Var lengi hikandi að selja Ratcliffe laxveiðijarðirnar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2025 10:20 Jóhannes Kristinsson, fjárfestir og fyrrverandi flugstjóri, í hópi gamalla samstarfsfélaga hjá Cargolux í Lúxemborg. Egill Aðalsteinsson Cargolux-flugstjórinn fyrrverandi, sem safnaði laxveiðijörðum í Vopnafirði, segist hafa selt þær breska auðkýfingnum Jim Ratcliffe eftir að hafa sannfærst um að þar færi einlægur náttúruverndarsinni sem vildi vernda laxastofninn. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Ísland í dag er rætt við Íslendinga sem fluttu til Lúxemborgar til að vinna hjá Cargolux en efnuðust síðar við störf á öðrum vettvangi. Þannig gerðist flugstjórinn Jóhannes Kristinsson fjárfestir en mikla athygli vakti á sínum tíma þegar hann keypti laxveiðijarðir í röðum í Vopnafirði. Frá Selá í Vopnafirði.Arnar Halldórsson „Ég hef náttúrlega alltaf haft áhuga á veiði og ég sá bara tækifæri í Vopnafirði,“ segir Jóhannes. Með gerð laxastiga lengdi hann veiðisvæðin og jók þannig verðmæti laxveiðiánna. En svo kom Jim Ratcliffe í spilið. Laxastigi í Selá.Vísir/Jóhann K. Jóhannes lýsir því hvernig það kom til að hann og Ratcliffe gerðust viðskiptafélagar. Ratcliffe hafi þrýst á að fá að kaupa jarðirnar en Jóhannes segist hafa verið tregur til að selja. Hann hafi þó fallist á að selja honum þrjátíu prósent til að skoða hann. Þremur árum síðar segist Jóhannes hafa verið orðinn sannfærður um það að Ratcliffe væri einstakur náttúrusinni og stæði af heilum hug á bak við þá hugsjón að vernda laxastofninn. Við heyrum meira af viðskiptaævintýrum Íslendinga í Lúxemborg í þættinum Ísland í dag: Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir frá því hvernig það kom til að tveir af flugvirkjum hans, þeir Birkir Baldvinsson og Gunnar Björgvinsson, létu af störfum en þeir áttu báðir eftir að auðgast á eigin viðskiptum með flugvélar og flugvélavarahluti. Einar Ólafsson á skrifstofu sinni hjá flugvélaleigunni Guinnes Peat Aviation í Connecticut í Bandaríkjunum.Guinnes Peat Aviation Einar segir jafnframt frá ferli sínum eftir að hann lét sjálfur af störfum hjá Cargolux. Hann fór þá til flugvélaleigu í Bandaríkjunum, Guinnes Peat Aviation, gerði þar ábátasama samninga og fékk vænan starfslokasamning. Einar stofnaði síðar flugfélagið Bláfugl ásamt fleirum. Einar Ólafsson gerðist hrossabóndi á Snæfellsnesi eftir að starfsferli hans lauk í fluggeiranum.Úr einkasafni Heimkominn til Íslands keypti hann tvær samliggjandi jarðir á sunnanverðu Snæfellsnesi og gerðist hrossabóndi. Frá Söðulsholti, jörð Einars Ólafssonar.Úr einkasafni „Já, gerðist hrossabóndi og var með hrossabú upp á hundrað hross. Heyjaði sjálfur og plægði og sáði,“ segir Einar. Meira í spilaranum ofar í fréttinni. Flugþjóðin Lúxemborg Fréttir af flugi Vopnafjörður Lax Stangveiði Eyja- og Miklaholtshreppur Hestar Tengdar fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hluti Íslendingahópsins sem réðist til starfa hjá Cargolux á árunum eftir 1970 sneri ekki aftur heim til Íslands. Kjarninn var ungt flugfólk sem fór til tímabundinnar dvalar. 21. apríl 2025 07:47 Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Ungir íslenskir flugmenn sem misstu vinnuna hjá Loftleiðum upp úr 1970 færðu sig flestir yfir til hins nýstofnaða félags Cargolux. Þar biðu þeirra meiri ævintýri en þeir höfðu áður kynnst en einnig miklar áskoranir. 13. apríl 2025 07:47 Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22 Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Ísland í dag er rætt við Íslendinga sem fluttu til Lúxemborgar til að vinna hjá Cargolux en efnuðust síðar við störf á öðrum vettvangi. Þannig gerðist flugstjórinn Jóhannes Kristinsson fjárfestir en mikla athygli vakti á sínum tíma þegar hann keypti laxveiðijarðir í röðum í Vopnafirði. Frá Selá í Vopnafirði.Arnar Halldórsson „Ég hef náttúrlega alltaf haft áhuga á veiði og ég sá bara tækifæri í Vopnafirði,“ segir Jóhannes. Með gerð laxastiga lengdi hann veiðisvæðin og jók þannig verðmæti laxveiðiánna. En svo kom Jim Ratcliffe í spilið. Laxastigi í Selá.Vísir/Jóhann K. Jóhannes lýsir því hvernig það kom til að hann og Ratcliffe gerðust viðskiptafélagar. Ratcliffe hafi þrýst á að fá að kaupa jarðirnar en Jóhannes segist hafa verið tregur til að selja. Hann hafi þó fallist á að selja honum þrjátíu prósent til að skoða hann. Þremur árum síðar segist Jóhannes hafa verið orðinn sannfærður um það að Ratcliffe væri einstakur náttúrusinni og stæði af heilum hug á bak við þá hugsjón að vernda laxastofninn. Við heyrum meira af viðskiptaævintýrum Íslendinga í Lúxemborg í þættinum Ísland í dag: Einar Ólafsson, fyrsti forstjóri Cargolux, segir frá því hvernig það kom til að tveir af flugvirkjum hans, þeir Birkir Baldvinsson og Gunnar Björgvinsson, létu af störfum en þeir áttu báðir eftir að auðgast á eigin viðskiptum með flugvélar og flugvélavarahluti. Einar Ólafsson á skrifstofu sinni hjá flugvélaleigunni Guinnes Peat Aviation í Connecticut í Bandaríkjunum.Guinnes Peat Aviation Einar segir jafnframt frá ferli sínum eftir að hann lét sjálfur af störfum hjá Cargolux. Hann fór þá til flugvélaleigu í Bandaríkjunum, Guinnes Peat Aviation, gerði þar ábátasama samninga og fékk vænan starfslokasamning. Einar stofnaði síðar flugfélagið Bláfugl ásamt fleirum. Einar Ólafsson gerðist hrossabóndi á Snæfellsnesi eftir að starfsferli hans lauk í fluggeiranum.Úr einkasafni Heimkominn til Íslands keypti hann tvær samliggjandi jarðir á sunnanverðu Snæfellsnesi og gerðist hrossabóndi. Frá Söðulsholti, jörð Einars Ólafssonar.Úr einkasafni „Já, gerðist hrossabóndi og var með hrossabú upp á hundrað hross. Heyjaði sjálfur og plægði og sáði,“ segir Einar. Meira í spilaranum ofar í fréttinni.
Flugþjóðin Lúxemborg Fréttir af flugi Vopnafjörður Lax Stangveiði Eyja- og Miklaholtshreppur Hestar Tengdar fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hluti Íslendingahópsins sem réðist til starfa hjá Cargolux á árunum eftir 1970 sneri ekki aftur heim til Íslands. Kjarninn var ungt flugfólk sem fór til tímabundinnar dvalar. 21. apríl 2025 07:47 Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Ungir íslenskir flugmenn sem misstu vinnuna hjá Loftleiðum upp úr 1970 færðu sig flestir yfir til hins nýstofnaða félags Cargolux. Þar biðu þeirra meiri ævintýri en þeir höfðu áður kynnst en einnig miklar áskoranir. 13. apríl 2025 07:47 Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22 Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Fleiri fréttir Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Sjá meira
Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hluti Íslendingahópsins sem réðist til starfa hjá Cargolux á árunum eftir 1970 sneri ekki aftur heim til Íslands. Kjarninn var ungt flugfólk sem fór til tímabundinnar dvalar. 21. apríl 2025 07:47
Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Ungir íslenskir flugmenn sem misstu vinnuna hjá Loftleiðum upp úr 1970 færðu sig flestir yfir til hins nýstofnaða félags Cargolux. Þar biðu þeirra meiri ævintýri en þeir höfðu áður kynnst en einnig miklar áskoranir. 13. apríl 2025 07:47
Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Upphaf Cargolux má rekja til þess að Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða, fól einum framkvæmdastjóra sinna, Jóhannesi Einarssyni, að selja eða leigja verðlitlar Rolls Royce-vélarnar, eða Monsana. 10. apríl 2025 14:22
Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Hátt í fimmhundruð Íslendingar eru núna búsettir í Lúxemborg og er Cargolux enn í dag meðal stærstu vinnustaða Íslendinga í fluginu. 8. apríl 2025 22:44