Gerðu vúdúdúkku vegna reiði í garð Ísaks Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 09:32 Ísak Bergmann Jóhannesson tók stóra og umdeilda ákvörðun þegar hann ákvað að fara til Kölnar frá Fortuna Düsseldorf. Reiðir stuðningsmenn Fortuna hafa meðal annars gert vúdúbrúðu af Skagamanninum. Samsett/Getty/Twitter Ísak Bergmann Jóhannesson vissi að margir stuðningsmanna Fortuna Düsseldorf yrðu reiðir þegar hann samþykkti að fara til erkifjendanna í FC Köln. Reiðin er hins vegar það mikil hjá sumum að útbúin hefur verið vúdúdúkka í tilraun til að hrekkja Skagamanninn. Þýski miðillinn Express segir frá þessu og að ljóst sé að stuðningsmenn Fortuna eigi sumir afar erfitt með að jafna sig á því að einn hæfileikaríkasti maður liðsins sé farinn til aðalóvinarins. Klásúla var í samningi Ísaks við Fortuna sem gerði hann falan fyrir um 5,5 milljónir evra og þetta nýttu forráðamenn Kölnar sér. Ísak var sjálfur að sjálfsögðu spenntur fyrir möguleikanum á að spila í fyrsta sinn í efstu deild Þýskalands, einni bestu landsdeild heims, og skrifaði undir samning við Köln sem gildir til ársins 2030. Hann var undir það búinn að þessi ákvörðun myndi kalla á sterk viðbrögð en þau hafa þó verið svo mikil og ósmekkleg að Ísak slökkti á athugasemdum á Instagram. „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi í síðustu viku. Express segir að fyrrverandi stuðningsmenn Ísaks saki hann margir um mikil svik og kalli ákvörðun hans „viðbjóðslega“. „Allt sem þú sagðir við okkur var algjörlega marklaust. Enginn stuðningsmaður mun nokkurn tímann geta fyrirgefið þér,“ mun einn hafa skrifað auk þess sem fyrrnefnd vúdúdúkka var birt sem búið var að stinga nálum í, sem samkvæmt vúdútrú mun vera gert til að valda bölvun. Taka til varna fyrir Ísak Fjöldi stuðningsmanna mun þó einnig hafa komið Ísaki til varnar, samkvæmt Express, og bent á að með því að spúa út hatri á netinu sé verið að leggja þungar byrðar á 22 ára leikmann. Þá nefnir einn stuðningsmaður að Klaus Allofs hafi nú tekist að verða goðsögn hjá bæði Fortuna og Köln á sínum tíma, eftir að hafa farið til Kölnar árið 1981. Ísak er hins vegar með hugann við annað núna því hann er upptekinn í landsliðsferð og á fyrir höndum leik við Norður-Írland í Belfast í kvöld, klukkan 18:45. Hann var í byrjunarliði Íslands í 3-1 sigrinum gegn Skotum á föstudaginn og hefur byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar hingað til. Þýski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Þýski miðillinn Express segir frá þessu og að ljóst sé að stuðningsmenn Fortuna eigi sumir afar erfitt með að jafna sig á því að einn hæfileikaríkasti maður liðsins sé farinn til aðalóvinarins. Klásúla var í samningi Ísaks við Fortuna sem gerði hann falan fyrir um 5,5 milljónir evra og þetta nýttu forráðamenn Kölnar sér. Ísak var sjálfur að sjálfsögðu spenntur fyrir möguleikanum á að spila í fyrsta sinn í efstu deild Þýskalands, einni bestu landsdeild heims, og skrifaði undir samning við Köln sem gildir til ársins 2030. Hann var undir það búinn að þessi ákvörðun myndi kalla á sterk viðbrögð en þau hafa þó verið svo mikil og ósmekkleg að Ísak slökkti á athugasemdum á Instagram. „Ég hef aldrei séð svona áður og þetta var mjög brútal. Sérstaklega þegar það er verið að senda á kærustuna mína, það var ekki gaman að sjá það. Þetta var rosalegt. Ég vissi að þetta yrði partur af þessu og ég þarf bara að vera sterkur í hausnum að fylgja því sem ég held að sé rétt fyrir minn fótaboltaferil. Ég tók ákvörðun með mínu baklandi að þetta væri rétt fótboltaákvörðun,“ sagði Ísak í viðtali við Vísi í síðustu viku. Express segir að fyrrverandi stuðningsmenn Ísaks saki hann margir um mikil svik og kalli ákvörðun hans „viðbjóðslega“. „Allt sem þú sagðir við okkur var algjörlega marklaust. Enginn stuðningsmaður mun nokkurn tímann geta fyrirgefið þér,“ mun einn hafa skrifað auk þess sem fyrrnefnd vúdúdúkka var birt sem búið var að stinga nálum í, sem samkvæmt vúdútrú mun vera gert til að valda bölvun. Taka til varna fyrir Ísak Fjöldi stuðningsmanna mun þó einnig hafa komið Ísaki til varnar, samkvæmt Express, og bent á að með því að spúa út hatri á netinu sé verið að leggja þungar byrðar á 22 ára leikmann. Þá nefnir einn stuðningsmaður að Klaus Allofs hafi nú tekist að verða goðsögn hjá bæði Fortuna og Köln á sínum tíma, eftir að hafa farið til Kölnar árið 1981. Ísak er hins vegar með hugann við annað núna því hann er upptekinn í landsliðsferð og á fyrir höndum leik við Norður-Írland í Belfast í kvöld, klukkan 18:45. Hann var í byrjunarliði Íslands í 3-1 sigrinum gegn Skotum á föstudaginn og hefur byrjað alla þrjá leikina undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar hingað til.
Þýski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Sport Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira