Anníe Mist kynnir bók sem tók fjögur ár að skrifa: Bæði stressuð og spennt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2025 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir með nýju bókina sína sem verður örugglega vinsæl meðal fólks í CrossFit heiminum enda sannkölluð goðsögn hér á ferðinni. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gerir upp feril sinn í nýrri ævisögu sem kemur út í byrjun næsta árs. Anníe kynnti bókin á samfélagsmiðlum sínum en þar kemur fram að það tók fjögur ár að skrifa hana. Anníe vann að verkefninu með rithöfundinum Christine Bald. Nú er hægt að kaupa bókina í forsölu en hún kemur þó ekki út fyrr en eftir átta mánuði eða 17. febrúar 2026. Anníe sagði aðeins frá bókinni og birti myndir af sér með bókarkápuna. „Hún er tilbúin. Bókin mín: Iceland Annie: The Evolution of a CrossFit Legend,“ skrifaði Anníe en bókin er á ensku. „Ég er ekki að draga úr neinu þegar ég segi að ég sé bæði stressuð og spennt fyrir þessu,“ skrifaði Anníe. „Bókin hefur verið fjögur ár í vinnslu í samstarfi með Christine. Hún skrifar um CrossFit feril minn eins og hann kemur fyrir með öllum sínum mannlegu flækjum,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég byrjaði á þessu verkefni þá vissi ég alltaf að þetta myndi taka tíma. Ég áttaði mig þó ekki á því hversu berskjölduð ég varð við það að opna mig algjörlega og segja allt sem ég þurfti að segja. Ég vil þakka Christine fyrir að gera þessa bók að öllu því sem ég óskaði mér,“ skrifaði Anníe. „Þetta er minningabók um heilsurækt og keppnisferil en þetta er líka saga um trúverðugleika, að þora að gera hlutina og það mikla hugrekki sem þarf til að þora að verða sú sem þér var ætlað að verða. Fyrst og fremst er saga mín þroskasaga og saga um það hvernig við hegðum okkur þegar lífið sendir okkur í erfiðustu prófin,“ skrifaði Anníe. „Þetta er líka bók um völdin sem við vinnum okkur inn með því að takast á við þær áskoranir sem hræða okkur mest. Ég vona að þessi bók tali til ykkar og veiti ykkur innblástur til að trúa á ykkur sjálf. Ef ég get þetta þá getið þið það líka,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Christine Bald (@christinedca) CrossFit Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sjá meira
Anníe kynnti bókin á samfélagsmiðlum sínum en þar kemur fram að það tók fjögur ár að skrifa hana. Anníe vann að verkefninu með rithöfundinum Christine Bald. Nú er hægt að kaupa bókina í forsölu en hún kemur þó ekki út fyrr en eftir átta mánuði eða 17. febrúar 2026. Anníe sagði aðeins frá bókinni og birti myndir af sér með bókarkápuna. „Hún er tilbúin. Bókin mín: Iceland Annie: The Evolution of a CrossFit Legend,“ skrifaði Anníe en bókin er á ensku. „Ég er ekki að draga úr neinu þegar ég segi að ég sé bæði stressuð og spennt fyrir þessu,“ skrifaði Anníe. „Bókin hefur verið fjögur ár í vinnslu í samstarfi með Christine. Hún skrifar um CrossFit feril minn eins og hann kemur fyrir með öllum sínum mannlegu flækjum,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég byrjaði á þessu verkefni þá vissi ég alltaf að þetta myndi taka tíma. Ég áttaði mig þó ekki á því hversu berskjölduð ég varð við það að opna mig algjörlega og segja allt sem ég þurfti að segja. Ég vil þakka Christine fyrir að gera þessa bók að öllu því sem ég óskaði mér,“ skrifaði Anníe. „Þetta er minningabók um heilsurækt og keppnisferil en þetta er líka saga um trúverðugleika, að þora að gera hlutina og það mikla hugrekki sem þarf til að þora að verða sú sem þér var ætlað að verða. Fyrst og fremst er saga mín þroskasaga og saga um það hvernig við hegðum okkur þegar lífið sendir okkur í erfiðustu prófin,“ skrifaði Anníe. „Þetta er líka bók um völdin sem við vinnum okkur inn með því að takast á við þær áskoranir sem hræða okkur mest. Ég vona að þessi bók tali til ykkar og veiti ykkur innblástur til að trúa á ykkur sjálf. Ef ég get þetta þá getið þið það líka,“ skrifaði Anníe. View this post on Instagram A post shared by Christine Bald (@christinedca)
CrossFit Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Sjá meira