„Erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2025 19:09 Einar Örn Ólafsson forstjóri Play. Vísir/Einar Forstjóri Play hefur fulla trú á fyrirhuguðum breytingum á rekstri félagsins sem kynntar voru í tilkynningu til kauphallar síðdegis í dag. Félagið verði áfram íslenskt þó verið sé að færa stóran hluta starfseminnar til útlanda. Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play ætla að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og afskrá félagið af hlutabréfamarkaði. Íslensku flugrekstrarleyfi verði skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Tilkynning um væntanlegt yfirtökutilboð barst eftir lokun kauphallar í dag. Sjá einnig: Vilja taka yfir Play Einar Örn Ólafsson forstjóri Play sat fyrir svörum í kvöldfréttum. „Við erum að tilkynna um nokkrar breytingar á sama tíma sem ekki eru allar skyldar. Það að taka félagið af markaði er ein aðgerð og að auka hlutafé er önnur. Svo er þessi þriðja sem er breyting á okkar högum með því að fækka vélum á Íslandi og fjölga þá verkefnum annars staðar.“ Getum við áfram talað um Play sem íslenskt flugfélag eftir þessar breytingar? „Já, þetta er skilgreiningaratriði. Ég er ekki viss um að fólk hafi áttað sig á því að Iceland Express í gamla daga og Wow á fyrstu árum þess, voru ekki rekin á íslenskum flugrekstrarleyfum heldur á annars konar leyfum erlendis frá. Fólk mun ekki finna neinn mun, það mun koma um borð í sömu vélarnar, þær verða áfram rauðar, það verður sama starfsfólkið á sömu kjörunum,“ segir Einar Hann vekur athygli á nýundirrituðum kjarasamningum við bæði flugmenn og flugliða. „Okkar farþegar munu ekki upplifa neina breytingu þegar það kemur um borð. Það mun upplifa nákvæmlega sömu þjónustu og sömu flugvélar og sama starfsfólkið. Þannig að fólkið mun upplifa íslenskt flugfélag.“ Einar segir að höfuðstöðvar félagsins verði jafnframt áfram hér á landi. „Þetta er svolítið tæknilegt atriði að flugrekstrarleyfi sé skráð á Möltu. Það eru til dæmis mörg skip sem eru skráð allt annars staðar þó fólki finnist það vera íslensk skip.“ Hann segir að bæði verði fækkun í innlenda flotanum og á skrifstofu félagsins hér á landi, sem helgist í því að flugrekstrarleyfið verði fært til Möltu. „En þetta eru ekki stórkostlegar breytingar. “ Hvar getur Play endað gangi þetta upp? „Ég væri ekki að standa í því að leiða hóp til að kaupa félag og taka það af markaði ef ég hefði ekki trú á þessu. Þannig að ég hef auðvitað fulla trú á þessu. Við erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa og halda áfram með þá starfsemi sem hefur gengið vel og færa flotann yfir í arðbær verkefni. Þannig að, já ég hef fulla trú á þessu.“ Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play ætla að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og afskrá félagið af hlutabréfamarkaði. Íslensku flugrekstrarleyfi verði skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi. Fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi, einkum til sólarlanda. Tilkynning um væntanlegt yfirtökutilboð barst eftir lokun kauphallar í dag. Sjá einnig: Vilja taka yfir Play Einar Örn Ólafsson forstjóri Play sat fyrir svörum í kvöldfréttum. „Við erum að tilkynna um nokkrar breytingar á sama tíma sem ekki eru allar skyldar. Það að taka félagið af markaði er ein aðgerð og að auka hlutafé er önnur. Svo er þessi þriðja sem er breyting á okkar högum með því að fækka vélum á Íslandi og fjölga þá verkefnum annars staðar.“ Getum við áfram talað um Play sem íslenskt flugfélag eftir þessar breytingar? „Já, þetta er skilgreiningaratriði. Ég er ekki viss um að fólk hafi áttað sig á því að Iceland Express í gamla daga og Wow á fyrstu árum þess, voru ekki rekin á íslenskum flugrekstrarleyfum heldur á annars konar leyfum erlendis frá. Fólk mun ekki finna neinn mun, það mun koma um borð í sömu vélarnar, þær verða áfram rauðar, það verður sama starfsfólkið á sömu kjörunum,“ segir Einar Hann vekur athygli á nýundirrituðum kjarasamningum við bæði flugmenn og flugliða. „Okkar farþegar munu ekki upplifa neina breytingu þegar það kemur um borð. Það mun upplifa nákvæmlega sömu þjónustu og sömu flugvélar og sama starfsfólkið. Þannig að fólkið mun upplifa íslenskt flugfélag.“ Einar segir að höfuðstöðvar félagsins verði jafnframt áfram hér á landi. „Þetta er svolítið tæknilegt atriði að flugrekstrarleyfi sé skráð á Möltu. Það eru til dæmis mörg skip sem eru skráð allt annars staðar þó fólki finnist það vera íslensk skip.“ Hann segir að bæði verði fækkun í innlenda flotanum og á skrifstofu félagsins hér á landi, sem helgist í því að flugrekstrarleyfið verði fært til Möltu. „En þetta eru ekki stórkostlegar breytingar. “ Hvar getur Play endað gangi þetta upp? „Ég væri ekki að standa í því að leiða hóp til að kaupa félag og taka það af markaði ef ég hefði ekki trú á þessu. Þannig að ég hef auðvitað fulla trú á þessu. Við erum bara að hætta þeirri starfsemi sem hefur gengið illa og halda áfram með þá starfsemi sem hefur gengið vel og færa flotann yfir í arðbær verkefni. Þannig að, já ég hef fulla trú á þessu.“
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira