Átti ekki að klára dæmið í geðheilbrigðismálum? Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2025 11:02 Síðustu ár hefur verið ákveðin vitundarvakning hvað geðheilbrigðismál varðar, sem er af hinu góða. Þessi mál eru minna tabú en áður og ungir sem aldnir eru meðvitaðir um mikilvægi þessa málaflokks. Nauðsynlegt er að fólk hafi aðgang að geðheilbrigðisþjónustu og geti leitað sér aðstoðar sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar á reynir. Verkefni eins og Bergið Headspace, Píeta samtökin og Geðhjálp eru mikilvæg og forgangsraða ætti fjármunum í álíka verkefni. Ungt fólk í dag finnur fyrir meira álagi en áður og það brýst oftar en ekki út í erfiðri hegðun sem er alvarlegt. Við höfum séð þetta ítrekað núna síðustu misserin sem er miður. Sálfræðingar eru í meira mæli aðgengilegir á heilsugæslustöðvum hringinn í kringum landið og fjarheilbrigðisþjónusta er notuð í meira mæli sem er jákvæð þróun. Kosningamál eða hvað? Árið 2020 samþykkti Alþingi frumvarp um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu og unnið hefur verið að því. Viðreisn gerði niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu að kosningamáli og fullyrti, að ef þau kæmust í ríkisstjórn þá yrði niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu eitt af þeirra fyrstu verkum. Formaður Viðreisnar notaði orðalagið „að klára dæmið” en þetta dæmi stendur enn óklárað. Tekið er fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að auka eigi aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, sem er göfugt markmið. Ekki er talað skýrt um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun og engar vísbendingar eru um framgang þessa forgangsmáls hjá Viðreisn. Þann 26. maí sl. felldu sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu kjarasamning í annað sinn á árinu. Sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu haldast stutt í vinnu sökum þess hversu slök kjör eru í boði og starfa frekar sjálfstætt eða hjá sveitarfélögum. Biðlistar lengjast og sálfræðingar standa samningslausir út í kuldanum. Sömu biðlistar og Viðreisn talaði ítrekað um í kosningabaráttunni að stytta. Hveitibrauðsdögunum lokið Núna er hveitibrauðsdögum ríkistjórnarinna lokið og þarf verkstjórnin að fara standa við stóru orðin. Má búast við einhverjum aðgerðum í málaflokknum frá þessari ríkisstjórn? Munu íbúar þessa lands geta fengið niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu eins og lofað var og sett í forgang hér af flokki í ríkisstjórn? Ætli ráðherrar Viðreisnar eigi sér ekki viðreisnar von? Höfundur er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Geðheilbrigði Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur verið ákveðin vitundarvakning hvað geðheilbrigðismál varðar, sem er af hinu góða. Þessi mál eru minna tabú en áður og ungir sem aldnir eru meðvitaðir um mikilvægi þessa málaflokks. Nauðsynlegt er að fólk hafi aðgang að geðheilbrigðisþjónustu og geti leitað sér aðstoðar sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar á reynir. Verkefni eins og Bergið Headspace, Píeta samtökin og Geðhjálp eru mikilvæg og forgangsraða ætti fjármunum í álíka verkefni. Ungt fólk í dag finnur fyrir meira álagi en áður og það brýst oftar en ekki út í erfiðri hegðun sem er alvarlegt. Við höfum séð þetta ítrekað núna síðustu misserin sem er miður. Sálfræðingar eru í meira mæli aðgengilegir á heilsugæslustöðvum hringinn í kringum landið og fjarheilbrigðisþjónusta er notuð í meira mæli sem er jákvæð þróun. Kosningamál eða hvað? Árið 2020 samþykkti Alþingi frumvarp um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu og unnið hefur verið að því. Viðreisn gerði niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu að kosningamáli og fullyrti, að ef þau kæmust í ríkisstjórn þá yrði niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu eitt af þeirra fyrstu verkum. Formaður Viðreisnar notaði orðalagið „að klára dæmið” en þetta dæmi stendur enn óklárað. Tekið er fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að auka eigi aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, sem er göfugt markmið. Ekki er talað skýrt um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun og engar vísbendingar eru um framgang þessa forgangsmáls hjá Viðreisn. Þann 26. maí sl. felldu sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu kjarasamning í annað sinn á árinu. Sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu haldast stutt í vinnu sökum þess hversu slök kjör eru í boði og starfa frekar sjálfstætt eða hjá sveitarfélögum. Biðlistar lengjast og sálfræðingar standa samningslausir út í kuldanum. Sömu biðlistar og Viðreisn talaði ítrekað um í kosningabaráttunni að stytta. Hveitibrauðsdögunum lokið Núna er hveitibrauðsdögum ríkistjórnarinna lokið og þarf verkstjórnin að fara standa við stóru orðin. Má búast við einhverjum aðgerðum í málaflokknum frá þessari ríkisstjórn? Munu íbúar þessa lands geta fengið niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu eins og lofað var og sett í forgang hér af flokki í ríkisstjórn? Ætli ráðherrar Viðreisnar eigi sér ekki viðreisnar von? Höfundur er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar