Vilja taka yfir Play Árni Sæberg skrifar 10. júní 2025 16:18 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/vilhelm Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og forstjóri Fly Play hf., og Elías Skúli Skúlason, fjárfestir og varaformaður stjórnar Fly Play hf., hafa tilkynnt að þeir hyggist gera valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Play. Þeir stefna á að skila íslenska flugrekstrarleyfinu og að auka áherslu á skrifstofur félagsins á Möltu og í Litháen. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Í tilkynningu Play til Kauphallar segir að Play hafi borist tilkynning frá félaginu BBL 212 hf. um fyrirhugað valfrjálst yfirtökutilboð BBL 212 hf. í allt hlutafé Fly Play hf. Forvígismenn félagsins BBL 212 hf. séu Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og forstjóri Fly Play hf, og Elías Skúli Skúlason, fjárfestir og varaformaður stjórnar Fly Play hf. Afskrá og hækka hlutafé „Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play stefna á að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og afskrá félagið af hlutabréfamarkaði. Samhliða færi fram hlutafjáraukning. Yfirtökuhópurinn, sem leiddur er af Einari Erni Ólafssyni forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar, ætlar sér áfram að stuðla að samkeppni á íslenskum flugmarkaði neytendum til góða undir merkjum Play með því að bjóða hagkvæm flugfargjöld fyrir Íslendinga og ferðamenn,“ segir í fréttatilkynningu frá Play. Yfirtökuhópurinn muni leggja áherslu á eftirfarandi þætti í rekstri félagsins: Gott framboð til sólarlandastaða frá Íslandi. Flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025. Borgaráfangastöðum í Norður-Evrópu mun fækka. Flogið verður undir maltnesku flugrekstrarleyfi og íslenska flugrekstrarleyfinu verður skilað. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Hinar sex vélarnar verða leigðar í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Félagið verður afskráð af hlutabréfamarkaði. Aukin áhersla á skrifstofur félagsins í Möltu og Litháen. Í stuttu máli muni farþegar frá Íslandi ekki finna fyrir breytingum á þjónustu félagsins. Yfirbragð og ásýnd félagsins og flugvéla verði óbreytt. Farþegaþoturnar verði enn þá rauðar, áhafnir verði frá Íslandi og starfi eftir íslenskum kjarasamningum. Bjóða eina krónu á hlut Yfirtökuhópurinn muni gera tilboð sem hljóðar upp á eina krónu fyrir hvern hlut og seljendur geti annað hvort fengið greitt í formi hlutar í nýju félagi eða reiðufjár. Gengi Play stóð í 0,81 krónu á hlut þegar mörkuðum var lokað síðdegis. „Með þessum áherslum hyggst yfirtökuhópurinn halda áfram þeirri vegferð að auka vægi arðbærs hluta rekstur félagsins, sólarlandaferða og leiguverkefna, og hætta þeim hluta starfseminnar sem skilað hefur lakari árangri, sem er flug til Bandaríkjanna og tengiflug.“ Yfirtökufélagið verði fjármagnað með að lágmarki tuttugu milljóna dollara fjárframlagi en af þeirri fjárhæð sé þegar skuldbinding fyrir rúmlega þriðjungi fjárhæðarinnar. Praktískar breytingar „Hér er fyrst og fremst um að ræða áform um praktískar breytingar á starfsemi íslenska flugfélagsins Play. Með þeim leggjum við áherslu á arðbæra þætti rekstursins, það er sólarlandaflug, og hættum þeim hluta rekstursins sem hefur ekki skilað árangri. Við hlökkum til að halda áfram að stuðla að samkeppni á flugmarkaði í rauðu vélunum, með íslenskum áhöfnum. Meginmarkmið okkar er nú sem fyrr að bjóða Íslendingum hagkvæm flugfarfargjöld í sólina,“ er haft eftir Einari Erni. Einar Örn var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi breytingarnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rekstraráfall eins stærsta viðskiptavinarins hefur áhrif á Eimskip Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Sjá meira
Í tilkynningu Play til Kauphallar segir að Play hafi borist tilkynning frá félaginu BBL 212 hf. um fyrirhugað valfrjálst yfirtökutilboð BBL 212 hf. í allt hlutafé Fly Play hf. Forvígismenn félagsins BBL 212 hf. séu Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og forstjóri Fly Play hf, og Elías Skúli Skúlason, fjárfestir og varaformaður stjórnar Fly Play hf. Afskrá og hækka hlutafé „Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play stefna á að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og afskrá félagið af hlutabréfamarkaði. Samhliða færi fram hlutafjáraukning. Yfirtökuhópurinn, sem leiddur er af Einari Erni Ólafssyni forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar, ætlar sér áfram að stuðla að samkeppni á íslenskum flugmarkaði neytendum til góða undir merkjum Play með því að bjóða hagkvæm flugfargjöld fyrir Íslendinga og ferðamenn,“ segir í fréttatilkynningu frá Play. Yfirtökuhópurinn muni leggja áherslu á eftirfarandi þætti í rekstri félagsins: Gott framboð til sólarlandastaða frá Íslandi. Flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025. Borgaráfangastöðum í Norður-Evrópu mun fækka. Flogið verður undir maltnesku flugrekstrarleyfi og íslenska flugrekstrarleyfinu verður skilað. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Hinar sex vélarnar verða leigðar í arðbær verkefni til annarra flugrekenda. Félagið verður afskráð af hlutabréfamarkaði. Aukin áhersla á skrifstofur félagsins í Möltu og Litháen. Í stuttu máli muni farþegar frá Íslandi ekki finna fyrir breytingum á þjónustu félagsins. Yfirbragð og ásýnd félagsins og flugvéla verði óbreytt. Farþegaþoturnar verði enn þá rauðar, áhafnir verði frá Íslandi og starfi eftir íslenskum kjarasamningum. Bjóða eina krónu á hlut Yfirtökuhópurinn muni gera tilboð sem hljóðar upp á eina krónu fyrir hvern hlut og seljendur geti annað hvort fengið greitt í formi hlutar í nýju félagi eða reiðufjár. Gengi Play stóð í 0,81 krónu á hlut þegar mörkuðum var lokað síðdegis. „Með þessum áherslum hyggst yfirtökuhópurinn halda áfram þeirri vegferð að auka vægi arðbærs hluta rekstur félagsins, sólarlandaferða og leiguverkefna, og hætta þeim hluta starfseminnar sem skilað hefur lakari árangri, sem er flug til Bandaríkjanna og tengiflug.“ Yfirtökufélagið verði fjármagnað með að lágmarki tuttugu milljóna dollara fjárframlagi en af þeirri fjárhæð sé þegar skuldbinding fyrir rúmlega þriðjungi fjárhæðarinnar. Praktískar breytingar „Hér er fyrst og fremst um að ræða áform um praktískar breytingar á starfsemi íslenska flugfélagsins Play. Með þeim leggjum við áherslu á arðbæra þætti rekstursins, það er sólarlandaflug, og hættum þeim hluta rekstursins sem hefur ekki skilað árangri. Við hlökkum til að halda áfram að stuðla að samkeppni á flugmarkaði í rauðu vélunum, með íslenskum áhöfnum. Meginmarkmið okkar er nú sem fyrr að bjóða Íslendingum hagkvæm flugfarfargjöld í sólina,“ er haft eftir Einari Erni. Einar Örn var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og ræddi breytingarnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Rekstraráfall eins stærsta viðskiptavinarins hefur áhrif á Eimskip Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Sjá meira