Aukinn samdráttur á flugi til Íslands með breyttu Play Smári Jökull Jónsson skrifar 11. júní 2025 13:22 Snorri Jakobsson greinandi. Vísir/Arnar Fyrirhugaðar breytingar á rekstri flugfélagsins Play mun auka samdrátt á framboði flugsæta til Íslands að sögn greinanda. Gengi hlutabréfa Play rauk upp við opnun markaða í morgun. Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play tilkynntu í gær að þeir ætluðu sér að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og skrá félagið af markaði. Þá verður íslensku flugrekstrarleyfi félagsins skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi þar sem fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi. Í tilkynningu yfirtökuhópsins kom fram að lögð verði áhersla á gott framboð til sólarlandastaða frá Íslandi og flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025. Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital segir endalok Norður-Ameríkuflugsins muni hafa mest áhrif á flugfarþega erlendis. „Þegar þú dregur úr flugi til Bandaríkjanna þá dregur líka eitthvað aðeins úr framboði til Evrópu vegna þess að eitthvað af farþegum sem eru að fljúga frá Bandaríkjunum eru á leið til Evrópu. Þeir hafa ákveðið að hætta að bjóða alveg upp á þetta flug og þetta er það flug sem snýr fyrst og fremst að erlendum ríkisborgurum, minna að Íslendingum, þó þetta muni draga úr framboði flugs til Íslendinga. Reksturinn er búinn að vera þungur og þeir hafa ákveðið að taka þetta skref,“ segir Snorri. Síðan markaðir opnuðust í morgun hefur gengi hlutabréfa Play hækkað um 18% og stendur nú í 0,95 krónum. Snorri sagði að gert hafi verið ráð fyrir að samdráttur á framboði flugsæta til Íslands yrði um 1-2% á þessu ári en það myndi lítillega aukast við þessar fréttir af Play. Hann segir þó fleiri flugfélög en Icelandair og Play fljúga til Íslands. „Fyrir íslenskan flugmarkað, þeir tóku ákvörðun um að fara úr tíu vélum niður í sex til sjö og eru búnir að vera á átta til níu vélum, þannig að það hefur aðeins dregið úr umsvifum hjá þeim. Þetta þýðir að samdráttur mun vera um 3% í framboði flugsæta til Íslands, aðeins meiri en var áður,“ segir Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital. Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Play Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sjá meira
Tveir af stærstu hluthöfum flugfélagsins Play tilkynntu í gær að þeir ætluðu sér að gera yfirtökutilboð í alla hluti flugfélagsins og skrá félagið af markaði. Þá verður íslensku flugrekstrarleyfi félagsins skilað og starfsemin alfarið rekin á maltnesku flugrekstrarleyfi þar sem fjórar flugvélar munu sinna flugi til og frá Íslandi. Í tilkynningu yfirtökuhópsins kom fram að lögð verði áhersla á gott framboð til sólarlandastaða frá Íslandi og flugi til Norður-Ameríku verði hætt frá og með október 2025. Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital segir endalok Norður-Ameríkuflugsins muni hafa mest áhrif á flugfarþega erlendis. „Þegar þú dregur úr flugi til Bandaríkjanna þá dregur líka eitthvað aðeins úr framboði til Evrópu vegna þess að eitthvað af farþegum sem eru að fljúga frá Bandaríkjunum eru á leið til Evrópu. Þeir hafa ákveðið að hætta að bjóða alveg upp á þetta flug og þetta er það flug sem snýr fyrst og fremst að erlendum ríkisborgurum, minna að Íslendingum, þó þetta muni draga úr framboði flugs til Íslendinga. Reksturinn er búinn að vera þungur og þeir hafa ákveðið að taka þetta skref,“ segir Snorri. Síðan markaðir opnuðust í morgun hefur gengi hlutabréfa Play hækkað um 18% og stendur nú í 0,95 krónum. Snorri sagði að gert hafi verið ráð fyrir að samdráttur á framboði flugsæta til Íslands yrði um 1-2% á þessu ári en það myndi lítillega aukast við þessar fréttir af Play. Hann segir þó fleiri flugfélög en Icelandair og Play fljúga til Íslands. „Fyrir íslenskan flugmarkað, þeir tóku ákvörðun um að fara úr tíu vélum niður í sex til sjö og eru búnir að vera á átta til níu vélum, þannig að það hefur aðeins dregið úr umsvifum hjá þeim. Þetta þýðir að samdráttur mun vera um 3% í framboði flugsæta til Íslands, aðeins meiri en var áður,“ segir Snorri Jakobsson greinandi hjá Jakobsson Capital.
Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Play Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Sjá meira