því fréttir geta varpað ljósi á lausnir en ekki aðeins vandamál. Þar sem hefðbundin fréttamennska er gjarnan vandamálamiðuð sækir uppbyggileg fréttamennska í þátttöku, valdeflingu og skilning á samhengi. Fréttaflutningur sem byggir á kjarnaáherslum uppbyggilegrar fréttamennsku skilar ekki aðeins betur upplýstum lesendum heldur getur einnig haft raunveruleg áhrif á andlega líðan. Sýnt hefur verið fram á að lesendur sem ekki þurfa ítrekað að bregðast við áfallamiðuðu efni upplifa minni streitu, meiri virkni og eru ólíklegri til að missa trú á eigin getu til að hafa áhrif á samfélagið sitt. Þessar upplýsingar gefa tilefni til að skoða hvort miðlar geti ekki mótað fréttadagskrá með meira jafnvægi – ekki með því að sleppa gagnrýni heldur með því að leggja áherslu á að fjalla um uppbyggilegar lausnir á vandamálum eða leiðir til að gera betur. Að vekja von og efla fólk til góðra verka en ekki ýta undir vonleysi og ótta. Fjölmiðlar hafa vald til að móta ekki bara sögu heldur líðan. Þeir eru ekki einungis spegill heldur áhrifavaldur og það er mikilvægt að spegillinn sé ekki neikvætt skekktur. Þegar fjölmiðlar beita sér af ábyrgð geta þeir stutt við andlega velsæld þjóðarinnar. Uppbyggileg fréttamennska er ekki tilraun til þess að fegra raunverulegar aðstæður heldur leggur frekar áherslu á raunsæi sem sýnir að þar sem vandinn er geta einnig verið tækifæri til að gera betur. Höfundar eru Ása Fríða Kjartansdóttir, diplóma á meistarastigi í Jákvæðri sálfræði og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, kennslustjóri í diplómanámi í Jákvæðri sálfræði.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar