Óttumst við það að vera frjálsar manneskjur í frjálsu landi? Arnar Þór Jónsson skrifar 12. júní 2025 10:33 Mörgum góðum og gegnum sjálfstæðismönnum var illa brugðið þegar þeir heyrðu ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur um bókun 35 6. júní sl. [Innskot: Ég o.fl. erum enn sjálfsstæðismenn með litlu ess-i í þeim skilningi að við aðhyllumst Sjálfstæðisstefnuna, öfugt við flokksforystuna]. Meðan ég hlustaði á ræðu formannsins varð mér hugsað til allra þeirra gömlu Sjálfstæðismanna sem hvíla nú undir grænni torfu með gullmerkin sín frá flokknum fyrir ötult starf í þágu flokksins sem þeir trúðu að væri málsvari frelsis: Einstaklingsfrelsis; frelsis til orðs og æðis; atvinnufrelsis; athafnafrelsis; verslunarfrelsis; markaðsfrelsis; akademísks frelsis o.s.frv., þar sem allt gekk út á að hafna miðstýringu og pólitísku handafli. Við trúðum því (og trúum því enn) að mögulegt sé fyrir menn (og þjóðir) að stjórna eigin för, taka sjálfstæðar ákvarðanir og hugsa sjálfstætt. Ræða Guðrúnar var uppfull af öfugmælum og rangfærslum: EES var ekki samþykktur á Alþingi með "yfirgnæfandi meirihluta" (atkvæði féllu 33-30). Alþingi mun aldrei "ákveða annað", þ.e. setja lög þvert gegn EES skuldbindingum sem við höfum undirgengist, því það myndi framkalla skaðabótamál og samningsbrotamál Vélræn, athugasemdalaus og anndmælalaus innleiðing í rúmlega 30 ár réttlætir ekki fyrirvaralausa orðnotkun um að þessar EES reglur séu "íslensk lög" Íslendingar hafa varið bókun 35 í yfir 30 ár og þurfa ekki að gefast upp baráttulaust fyrir ESA Guðrún fellur í þá gryfju að einblína á réttindi sem EES veitir en gleymir því að EES fylgja óteljandi skuldbindingar sem fyrr eða síðar munu bíta fast þjóð sem í andvaraleysi innleiðir allar reglur og festir sig þar með sífellt fastar í fjötra ESB Frumvarpið um bókun 35 tryggir ekki fyrirsjáanleika, heldur þvert á móti dregur úr fyrirsjáanleika þegar Íslendingar geta ekki lengur treyst því að ný lög frá Alþingi muni standast gagnvart eldri EES-skuldbindingum þetta eykur því hvorki "lagaskýrleika" né réttaröryggi Ísland á ekki "allt undir" EES samningnum. EES er lítill hluti heimsmarkaðar. Aðrar þjóðir flytja vörur og þjónustu inn á EES svæðið án þess að flytja inn EES reglur og án þess að afsala sér æðsta dómsvaldi um þær reglur. Einhvers staðar á langri leið varð Flokkurinn viðskila við stefnu sína. Það er eina skýringin á því fylgistapi sem orðið hefur. Hugsjónamennirnir urðu heimilislausir í pólitískum skilningi. Hinir (flokksmennirnir) þrömmuðu áfram eftir flokkslínunni, þ.e. þeir sem ekki gátu hugsað sér að svíkja flokkinn með því að berjast lengur fyrir stefnu hans. Á þessari vegferð hefur það gleymst að einstaklingsfrelsið (og sjálfstæði landsins) er fólgið í því að hafa sjálfstæða skoðun, geta skipt um skoðun og hafa kjark til að standa með sjálfum sér og segja frá því. Frelsið verður aldrei varið með undirgefni og þægð. Síðastnefndu skilaboðin voru þó rauði þráðurinn í framangreindri ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins, þ.e. að Íslendingum "BERI" að sýna hollustu og þægð því kerfi sem reist hefur verið í kringum EES samninginn. EES, eins og það hefur þróast, er dæmi um nýja tegund stjórnkerfis, sem seilist sífellt lengra inn í atvinnulífið, félagslífið og persónulegt líf okkar, stjórnkerfis sem krefst andmælalausrar innleiðingar og undirgefni íslensks þjóðfélags gagnvart erlendu valdi sem við höfum enga stjórn á. Þegar hlustað er á ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttir vaknar sú spurning hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn vill nú að Íslendingar veiki löggjafarvaldið, gefi frá sér æðsta dómsvald og afhendi framkvæmdavaldið til Brussel? Hver ætlar að vera málsvari frelsisins þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt niður kyndilinn? Frelsi manna og þjóða er nú ógnað úr öllum áttum. Fasistahreyfingar aðhyllast miðstýringu og valdbeitingu. And-fasistar (Antifa) aðhyllast miðstýrða hugmyndafræðilega einsleitni sem innleiða má með ofbeldi. Stærsta frelsisógnin kemur þó ekki þaðan, heldur frá persónulegum viðhorfum okkar sjálfra og viðhorfum sem fest hafa rætur innan stofnana (og flokka) sem treysta sér ekki til að standa undir þeirri ábyrgð sem frelsið leggur okkur á herðar og vilja þess í stað afhenda valdataumana til ytra valds, sem krefst aga, einsleitni og ósjálfstæðis. Mikilvægasta frelsisbaráttan fer fram í okkar eigin hjarta og innan okkar eigin stofnana (og flokka). Öll höfum við innbyggða frelsisþrá, en það er líka mannlegt að vilja gangast undir vilja, vald eða áhrif annarra. Í síðarnefndu gryfjuna hefur Sjálfstæðisflokkurinn fallið. Nú reiðum við sjálfstæðismenn (með litlu ess-i) okkur á málflutning Miðflokksmanna. Ef eitthvað i þessum línum hér að ofan getur orðið þeim að gagni í andófi gegn þeim sem vilja veikja Alþingi og skerða fullveldið, þá yrði það örlítil huggun gegn þeim harmi að sjá Sjálfstæðisflokkinn skaða arfleifð sína í beinni útsendingu. Höfundur er lögmaður og sjálfstæðismaður (með litlu essi). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mörgum góðum og gegnum sjálfstæðismönnum var illa brugðið þegar þeir heyrðu ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur um bókun 35 6. júní sl. [Innskot: Ég o.fl. erum enn sjálfsstæðismenn með litlu ess-i í þeim skilningi að við aðhyllumst Sjálfstæðisstefnuna, öfugt við flokksforystuna]. Meðan ég hlustaði á ræðu formannsins varð mér hugsað til allra þeirra gömlu Sjálfstæðismanna sem hvíla nú undir grænni torfu með gullmerkin sín frá flokknum fyrir ötult starf í þágu flokksins sem þeir trúðu að væri málsvari frelsis: Einstaklingsfrelsis; frelsis til orðs og æðis; atvinnufrelsis; athafnafrelsis; verslunarfrelsis; markaðsfrelsis; akademísks frelsis o.s.frv., þar sem allt gekk út á að hafna miðstýringu og pólitísku handafli. Við trúðum því (og trúum því enn) að mögulegt sé fyrir menn (og þjóðir) að stjórna eigin för, taka sjálfstæðar ákvarðanir og hugsa sjálfstætt. Ræða Guðrúnar var uppfull af öfugmælum og rangfærslum: EES var ekki samþykktur á Alþingi með "yfirgnæfandi meirihluta" (atkvæði féllu 33-30). Alþingi mun aldrei "ákveða annað", þ.e. setja lög þvert gegn EES skuldbindingum sem við höfum undirgengist, því það myndi framkalla skaðabótamál og samningsbrotamál Vélræn, athugasemdalaus og anndmælalaus innleiðing í rúmlega 30 ár réttlætir ekki fyrirvaralausa orðnotkun um að þessar EES reglur séu "íslensk lög" Íslendingar hafa varið bókun 35 í yfir 30 ár og þurfa ekki að gefast upp baráttulaust fyrir ESA Guðrún fellur í þá gryfju að einblína á réttindi sem EES veitir en gleymir því að EES fylgja óteljandi skuldbindingar sem fyrr eða síðar munu bíta fast þjóð sem í andvaraleysi innleiðir allar reglur og festir sig þar með sífellt fastar í fjötra ESB Frumvarpið um bókun 35 tryggir ekki fyrirsjáanleika, heldur þvert á móti dregur úr fyrirsjáanleika þegar Íslendingar geta ekki lengur treyst því að ný lög frá Alþingi muni standast gagnvart eldri EES-skuldbindingum þetta eykur því hvorki "lagaskýrleika" né réttaröryggi Ísland á ekki "allt undir" EES samningnum. EES er lítill hluti heimsmarkaðar. Aðrar þjóðir flytja vörur og þjónustu inn á EES svæðið án þess að flytja inn EES reglur og án þess að afsala sér æðsta dómsvaldi um þær reglur. Einhvers staðar á langri leið varð Flokkurinn viðskila við stefnu sína. Það er eina skýringin á því fylgistapi sem orðið hefur. Hugsjónamennirnir urðu heimilislausir í pólitískum skilningi. Hinir (flokksmennirnir) þrömmuðu áfram eftir flokkslínunni, þ.e. þeir sem ekki gátu hugsað sér að svíkja flokkinn með því að berjast lengur fyrir stefnu hans. Á þessari vegferð hefur það gleymst að einstaklingsfrelsið (og sjálfstæði landsins) er fólgið í því að hafa sjálfstæða skoðun, geta skipt um skoðun og hafa kjark til að standa með sjálfum sér og segja frá því. Frelsið verður aldrei varið með undirgefni og þægð. Síðastnefndu skilaboðin voru þó rauði þráðurinn í framangreindri ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins, þ.e. að Íslendingum "BERI" að sýna hollustu og þægð því kerfi sem reist hefur verið í kringum EES samninginn. EES, eins og það hefur þróast, er dæmi um nýja tegund stjórnkerfis, sem seilist sífellt lengra inn í atvinnulífið, félagslífið og persónulegt líf okkar, stjórnkerfis sem krefst andmælalausrar innleiðingar og undirgefni íslensks þjóðfélags gagnvart erlendu valdi sem við höfum enga stjórn á. Þegar hlustað er á ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttir vaknar sú spurning hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn vill nú að Íslendingar veiki löggjafarvaldið, gefi frá sér æðsta dómsvald og afhendi framkvæmdavaldið til Brussel? Hver ætlar að vera málsvari frelsisins þegar Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt niður kyndilinn? Frelsi manna og þjóða er nú ógnað úr öllum áttum. Fasistahreyfingar aðhyllast miðstýringu og valdbeitingu. And-fasistar (Antifa) aðhyllast miðstýrða hugmyndafræðilega einsleitni sem innleiða má með ofbeldi. Stærsta frelsisógnin kemur þó ekki þaðan, heldur frá persónulegum viðhorfum okkar sjálfra og viðhorfum sem fest hafa rætur innan stofnana (og flokka) sem treysta sér ekki til að standa undir þeirri ábyrgð sem frelsið leggur okkur á herðar og vilja þess í stað afhenda valdataumana til ytra valds, sem krefst aga, einsleitni og ósjálfstæðis. Mikilvægasta frelsisbaráttan fer fram í okkar eigin hjarta og innan okkar eigin stofnana (og flokka). Öll höfum við innbyggða frelsisþrá, en það er líka mannlegt að vilja gangast undir vilja, vald eða áhrif annarra. Í síðarnefndu gryfjuna hefur Sjálfstæðisflokkurinn fallið. Nú reiðum við sjálfstæðismenn (með litlu ess-i) okkur á málflutning Miðflokksmanna. Ef eitthvað i þessum línum hér að ofan getur orðið þeim að gagni í andófi gegn þeim sem vilja veikja Alþingi og skerða fullveldið, þá yrði það örlítil huggun gegn þeim harmi að sjá Sjálfstæðisflokkinn skaða arfleifð sína í beinni útsendingu. Höfundur er lögmaður og sjálfstæðismaður (með litlu essi).
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun