Þeir vökulu og tungumálið sem stjórntæki Jóhanna Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2025 06:02 Nú hafa margir keppst við að klambra saman skilgreiningu á „woke“ og úr hefur orðið mikill hrærigrautur, útúrsnúningar, eftiráskýringar og bla-dí-bla með örfáum mætum undantekningum. Það kemur ekki á óvart þegar betur er að gáð. „Woke“ eins og um það er talað víðast hvar annars staðar en á Íslandi árið 2025, á rætur sínar að rekja til u.þ.b. 50-60 ára gamalla póstmódernískra jaðarkenninga (yfirheiti e. Critical Social Justice) sem enginn átti á sínum tíma von á að slyppu út úr bakherbergjum í félagsfræðideildum bandarískrar akademíu. Þær náðu fótfestu með undraverðum hætti, flæddu yfir heimsbyggðina og hafa síðan stökkbreyst hratt, sér í lagi síðustu 10–15 ár með dyggum stuðningi samfélagsmiðla, yfir í marghöfða forynju sem sveipar útvalda dýrðarljóma en skilur víða eftir sig sviðna jörð. Það er bjartsýni að halda að þessi hugmyndafræði sé í andarslitrunum, einmitt vegna hæfni hennar til að aðlagast með ringulreið og orðhengilshætti. Þeir sem enn ríghalda í eldgömlu skilgreininguna á „woke“ og segjast vera vakandi fyrir félagslegu óréttlæti túlka gjarnan alla mótstöðu við hugmyndunum sem beina árás á kynjafræðilega hluta fræðanna, þar helst Hinsegin-fræði (e. Queer Theory) og ákveðna tegund femínisma (e. Intersectional feminism) en hugmyndafræðin inniheldur margar kenningar sem eiga það sameiginlegt að afstæðishyggja (e. relativism) og afbygging (e. deconstruction) mynda leiðarstefið. Eitt afsprengi hugmyndafræðinnar er DEI (e. Diversity, Equity, Inclusion) eða fjölbreytileiki, jöfnuður og inngilding sem líkt og önnur er viðsjárverðari á borði en í orði. Það geta allir sem vilja fundið mýmörg dæmi um skelfilega óreiðu og varhugaverðar afleiðingar þegar þessi hugmyndir fara að stýra samfélaginu. Má þar t.d. nefna nýlegt dæmi sem New York Post fjallaði um en þar átti sér stað alvarleg vanræksla ungra barna þar sem sjúklegt umburðarlyndi og hræðsla við að vera sökuð um rasisma komu í veg fyrir að barnaverndaryfirvöld ynnu vinnuna sína. Og þá komum við að tungumálinu. Afbygging tungumáls og ný hugtök Afbygging á uppruna sinn í bókmenntafræði þar sem hún er notuð til þess að túlka texta óheft; tæta allt sundur og byggja upp aftur, ef vill. Þetta er skemmtileg nálgun og skapandi því hún gefur frelsi til að láta ímyndunaraflið leika lausum hala og ekkert er eins og það er, ef viljinn er fyrir hendi. „Öllu er á rönguna snúið, öllu virðist vera á botninn hvolft“ eins og segir í dægurlagatextanum. En við búum ekki í skáldskap eða ljóðum. Þessi afbygging tungumálsins er notuð í dag (meðvitað af sumum en ómeðvitað af mörgu ágætu og velmeinandi fólki) til þess að endurskilgreina, afvegaleiða og á einhvern hátt stýra umræðunni og þar með umhverfinu. Það er gert í nafni góðmennsku, réttlætis og umburðarlyndis í átt að útópískri næsheita-paradís þar sem staðreyndir, mannlegt eðli, vísindi og blákaldur veruleikinn mega helst ekki þvælast fyrir. Þessari afbyggingu á tungumálinu fylgja ný hugtök, oft illskiljanleg eða ógagnsæ, sem breytast stöðugt eftir því hvernig vindar blása og ekki fyrir Jón og Gunnu að halda réttum dampi í samfélagslegri umræðu. Þannig fara ákveðin orð á bannlista, verða óæskileg og önnur koma í staðinn um leið og þau nýjustu fá á sig eitthvað (og það gera þau alltaf) sem hinir vökulu telja að beri keim af einhverju sem gæti talist móðgandi fyrir einhvern sem þeir telja of minni máttar til geta sjálfur björg sér veitt. Látum liggja á milli hluta hversu niðrandi það kann að vera í einhverjum tilfellum. Öll þessi orða- og skilgreiningarsúpa hefur jafnframt deyfandi áhrif á almenning og hamlar skýrri og gagnrýnni hugsun. Stjórnlyndisleg valdboðun Af því að meginþorri fólks vill vera vinsamlegt og ekki troða neinum um tær taka flestir ágætlega í allar þessar hugmyndir, í það minnsta til að byrja með. Flest fólk er aukinheldur verulega upptekið í daglegu lífi og brauðstriti og fæstir hafa tíma til að leggjast yfir þróun samfélagsmála, hvað þá skoða erlenda strauma og hvað kann að leynast í farvatninu. Það er ekki því fyrr en suðan er komin upp í pottinum sem margir froskar vakna upp við vondan draum. (Vísa ég hér í froskinn í pottinum og er myndlíkingin ekki ætluð neinum til minnkunar.) Afleiðingarnar eru þögul en alltumlykjandi stjórnlyndisleg valdboðun sem teygir anga sína um allt samfélagið, inn í stofnanir og fjölmiðla sem hefur áhrif á hvernig fólk talar og tjáir sig um raunveruleikann og tilfinningin er sú að einungis forskrifaðar skoðanir séu leyfðar. Þetta gerist ekki með grasrót eins og einhverjir vilja halda fram, heldur ofan frá fyrir tilstilli háværs minnihluta og það gjarnan með miklu offorsi. Á tímabili var það svo að ef þú marseraðir ekki alveg í takt, máttirðu í besta falli eiga yfir höfði þér að vera álitinn forpokaður, jafnvel fáfróður afturhaldsseggur en þegar verst lét lá ógnin af félagslegri bannfæringu í loftinu. Við sjáum núna kröftugt andsvar úti í heimi við hugmyndafræðinni og ekki er gott að segja hversu illa það kann að fara en það er vissara að spenna beltin. Víst má telja að það sé eins þar og annars staðar; ásetningur ekki alltaf til fyrirmyndar og allar líkur á að einhverjir gangi of langt. Frelsi til að tjá óvinsælar skoðanir Hófstilltari meirihlutinn er enn þögull og hættir sér ekki út á svellið. Hann er með varann á sér einkum og sér í lagi vegna þess að hliðverðir góðmennskunnar eru oft sprenglærðir, verulega mælskir, með afbrigðum ritfærir og með svarta beltið í klækjabrögðum tungumálsins. Þegar allt er orðið gildishlaðið, óhlutbundið tilfinningatal þar sem hægt er að stilla öllu upp hingað og þangað án nokkurra raka, staðreynda eða innihalds og allir orðnir kolruglaðir í því hvað sé rétt og hvað sé rangt – er hægt að sannfæra fólk um hvað sem er, jafnvel að trúa ekki eigin augum eða fyrri sannfæringu. Auðveldast er að spila inn á góðmennsku, ótta eða skömm sem flest okkar bera í einhverju magni. Nái fólk sem er áberandi í samfélagsumræðu, fjölmiðlar eða stjórnvöld valdi á þessu og því hvað má og má ekki segja eru þeim flestir vegir færir í að þagga niður öll andmæli eða „jarm“ í fólki með málflutning sem ekki er þóknanlegur. Þegar almenningi, í leik og starfi, finnst hann ekki lengur frjáls til að tjá „óvinsælar“ skoðanir, getur ekki talað skýrt eða lýst raunveruleikanum eins og hann er vegna réttmætrar hræðslu við að vera kallaður öllum illum nöfnum eða spyrt við einstaklinga sem í samfélagsumræðu teljast fyrirlitlegir hverju sinni, erum við komin á hálan ís. Ekki bætir heldur úr skák að það er eins með óþokkana og nýju orðin. Um leið og einn ljótu-karla-stimpill er orðinn bitlaus, er rykið dustað af næsta „ómenni“. Enn varhugaverðara er andrúmsloftið þegar við er að eiga uppsafnaða gremju til margra ára og fólki er með fyrirlitningu skipað í hóp með einstaklingum sem því kannski finnst bara hafa ýmislegt til síns máls, a.m.k í einhverjum málum. Með þessari þöggun á allri umræðu og eðlilegum skoðanaskiptum er hætta á að allt sjóði yfir með vaxandi bókstafshyggju og rétttrúnaði á hinn veginn og slíkt ástand geta valdaöfl víða um heim nýtt sér til eigin ábata þar sem nærtækasta birtingarmyndin verður spáný öfgahyggja. Hugmyndafræði sem átti að vera akademísk æfing í því að endurhugsa kerfi, lyfta ákveðnum hópum og lofta um gömul valdamynstur er orðin verðlaunauppskrift að grafalvarlegri heftingu tjáningarfrelsis, vafasamri löggjöf hér og þar, sundrungu, óvild, heift, dálkadrætti, nýjum átakalínum og keppni í lækum og hjörtum í netheimum. Það sem helst situr eftir þegar orðagjálfrið er flysjað utan af hugmyndafræðinni er prinsippleysi, óteljandi þversagnir, hræsni, yfirborðsmennska, verkstol, raunveruleikafirring, barnaskapur og þegar verst lætur; mannfyrirlitning og siðleysi. Allra grátlegast er að þegar hugmyndafræðin hefur spilað sig út að fullu í raunheimum verða fórnarlömbin sem verst verða úti þau sem minnst mega sín í samfélaginu. Þar með er óskapnaðurinn fullkaraður með stærstu þversögninni af þeim öllum. Höfundur er MPM í verkefnastjórn, skjalaþýðandi og grúskari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Nú hafa margir keppst við að klambra saman skilgreiningu á „woke“ og úr hefur orðið mikill hrærigrautur, útúrsnúningar, eftiráskýringar og bla-dí-bla með örfáum mætum undantekningum. Það kemur ekki á óvart þegar betur er að gáð. „Woke“ eins og um það er talað víðast hvar annars staðar en á Íslandi árið 2025, á rætur sínar að rekja til u.þ.b. 50-60 ára gamalla póstmódernískra jaðarkenninga (yfirheiti e. Critical Social Justice) sem enginn átti á sínum tíma von á að slyppu út úr bakherbergjum í félagsfræðideildum bandarískrar akademíu. Þær náðu fótfestu með undraverðum hætti, flæddu yfir heimsbyggðina og hafa síðan stökkbreyst hratt, sér í lagi síðustu 10–15 ár með dyggum stuðningi samfélagsmiðla, yfir í marghöfða forynju sem sveipar útvalda dýrðarljóma en skilur víða eftir sig sviðna jörð. Það er bjartsýni að halda að þessi hugmyndafræði sé í andarslitrunum, einmitt vegna hæfni hennar til að aðlagast með ringulreið og orðhengilshætti. Þeir sem enn ríghalda í eldgömlu skilgreininguna á „woke“ og segjast vera vakandi fyrir félagslegu óréttlæti túlka gjarnan alla mótstöðu við hugmyndunum sem beina árás á kynjafræðilega hluta fræðanna, þar helst Hinsegin-fræði (e. Queer Theory) og ákveðna tegund femínisma (e. Intersectional feminism) en hugmyndafræðin inniheldur margar kenningar sem eiga það sameiginlegt að afstæðishyggja (e. relativism) og afbygging (e. deconstruction) mynda leiðarstefið. Eitt afsprengi hugmyndafræðinnar er DEI (e. Diversity, Equity, Inclusion) eða fjölbreytileiki, jöfnuður og inngilding sem líkt og önnur er viðsjárverðari