Segir óraunhæft að hann snúi aftur til Spurs í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2025 23:17 Mauricio Pochettino er þjálfari bandaríska landsliðsins í dag. John Dorton/ISI Photos/USSF/Getty Images Mauricio Pochettino, þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir það vera óraunhæft að hann snúi aftur til Tottenham Hotspur í sumar. Forráðamenn Tottenham Hotspur létu ástralska þjálfarann Ange Postecoglou fara frá liðinu á dögunum og félagið er því í þjálfaraleit. Pochettino stýrði Spurs á árunum 2014-2019 með góðum árangri og kom liðinu meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019. Eftir að Pochettino var látinn fara frá Spurs hefur félagið haft sex mismunandi stjóra, ef með eru taldi bráðabirgðastjórar. Í hvert skipti sem liðið skiptir um stjóra eftir brotthvarf Pochettino er Argentínumaðurinn, sem sjálfur hefur sagst vilja snúa aftur til félagsins, verið orðaður við starfið. Nú þegar Tottenham er enn eina ferðina í stjóraleit er Pochettino, eins og svo oft áður, orðaður við starfið. Argentínumaðurinn er hins vegar þjálfari bandaríska landsliðsins og segir óraunhæft að hann taki við sínu fyrrum félagi á þessari stundu. „Eins og staðan er núna er það ekki raunhæft,“ sagði hinn 53 ára gamli Pochettino á blaðamannafundi. „Sjáið hvar ég er. Sjáið hvar við erum núna. Svarið er augljóst.“ „Ég held að síðan ég yfirgaf félagið árið 2019 hafi nafnið mitt alltaf komið upp þegar þeir leita að nýjum stjóra. Ég hef lesið þessa orðróma. En það eru hundrað þjálfarar á lista, hafið ekki áhyggjur af því.“ „Ef eitthvað kemur upp í framtíðinni þá skulum við sjá til. En eins og staðan er núna er ég ótrúlega ánægður og við getum ekki verið að tala um þessa hluti.“ Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Forráðamenn Tottenham Hotspur létu ástralska þjálfarann Ange Postecoglou fara frá liðinu á dögunum og félagið er því í þjálfaraleit. Pochettino stýrði Spurs á árunum 2014-2019 með góðum árangri og kom liðinu meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019. Eftir að Pochettino var látinn fara frá Spurs hefur félagið haft sex mismunandi stjóra, ef með eru taldi bráðabirgðastjórar. Í hvert skipti sem liðið skiptir um stjóra eftir brotthvarf Pochettino er Argentínumaðurinn, sem sjálfur hefur sagst vilja snúa aftur til félagsins, verið orðaður við starfið. Nú þegar Tottenham er enn eina ferðina í stjóraleit er Pochettino, eins og svo oft áður, orðaður við starfið. Argentínumaðurinn er hins vegar þjálfari bandaríska landsliðsins og segir óraunhæft að hann taki við sínu fyrrum félagi á þessari stundu. „Eins og staðan er núna er það ekki raunhæft,“ sagði hinn 53 ára gamli Pochettino á blaðamannafundi. „Sjáið hvar ég er. Sjáið hvar við erum núna. Svarið er augljóst.“ „Ég held að síðan ég yfirgaf félagið árið 2019 hafi nafnið mitt alltaf komið upp þegar þeir leita að nýjum stjóra. Ég hef lesið þessa orðróma. En það eru hundrað þjálfarar á lista, hafið ekki áhyggjur af því.“ „Ef eitthvað kemur upp í framtíðinni þá skulum við sjá til. En eins og staðan er núna er ég ótrúlega ánægður og við getum ekki verið að tala um þessa hluti.“
Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Dagskráin í dag: Rúgbí og hafnabolti „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira