Héldu fjörugt mót í Vík til styrktar ekkju Pálma Sindri Sverrisson skrifar 10. júní 2025 15:17 Vinir og félagar Pálma Kristjánssonar minntust hans á vellinum og við leiði hans í Mýrdalnum um helgina. Mynd/Sævar Jónasson Það var mikið fjör í Vík í Mýrdal um Hvítasunnuhelgina þar sem fjöldi manns kom saman og keppti í fjórum íþróttagreinum, á sérstakri íþróttahátíð til minningar um Pálma Kristjánsson. Pálmi lést í vinnuslysi þann 28. febrúar síðastliðinn og lét eftir sig sambýliskonu og tvö börn. Allur ágóði skráningargjalda af hátíðinni um helgina rann óskiptur til þeirra. Á hátíðinni, sem kallast Pálminn, var keppt í badminton, fótbolta, körfubolta og golfi auk þess sem að samkvæmt dagskrárlýsingu var boðið upp á spilakvöld, rafhjólatúr, varðeld og 60 metra nektarsprett, og ljóst að Pálma hefur verið minnst með gleðilegum hætti. Mótsgestir kepptu til að mynda í golfi í fallega umhverfinu í Vík.Mynd/Sævar Jónasson Einn af þeim sem nutu þess að koma saman í Vík um helgina var körfuboltamaðurinn Justin Shouse sem einmitt hóf sinn magnaða feril hér á landi með liði Drangs í Mýrdalnum. Þar léku þeir Pálmi saman eins og Shouse rifjar upp í færslu á Facebook. „Þetta var ótrúlegur viðburður, íþróttahátíð til að fagna lífi og keppnisanda Pálma Kristjánssonar, fyrrverandi liðsfélaga og frábærrar manneskju sem lést í hörmulegu slysi 41 árs að aldri fyrr á þessu ári,“ skrifar Shouse. „Við spiluðum saman fyrir Drang í Vík í Mýrdal tímabilið 2005/06. Það eru liðin 20 ár síðan þá, ótrúlegt hvað tíminn líður og ótrúlegt að sjá þetta samfélag koma saman til að minnast Pálma og stunda uppáhaldsíþróttir hans. Pálmi ólst upp í Vík og hélt áfram að vera óaðskiljanlegur hluti af bænum öll þessi ár. Þegar ég hitti hann var hann 21 árs og hafði nýlega stofnað fótboltalið fyrir sig og vini sína í bænum. G & T var lið sem byggðist á vináttu, keppni, liðsanda og auðvitað kannski gin og tónik eftir leik,“ skrifar Shouse og heldur áfram. Justin Shouse rifjaði upp gamla takta í Vík en sagðist alveg finna fyrir afleiðingunum af því að hafa ekki spilað körfubolta í sex ár.mynd/Sævar Jónasson „Pálmi var meira leikmaður en körfuboltamaður hvað varðar færni en hann spilaði með keppnisanda sem bætti upp fyrir það. Hann var byrjunarmaður sem skotbakvörður okkar í liðinu, varnarhæfileikar hans, liðsandinn og vilji til að vinna héldu okkur í úrslitakeppnissæti í 1. deildinni langt fram á tímabilið. Við völdum að spila Pálma meira og losa okkur við einn af atvinnumönnum okkar vegna þess að vilji Pálma til að vinna fyrir samfélagið og jákvæðni hans var óumdeilanleg... Við elskuðum að keppa fyrir þetta litla samfélag þar sem menn fylltu íþróttahúsið og börðu á veggina á meðan gestaliðið skaut vítaskot. Pálminn er hátíð íþrótta og gleði til minningar um Pálma,“ skrifar Shouse, greinilega annt um að hafa getað minnst Pálma með þessum hætti þó að hann gangi núna um „eins og Frankenstein“ eftir sinn fyrsta körfuboltaleik í næstum sex ár. Andlát Fótbolti Körfubolti Golf Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sjá meira
Pálmi lést í vinnuslysi þann 28. febrúar síðastliðinn og lét eftir sig sambýliskonu og tvö börn. Allur ágóði skráningargjalda af hátíðinni um helgina rann óskiptur til þeirra. Á hátíðinni, sem kallast Pálminn, var keppt í badminton, fótbolta, körfubolta og golfi auk þess sem að samkvæmt dagskrárlýsingu var boðið upp á spilakvöld, rafhjólatúr, varðeld og 60 metra nektarsprett, og ljóst að Pálma hefur verið minnst með gleðilegum hætti. Mótsgestir kepptu til að mynda í golfi í fallega umhverfinu í Vík.Mynd/Sævar Jónasson Einn af þeim sem nutu þess að koma saman í Vík um helgina var körfuboltamaðurinn Justin Shouse sem einmitt hóf sinn magnaða feril hér á landi með liði Drangs í Mýrdalnum. Þar léku þeir Pálmi saman eins og Shouse rifjar upp í færslu á Facebook. „Þetta var ótrúlegur viðburður, íþróttahátíð til að fagna lífi og keppnisanda Pálma Kristjánssonar, fyrrverandi liðsfélaga og frábærrar manneskju sem lést í hörmulegu slysi 41 árs að aldri fyrr á þessu ári,“ skrifar Shouse. „Við spiluðum saman fyrir Drang í Vík í Mýrdal tímabilið 2005/06. Það eru liðin 20 ár síðan þá, ótrúlegt hvað tíminn líður og ótrúlegt að sjá þetta samfélag koma saman til að minnast Pálma og stunda uppáhaldsíþróttir hans. Pálmi ólst upp í Vík og hélt áfram að vera óaðskiljanlegur hluti af bænum öll þessi ár. Þegar ég hitti hann var hann 21 árs og hafði nýlega stofnað fótboltalið fyrir sig og vini sína í bænum. G & T var lið sem byggðist á vináttu, keppni, liðsanda og auðvitað kannski gin og tónik eftir leik,“ skrifar Shouse og heldur áfram. Justin Shouse rifjaði upp gamla takta í Vík en sagðist alveg finna fyrir afleiðingunum af því að hafa ekki spilað körfubolta í sex ár.mynd/Sævar Jónasson „Pálmi var meira leikmaður en körfuboltamaður hvað varðar færni en hann spilaði með keppnisanda sem bætti upp fyrir það. Hann var byrjunarmaður sem skotbakvörður okkar í liðinu, varnarhæfileikar hans, liðsandinn og vilji til að vinna héldu okkur í úrslitakeppnissæti í 1. deildinni langt fram á tímabilið. Við völdum að spila Pálma meira og losa okkur við einn af atvinnumönnum okkar vegna þess að vilji Pálma til að vinna fyrir samfélagið og jákvæðni hans var óumdeilanleg... Við elskuðum að keppa fyrir þetta litla samfélag þar sem menn fylltu íþróttahúsið og börðu á veggina á meðan gestaliðið skaut vítaskot. Pálminn er hátíð íþrótta og gleði til minningar um Pálma,“ skrifar Shouse, greinilega annt um að hafa getað minnst Pálma með þessum hætti þó að hann gangi núna um „eins og Frankenstein“ eftir sinn fyrsta körfuboltaleik í næstum sex ár.
Andlát Fótbolti Körfubolti Golf Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sjá meira