á borði en í orði. Það geta allir sem vilja fundið mýmörg dæmi um skelfilega óreiðu og varhugaverðar afleiðingar þegar þessi hugmyndir fara að stýra samfélaginu. Má þar t.d. nefna nýlegt dæmi sem New York Post fjallaði um en þar átti sér stað alvarleg vanræksla ungra barna þar sem sjúklegt umburðarlyndi og hræðsla við að vera sökuð um rasisma komu í veg fyrir að barnaverndaryfirvöld ynnu vinnuna sína. Og þá komum við að tungumálinu. Afbygging tungumáls og ný hugtök Afbygging á uppruna sinn í bókmenntafræði þar sem hún er notuð til þess að túlka texta óheft; tæta allt sundur og byggja upp aftur, ef vill. Þetta er skemmtileg nálgun og skapandi því hún gefur frelsi til að láta ímyndunaraflið leika lausum hala og ekkert er eins og það er, ef viljinn er fyrir hendi. „Öllu er á rönguna snúið, öllu virðist vera á botninn hvolft“ eins og segir í dægurlagatextanum. En við búum ekki í skáldskap eða ljóðum. Þessi afbygging tungumálsins er notuð í dag (meðvitað af sumum en ómeðvitað af mörgu ágætu og velmeinandi fólki) til þess að endurskilgreina, afvegaleiða og á einhvern hátt stýra umræðunni og þar með umhverfinu. Það er gert í nafni góðmennsku, réttlætis og umburðarlyndis í átt að útópískri næsheita-paradís þar sem staðreyndir, mannlegt eðli, vísindi og blákaldur veruleikinn mega helst ekki þvælast fyrir. Þessari afbyggingu á tungumálinu fylgja ný hugtök, oft illskiljanleg eða ógagnsæ, sem breytast stöðugt eftir því hvernig vindar blása og ekki fyrir Jón og Gunnu að halda réttum dampi í samfélagslegri umræðu. Þannig fara ákveðin orð á bannlista, verða óæskileg og önnur koma í staðinn um leið og þau nýjustu fá á sig eitthvað (og það gera þau alltaf) sem hinir vökulu telja að beri keim af einhverju sem gæti talist móðgandi fyrir einhvern sem þeir telja of minni máttar til geta sjálfur björg sér veitt. Látum liggja á milli hluta hversu niðrandi það kann að vera í einhverjum tilfellum. Öll þessi orða- og skilgreiningarsúpa hefur jafnframt deyfandi áhrif á almenning og hamlar skýrri og gagnrýnni hugsun. Stjórnlyndisleg valdboðun Af því að meginþorri fólks vill vera vinsamlegt og ekki troða neinum um tær taka flestir ágætlega í allar þessar hugmyndir, í það minnsta til að byrja með. Flest fólk er aukinheldur verulega upptekið í daglegu lífi og brauðstriti og fæstir hafa tíma til að leggjast yfir þróun samfélagsmála, hvað þá skoða erlenda strauma og hvað kann að leynast í farvatninu. Það er ekki því fyrr en suðan er komin upp í pottinum sem margir froskar vakna upp við vondan draum. (Vísa ég hér í froskinn í pottinum og er myndlíkingin ekki ætluð neinum til minnkunar.) Afleiðingarnar eru þögul en alltumlykjandi stjórnlyndisleg valdboðun sem teygir anga sína um allt samfélagið, inn í stofnanir og fjölmiðla sem hefur áhrif á hvernig fólk talar og tjáir sig um raunveruleikann og tilfinningin er sú að einungis forskrifaðar skoðanir séu leyfðar. Þetta gerist ekki með grasrót eins og einhverjir vilja halda fram, heldur ofan frá fyrir tilstilli háværs minnihluta og það gjarnan með miklu offorsi. Á tímabili var það svo að ef þú marseraðir ekki alveg í takt, máttirðu í besta falli eiga yfir höfði þér að vera álitinn forpokaður, jafnvel fáfróður afturhaldsseggur en þegar verst lét lá ógnin af félagslegri bannfæringu í loftinu. Við sjáum núna kröftugt andsvar úti í heimi við hugmyndafræðinni og ekki er gott að segja hversu illa það kann að fara en það er vissara að spenna beltin. Víst má telja að það sé eins þar og annars staðar; ásetningur ekki alltaf til fyrirmyndar og allar líkur á að einhverjir gangi of langt. Frelsi til að tjá óvinsælar skoðanir Hófstilltari meirihlutinn er enn þögull og hættir sér ekki út á svellið. Hann er með varann á sér einkum og sér í lagi vegna þess að hliðverðir góðmennskunnar eru oft sprenglærðir, verulega mælskir, með afbrigðum ritfærir og með svarta beltið í klækjabrögðum tungumálsins. Þegar allt er orðið gildishlaðið, óhlutbundið tilfinningatal þar sem hægt er að stilla öllu upp hingað og þangað án nokkurra raka, staðreynda eða innihalds og allir orðnir kolruglaðir í því hvað sé rétt og hvað sé rangt – er hægt að sannfæra fólk um hvað sem er, jafnvel að trúa ekki eigin augum eða fyrri sannfæringu. Auðveldast er að spila inn á góðmennsku, ótta eða skömm sem flest okkar bera í einhverju magni. Nái fólk sem er áberandi í samfélagsumræðu, fjölmiðlar eða stjórnvöld valdi á þessu og því hvað má og má ekki segja eru þeim flestir vegir færir í að þagga niður öll andmæli eða „jarm“ í fólki með málflutning sem ekki er þóknanlegur. Þegar almenningi, í leik og starfi, finnst hann ekki lengur frjáls til að tjá „óvinsælar“ skoðanir, getur ekki talað skýrt eða lýst raunveruleikanum eins og hann er vegna réttmætrar hræðslu við að vera kallaður öllum illum nöfnum eða spyrt við einstaklinga sem í samfélagsumræðu teljast fyrirlitlegir hverju sinni, erum við komin á hálan ís. Ekki bætir heldur úr skák að það er eins með óþokkana og nýju orðin. Um leið og einn ljótu-karla-stimpill er orðinn bitlaus, er rykið dustað af næsta „ómenni“. Enn varhugaverðara er andrúmsloftið þegar við er að eiga uppsafnaða gremju til margra ára og fólki er með fyrirlitningu skipað í hóp með einstaklingum sem því kannski finnst bara hafa ýmislegt til síns máls, a.m.k í einhverjum málum. Með þessari þöggun á allri umræðu og eðlilegum skoðanaskiptum er hætta á að allt sjóði yfir með vaxandi bókstafshyggju og rétttrúnaði á hinn veginn og slíkt ástand geta valdaöfl víða um heim nýtt sér til eigin ábata þar sem nærtækasta birtingarmyndin verður spáný öfgahyggja. Hugmyndafræði sem átti að vera akademísk æfing í því að endurhugsa kerfi, lyfta ákveðnum hópum og lofta um gömul valdamynstur er orðin verðlaunauppskrift að grafalvarlegri heftingu tjáningarfrelsis, vafasamri löggjöf hér og þar, sundrungu, óvild, heift, dálkadrætti, nýjum átakalínum og keppni í lækum og hjörtum í netheimum. Það sem helst situr eftir þegar orðagjálfrið er flysjað utan af hugmyndafræðinni er prinsippleysi, óteljandi þversagnir, hræsni, yfirborðsmennska, verkstol, raunveruleikafirring, barnaskapur og þegar verst lætur; mannfyrirlitning og siðleysi. Allra grátlegast er að þegar hugmyndafræðin hefur spilað sig út að fullu í raunheimum verða fórnarlömbin sem verst verða úti þau sem minnst mega sín í samfélaginu. Þar með er óskapnaðurinn fullkaraður með stærstu þversögninni af þeim öllum. Höfundur er MPM í verkefnastjórn, skjalaþýðandi og grúskari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun