„Ertu kannski Íslendingur?“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. júní 2025 10:55 Systurmálin danska og íslenska eru jú ekki harla ólík og leggi Danir það á sig geta þeir alveg skilið hið ástkæra, ylhýra. Skjáskot Keppandi í danska skemmtiþættinum Stormester fékk það verkefni að skilja íslensku. Bundið er fyrir augun á honum og honum gert að hlýða fyrirmælum íslensks stráks að nafni Óskars og það er túlkunaratriði hversu vel honum gengur við að skilja málið ylhýra. Um er að ræða misheppinn keppanda í skemmtiþættinum Stormester á TV2. Þátturinn er dönsk stæling á breska skemmtiþættinum sívinsæla Taskmaster þar sem keppendur eru látnir leysa fáránlegar og skemmtilegar þrautir fyrir stig og til að skemmta áhorfendum. „En aflagt økse?“ Meðal þess sem keppandinn er látinn gera er að henda öðrum af skónum sínum upp á þak á gömlu húsi í dönskum sveitarstíl. Það vefst hins vegar fyrir honum hvað íslenska orðið henda er líkt danska orðinu hente sem þýðir að sækja og er komið af orðinu að heimta í því fornmáli sem Íslendingar og Danir eiga sameiginlegt. „Ég á að sækja skó?“ spyr hann og hinn íslenski Óskar bregst við með hikhljóðum eins og til að gefa til kynna að hann sé ekki alveg á réttri slóð. @tv2playdk "Jeg troede, da jeg bad om en islænding, at det ville være en hest" 🐴🤷🏻 #Stormester ♬ original sound - TV 2 Play Loks áttar keppandinn sig á því að hann eigi ekki að sækja eitt né neitt heldur henda því og fleygir skó sínum upp á þakið, eða næstum því. Hann drífur nefnilega ekki alveg. Því næst biður Óskar hann um að leggja höfuðið í bleyti eða hugsa. Þetta nær Daninn ekki alveg vegna þess að hugsa svarar jú til hins danska at huske sem þýðir að muna. Daninn heyrir hins vegar ekkert annað en økse, öxi og spyr Óskar hvort hann sé beðinn um að gera eitthvað við notaða öxi. Laumu-Íslendingur Þegar hingað er komið er Daninn kominn á lagið og er farinn að skilja íslensku ágætlega, enda eru þessi systurmál ekki svo ólík hvort öðru. Þetta fer heldur ekki fram hjá Óskari sem spyr Danann hvort hann sé kannski Íslendingur í laumi. Næsta þraut felur í sér að draga ruslatunnu út á stétt og árangurinn í öríslenskukennslunni sést grannt í myndbandinu. Bíó og sjónvarp Danmörk Íslensk tunga Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Um er að ræða misheppinn keppanda í skemmtiþættinum Stormester á TV2. Þátturinn er dönsk stæling á breska skemmtiþættinum sívinsæla Taskmaster þar sem keppendur eru látnir leysa fáránlegar og skemmtilegar þrautir fyrir stig og til að skemmta áhorfendum. „En aflagt økse?“ Meðal þess sem keppandinn er látinn gera er að henda öðrum af skónum sínum upp á þak á gömlu húsi í dönskum sveitarstíl. Það vefst hins vegar fyrir honum hvað íslenska orðið henda er líkt danska orðinu hente sem þýðir að sækja og er komið af orðinu að heimta í því fornmáli sem Íslendingar og Danir eiga sameiginlegt. „Ég á að sækja skó?“ spyr hann og hinn íslenski Óskar bregst við með hikhljóðum eins og til að gefa til kynna að hann sé ekki alveg á réttri slóð. @tv2playdk "Jeg troede, da jeg bad om en islænding, at det ville være en hest" 🐴🤷🏻 #Stormester ♬ original sound - TV 2 Play Loks áttar keppandinn sig á því að hann eigi ekki að sækja eitt né neitt heldur henda því og fleygir skó sínum upp á þakið, eða næstum því. Hann drífur nefnilega ekki alveg. Því næst biður Óskar hann um að leggja höfuðið í bleyti eða hugsa. Þetta nær Daninn ekki alveg vegna þess að hugsa svarar jú til hins danska at huske sem þýðir að muna. Daninn heyrir hins vegar ekkert annað en økse, öxi og spyr Óskar hvort hann sé beðinn um að gera eitthvað við notaða öxi. Laumu-Íslendingur Þegar hingað er komið er Daninn kominn á lagið og er farinn að skilja íslensku ágætlega, enda eru þessi systurmál ekki svo ólík hvort öðru. Þetta fer heldur ekki fram hjá Óskari sem spyr Danann hvort hann sé kannski Íslendingur í laumi. Næsta þraut felur í sér að draga ruslatunnu út á stétt og árangurinn í öríslenskukennslunni sést grannt í myndbandinu.
Bíó og sjónvarp Danmörk Íslensk tunga Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira