Miðjumoð í húsnæðismálum og áróður Viðskiptaráðs Jón Ferdínand Estherarson, Unnur Rán Reynisdóttir og Arnar Páll Gunnlaugsson skrifa 11. júní 2025 09:02 Það gætir alltaf ákveðinnar þversagnar í umræðunni um húsnæðismál. Lýst er yfir neyðarástandi, húsnæðiskreppu og talað er reglulega um grafalvarlega stöðu ungs fólks, tekjulágra einstaklinga eða fjölskyldna og leigjenda almennt. Húsnæðisverð hækkar ýmist jafnt og þétt eða í stigveldis vexti. Nær ómögulegt er fyrir fólk án fjársterks baklands að kaupa sér heimili og fjárfestar kaupa allt að 90% af öllu nýbyggðu húsnæði eingöngu til gróðabrasks. Í slíku helsisástandi, eins og því er réttilega lýst í opinberri umræðu, hefði mátt halda að málaflokkurinn væri forgangsmál númer eitt, tvö og þrjú hjá ríki og sveitarfélögum. Raunar samfélaginu öllu, sem ætti að leggjast á eitt til að bregðast við vandanum með raunverulegum lausnum og aðgerðum. Eins þversagnarkennt og það kemur fyrir sjónir, þá er sú einfaldlega ekki raunin. Fögrum smáskammtalækningum lofað í kosningum Auðvitað var flestum stjórnmálaflokkum mikið í mun fyrir síðustu Alþingiskosningar að ýmist monta sig og stæra af húsnæðisstefnu sinni eða þá afrekum í málaflokknum í fráfarandi stjórnartíð. Þetta væri jú aðkallandi þjóðhagsmál og kjósendur skildu velja græna flokkinn eða rauða eða blá eða gula, sem myndi sko redda málunum. Það virtist ekkert trufla stjórnarflokkana sem þá stigu úr ráðuneytum sínum, eftir 7 ára törn, að þau skildu við sig brennandi rústir húsnæðismarkaðar á barmi glötunar. Né virtist kreppuástandið kalla á stórar hugmyndir og róttækar lausnir frá stjórnarandstöðuflokkunum, enda var stefna þeirra og loforðaflaumur um aðgerðir í húsnæðismálum hver annarri líkari og einkenndust af smávægilegum tillögum um lagfæringar á markaðslausnastefnu þáverandi ríkisstjórnar. Svokallað miðjumoð á góðri íslensku. Vissulega voru þó einhverjar hugmyndir til umbóta ræddar. Mikið var talað um að skerða skammtímaleigu og brjóta nýtt land, setja á tómthús skatt og jafnvel leigubremsu. Góðar hugmyndir að umbótum eru góðra gjalda verðar, en á þessum skala má ekki segja annað en þær voru í formi plástra og smáskammtalækninga. Sósíalistar með einu húsnæðisstefnuna sem virkar Sósíalistaflokkurinn var raunar sá eini sem þorði að benda á fílinn í herberginu; ásókn fjárfesta á húsnæðismarkað sem keyrt hefur öll húsnæðisverð upp í rjáfur. Jafnframt stillti Sósíalistaflokkurinn fram lausn á því ákveðna vandamáli; hugmynd Leigjendasamtakanna að viðmiðunarverði leigu. Hugmyndin í kjarna sínum snýr að því að setja á leiguþak sem leiðréttir leiguverð niður í hófsamara verðlag. Ekki síst væri slík lausn leigjendum, í sínum tugþúsundum, til lífsauka og á sama tíma væri sú aðgerð beinskeytt leið til að raunverulega fjarlægja von fjárfesta um skammtímagróða af húsnæðismarkaði, en það er sú von sem knýr áfram fjárfesta væðingu heimila almennings á þessu landi. Þá voru Sósíalistar þeir einu sem töluðu fyrir beinni uppbyggingu hins opinbera á húsnæði, enda fyrir lifandis löngu ljóst að einkaaðilar á markaði valda ekki því verkefni að byggja fyrir almannahag. Sérstaklega þegar þeir sömu aðilar græða mest á kreppuástandinu og skortinum með lóðabraski, húsnæðis fjárfestingum og okurleigu. Svo fór sem varð að Sósíalistar, líkt og fleiri vinstri flokkar, komust ekki inn á þing, en sá mikli styr sem staðið hefur um flokkinn undanfarið sem leiddi til sigurs nýrrar forystu hefur einna helst snúist um mikilvægi þess verkefnis að byggja upp innviði flokksins og grasrótarstarf í kringum landið, til að vinna á í sveitarstjórnarkosningum víða um land og loks til þings, þegar þar að kemur. Mikilvægi þess að Sósíalistaflokkurinn snúi sterkur aftur til leiks er til sýnis í Reykjavík en með aðild Sósíalista að borgarstjórn hefur loks verið formfest samstarf borgaryfirvalda við verkalýðshreyfinguna um húsnæðismál, samþykkt að 35% af íbúðum verði byggðar á félagslegum forsendum og á næstunni má vænta aðgerða gegn lóðabraski. Allt var þetta fært um leið og Sósíalistar komu að borðinu. Almenningur á Íslandi hefur einfaldlega ekki efni á því að lifa mikið lengur á þessari eyju okkar nema gripið sé til raunverulegra húsnæðislausna og það er kýrskýrt að Sósíalistaflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem er tilbúinn að setja raunverulegar og skynsamlegar lausnir á dagskrá. Aðgerðalaus ríkisstjórn miðjunnar Sú staðreynd er einna skýrust hreinlega vegna nær algers aðgerðaleysis ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í húsnæðismálum. Í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks Fólksins í desember síðastliðnum var því lofað að ný ríkisstjórn þeirra myndi setja „húsnæðisöryggi fólks í forgang með bráðaaðgerðum og kerfisbreytingum til lengri tíma“. Jafnframt var mikil áhersla lögð á að fyrsta verkefnið væri „að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta“. Merkilegt nokk hefur lítið sem ekkert bólað á umræddum bráðaaðgerðum í húsnæðismálum, þrátt fyrir að allir viti að stærsti liðurinn í verðbólgu undanfarinna ára og þar með gríðarháum stýrivöxtum, sé húsnæðisliðurinn. Enda hafa stýrivextir lækkað löturhægt og húsnæðisverð hækka áfram í sífellu. Lífskjarakrísa íslenskra heimila hefur aldrei verið verri. Aðeins ein aðgerð hefur raunverulega verið kynnt til leiks af miðjustjórninni, sem var áðurnefnt loforð að skerða verulega skammtímaleigu, líkt og á Airbnb. Þar hefur stjórnin vissulega boðað afar hertar reglur, sem í sjálfu sér er jákvæður hlutur vissulega. Vandinn, eins og áður sagði, er að aðgerðin er agnarsmár plástur. Þar er engin lausn boðuð til að taka á algeru og óheftu frelsi fjárfesta og stórfasteignaeigenda til að breyta skammtíma leiguíbúðum sínum í fátæktargildrur á almennum leigumarkaði, þar sem okurleiga til hagnaðar sýgur allt líf úr leigjendum, viðheldur verðbólgunni og stuðlar að hækkandi fasteignaverðum. Á sjóndeildarhringnum eru engar frekari „bráðaaðgerðir“ frá ríkisstjórninni og til langtíma virðast aðgerðir miðjustjórnarinnar í engu frábrugðnar húsnæðisstefnu Framsóknarflokksins, sama flokki og hefur stjórnað málaflokknum nær óslitið frá 2013 og að mestu frá aldamótum. Stjórnarandstaða öfgahægrisins og áróður Viðskiptaráðs Þar sem ríkisstjórnin virðist ekki ætla að taka á málaflokknum með raunverulegum hætti, hefði mátt vona að stjórnarandstaðan væri í stakk búin til að veita stjórnarflokkunum aðhald. Bersýnilega verður það lítið, enda hefur Framsókn enga innistæðu til að gagnrýna eigin miðjumoðsstefnu, Sjálfstæðisflokkurinn með þá hugmyndafræði eina að ofurselja almenning allan markaðsöflunum og Sigmundar Davíðs flokkurinn hefur enga stefnu í einu né neinu nema að flytja inn erlend menningarstríð til að hagnast leiðtoganum og hans ásókn í völd. Þá kemur til Viðskiptaráð. Undarlegra áróðursfyrirbæri má vart finna hér á landi, en orðræða þeirra er fullkomlega nakin hagsmunavarsla fjármagnseigenda og stórfyrirtækja, enda vel fjármagnað af sömu aðilum. Nú kom út í dag nýjasta útspilið í tilraun þeirra til að afvegaleiða alla samfélagsumræðu; Viðskiptaráð hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA kvörtun „vegna þess sem ráðið telur vera ólögmæta ríkisaðstoð sem veitt hefur verið í tengslum við niðurgreiðslur til húsnæðisfélaga á vegum þriðja aðila.“ Í grunninn helgast þessi nýjasta árás Viðskiptaráðs á almannahagsmuni og eðlilega stjórnmálaumræðu um að yfirvöld hér á landi séu að gera of mikið til að stemma stigu við húsnæðiskreppunni. Viðskiptaráð segir úthlutanir á lóðum, svokölluð stofnframlög og niðurgreidd fasteignalán til óhagnaðardrifinna leigufélaga vera „fyrirkomulag sem grefur undan samkeppni.“ Meginþorri almennings á Íslandi á ekki erfitt með að skilja að þessi skjaldborg Viðskiptaráðs um sérhagsmuni lóðabraskara og fasteignafjárfesta er hlægileg. Það sem Viðskiptaráð gerir þó með þessu er að veita ríkisstjórnarflokkunum aðhald frá hægri, en þar sem sú stjórn situr kirfilega á miðjunni þá virðast málamiðlanirnar enda hægra megin við miðju. Sem er nákvæmlega sú stjórnmálastefna sem byggist á markaðslausnum og fyrirgreiðslu til einkaaðila og hefur skilið landið eftir í dýpstu húsnæðiskreppu frá tímum eftirstríðsáranna. Þversögnin lifir. Höfundar eru nýkjörnir í stjórnir Sósíalistaflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það gætir alltaf ákveðinnar þversagnar í umræðunni um húsnæðismál. Lýst er yfir neyðarástandi, húsnæðiskreppu og talað er reglulega um grafalvarlega stöðu ungs fólks, tekjulágra einstaklinga eða fjölskyldna og leigjenda almennt. Húsnæðisverð hækkar ýmist jafnt og þétt eða í stigveldis vexti. Nær ómögulegt er fyrir fólk án fjársterks baklands að kaupa sér heimili og fjárfestar kaupa allt að 90% af öllu nýbyggðu húsnæði eingöngu til gróðabrasks. Í slíku helsisástandi, eins og því er réttilega lýst í opinberri umræðu, hefði mátt halda að málaflokkurinn væri forgangsmál númer eitt, tvö og þrjú hjá ríki og sveitarfélögum. Raunar samfélaginu öllu, sem ætti að leggjast á eitt til að bregðast við vandanum með raunverulegum lausnum og aðgerðum. Eins þversagnarkennt og það kemur fyrir sjónir, þá er sú einfaldlega ekki raunin. Fögrum smáskammtalækningum lofað í kosningum Auðvitað var flestum stjórnmálaflokkum mikið í mun fyrir síðustu Alþingiskosningar að ýmist monta sig og stæra af húsnæðisstefnu sinni eða þá afrekum í málaflokknum í fráfarandi stjórnartíð. Þetta væri jú aðkallandi þjóðhagsmál og kjósendur skildu velja græna flokkinn eða rauða eða blá eða gula, sem myndi sko redda málunum. Það virtist ekkert trufla stjórnarflokkana sem þá stigu úr ráðuneytum sínum, eftir 7 ára törn, að þau skildu við sig brennandi rústir húsnæðismarkaðar á barmi glötunar. Né virtist kreppuástandið kalla á stórar hugmyndir og róttækar lausnir frá stjórnarandstöðuflokkunum, enda var stefna þeirra og loforðaflaumur um aðgerðir í húsnæðismálum hver annarri líkari og einkenndust af smávægilegum tillögum um lagfæringar á markaðslausnastefnu þáverandi ríkisstjórnar. Svokallað miðjumoð á góðri íslensku. Vissulega voru þó einhverjar hugmyndir til umbóta ræddar. Mikið var talað um að skerða skammtímaleigu og brjóta nýtt land, setja á tómthús skatt og jafnvel leigubremsu. Góðar hugmyndir að umbótum eru góðra gjalda verðar, en á þessum skala má ekki segja annað en þær voru í formi plástra og smáskammtalækninga. Sósíalistar með einu húsnæðisstefnuna sem virkar Sósíalistaflokkurinn var raunar sá eini sem þorði að benda á fílinn í herberginu; ásókn fjárfesta á húsnæðismarkað sem keyrt hefur öll húsnæðisverð upp í rjáfur. Jafnframt stillti Sósíalistaflokkurinn fram lausn á því ákveðna vandamáli; hugmynd Leigjendasamtakanna að viðmiðunarverði leigu. Hugmyndin í kjarna sínum snýr að því að setja á leiguþak sem leiðréttir leiguverð niður í hófsamara verðlag. Ekki síst væri slík lausn leigjendum, í sínum tugþúsundum, til lífsauka og á sama tíma væri sú aðgerð beinskeytt leið til að raunverulega fjarlægja von fjárfesta um skammtímagróða af húsnæðismarkaði, en það er sú von sem knýr áfram fjárfesta væðingu heimila almennings á þessu landi. Þá voru Sósíalistar þeir einu sem töluðu fyrir beinni uppbyggingu hins opinbera á húsnæði, enda fyrir lifandis löngu ljóst að einkaaðilar á markaði valda ekki því verkefni að byggja fyrir almannahag. Sérstaklega þegar þeir sömu aðilar græða mest á kreppuástandinu og skortinum með lóðabraski, húsnæðis fjárfestingum og okurleigu. Svo fór sem varð að Sósíalistar, líkt og fleiri vinstri flokkar, komust ekki inn á þing, en sá mikli styr sem staðið hefur um flokkinn undanfarið sem leiddi til sigurs nýrrar forystu hefur einna helst snúist um mikilvægi þess verkefnis að byggja upp innviði flokksins og grasrótarstarf í kringum landið, til að vinna á í sveitarstjórnarkosningum víða um land og loks til þings, þegar þar að kemur. Mikilvægi þess að Sósíalistaflokkurinn snúi sterkur aftur til leiks er til sýnis í Reykjavík en með aðild Sósíalista að borgarstjórn hefur loks verið formfest samstarf borgaryfirvalda við verkalýðshreyfinguna um húsnæðismál, samþykkt að 35% af íbúðum verði byggðar á félagslegum forsendum og á næstunni má vænta aðgerða gegn lóðabraski. Allt var þetta fært um leið og Sósíalistar komu að borðinu. Almenningur á Íslandi hefur einfaldlega ekki efni á því að lifa mikið lengur á þessari eyju okkar nema gripið sé til raunverulegra húsnæðislausna og það er kýrskýrt að Sósíalistaflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem er tilbúinn að setja raunverulegar og skynsamlegar lausnir á dagskrá. Aðgerðalaus ríkisstjórn miðjunnar Sú staðreynd er einna skýrust hreinlega vegna nær algers aðgerðaleysis ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur í húsnæðismálum. Í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks Fólksins í desember síðastliðnum var því lofað að ný ríkisstjórn þeirra myndi setja „húsnæðisöryggi fólks í forgang með bráðaaðgerðum og kerfisbreytingum til lengri tíma“. Jafnframt var mikil áhersla lögð á að fyrsta verkefnið væri „að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta“. Merkilegt nokk hefur lítið sem ekkert bólað á umræddum bráðaaðgerðum í húsnæðismálum, þrátt fyrir að allir viti að stærsti liðurinn í verðbólgu undanfarinna ára og þar með gríðarháum stýrivöxtum, sé húsnæðisliðurinn. Enda hafa stýrivextir lækkað löturhægt og húsnæðisverð hækka áfram í sífellu. Lífskjarakrísa íslenskra heimila hefur aldrei verið verri. Aðeins ein aðgerð hefur raunverulega verið kynnt til leiks af miðjustjórninni, sem var áðurnefnt loforð að skerða verulega skammtímaleigu, líkt og á Airbnb. Þar hefur stjórnin vissulega boðað afar hertar reglur, sem í sjálfu sér er jákvæður hlutur vissulega. Vandinn, eins og áður sagði, er að aðgerðin er agnarsmár plástur. Þar er engin lausn boðuð til að taka á algeru og óheftu frelsi fjárfesta og stórfasteignaeigenda til að breyta skammtíma leiguíbúðum sínum í fátæktargildrur á almennum leigumarkaði, þar sem okurleiga til hagnaðar sýgur allt líf úr leigjendum, viðheldur verðbólgunni og stuðlar að hækkandi fasteignaverðum. Á sjóndeildarhringnum eru engar frekari „bráðaaðgerðir“ frá ríkisstjórninni og til langtíma virðast aðgerðir miðjustjórnarinnar í engu frábrugðnar húsnæðisstefnu Framsóknarflokksins, sama flokki og hefur stjórnað málaflokknum nær óslitið frá 2013 og að mestu frá aldamótum. Stjórnarandstaða öfgahægrisins og áróður Viðskiptaráðs Þar sem ríkisstjórnin virðist ekki ætla að taka á málaflokknum með raunverulegum hætti, hefði mátt vona að stjórnarandstaðan væri í stakk búin til að veita stjórnarflokkunum aðhald. Bersýnilega verður það lítið, enda hefur Framsókn enga innistæðu til að gagnrýna eigin miðjumoðsstefnu, Sjálfstæðisflokkurinn með þá hugmyndafræði eina að ofurselja almenning allan markaðsöflunum og Sigmundar Davíðs flokkurinn hefur enga stefnu í einu né neinu nema að flytja inn erlend menningarstríð til að hagnast leiðtoganum og hans ásókn í völd. Þá kemur til Viðskiptaráð. Undarlegra áróðursfyrirbæri má vart finna hér á landi, en orðræða þeirra er fullkomlega nakin hagsmunavarsla fjármagnseigenda og stórfyrirtækja, enda vel fjármagnað af sömu aðilum. Nú kom út í dag nýjasta útspilið í tilraun þeirra til að afvegaleiða alla samfélagsumræðu; Viðskiptaráð hefur sent Eftirlitsstofnun EFTA kvörtun „vegna þess sem ráðið telur vera ólögmæta ríkisaðstoð sem veitt hefur verið í tengslum við niðurgreiðslur til húsnæðisfélaga á vegum þriðja aðila.“ Í grunninn helgast þessi nýjasta árás Viðskiptaráðs á almannahagsmuni og eðlilega stjórnmálaumræðu um að yfirvöld hér á landi séu að gera of mikið til að stemma stigu við húsnæðiskreppunni. Viðskiptaráð segir úthlutanir á lóðum, svokölluð stofnframlög og niðurgreidd fasteignalán til óhagnaðardrifinna leigufélaga vera „fyrirkomulag sem grefur undan samkeppni.“ Meginþorri almennings á Íslandi á ekki erfitt með að skilja að þessi skjaldborg Viðskiptaráðs um sérhagsmuni lóðabraskara og fasteignafjárfesta er hlægileg. Það sem Viðskiptaráð gerir þó með þessu er að veita ríkisstjórnarflokkunum aðhald frá hægri, en þar sem sú stjórn situr kirfilega á miðjunni þá virðast málamiðlanirnar enda hægra megin við miðju. Sem er nákvæmlega sú stjórnmálastefna sem byggist á markaðslausnum og fyrirgreiðslu til einkaaðila og hefur skilið landið eftir í dýpstu húsnæðiskreppu frá tímum eftirstríðsáranna. Þversögnin lifir. Höfundar eru nýkjörnir í stjórnir Sósíalistaflokks Íslands.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun