Þetta eru börnin sem ég hef áhyggjur af í skólakerfinu Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 12. júní 2025 10:47 Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa góðar fyrirmyndir sem hafa kennt þeim að sýna hugrekki og seiglu til að ná markmiðum sínum. Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa tileinkað sér vaxandi hugarfar. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem tala sig sjálf niður og vaða yfir aðra með yfirgangi og skítkasti. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem sjá ekki tilganginn með því að læra það sem verið er að kenna þeim í skyldunáminu. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segja að þau þurfi ekki að læra því þau ætli að verða Youtube-arar eða samfélagsmiðlastjörnur þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segjast ekki þurfa að vera í skóla því að foreldrar þeirra hafi það fínt þrátt fyrir að hafa enga menntun. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem búa í samfélagi sem þau vita ekkert um né hafa nokkurn áhuga á að kynnast. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa hvorki góðan grunn í móðurmáli sínu né því tungumáli sem talað er í því landi sem þau búa í. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem koma hingað til landsins og segjast ekki ætla að læra íslensku því að þau ætli ekki að búa hér á landi þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem ekki er talað við né lesið fyrir heima. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem eru fædd hér á landi eða eru aðflutt og hafa ekki orðaforða til að skilja það sem þau heyra. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa ekki góðar fyrirmyndir í lífinu. Það er erfitt og oft á tíðum ógerlegt að kenna barni eða leiðbeina sem vill ekki læra eða taka leiðsögn. Allt of mörg börn fara í gegnum skyldunám sitt hér á landi með hangandi haus og ætla síðan að taka sig á í 10. bekk til að komast inn í rétta skólann en staðreyndin er sú að þú þjappar ekki tíu ára skólagöngu á eitt ár. Þeir kennarar sem ég hef starfað með og þekki til eru flestir boðnir og búnir til að finna leiðir sem henta þeirra nemendum til að ná sem mestum árangri. Margir þessir kennarar eru með hugann við starf sitt út fyrir hefðbundinn vinnutíma og eru tilbúnir að ganga skrefinu lengra til farsældar fyrir börn. En þrátt fyrir þessi auka skref þá gengur oft erfiðlega að ná til ákveðins hóps nemenda. Oft er sagt á tyllidögum að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og eru það orð að sönnu. Það þarf hugrekki til að vera gott foreldri. Góð gildi þarf að kenna og mennskuna að næra. Vegferð hvers einstaklings byrjar við fæðingu og skiptir miklu máli að byggja sterkan grunn strax frá byrjun. Hlutverk foreldra er veigamikið og gott samstarf við þá sem eru inni í lífi hvers barns mikilvægt. Núna eru grunnskólanemendur farnir út í sumarið. Sum þeirra hafa gott og sterkt bakland en önnur ekki. Hjálpumst að við að byggja bjargir og finna verkfæri til að hjálpa þeim börnum sem standa höllum fæti. Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Gleðilegt barnvænt sumar, Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í KFR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa góðar fyrirmyndir sem hafa kennt þeim að sýna hugrekki og seiglu til að ná markmiðum sínum. Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa tileinkað sér vaxandi hugarfar. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem tala sig sjálf niður og vaða yfir aðra með yfirgangi og skítkasti. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem sjá ekki tilganginn með því að læra það sem verið er að kenna þeim í skyldunáminu. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segja að þau þurfi ekki að læra því þau ætli að verða Youtube-arar eða samfélagsmiðlastjörnur þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segjast ekki þurfa að vera í skóla því að foreldrar þeirra hafi það fínt þrátt fyrir að hafa enga menntun. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem búa í samfélagi sem þau vita ekkert um né hafa nokkurn áhuga á að kynnast. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa hvorki góðan grunn í móðurmáli sínu né því tungumáli sem talað er í því landi sem þau búa í. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem koma hingað til landsins og segjast ekki ætla að læra íslensku því að þau ætli ekki að búa hér á landi þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem ekki er talað við né lesið fyrir heima. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem eru fædd hér á landi eða eru aðflutt og hafa ekki orðaforða til að skilja það sem þau heyra. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa ekki góðar fyrirmyndir í lífinu. Það er erfitt og oft á tíðum ógerlegt að kenna barni eða leiðbeina sem vill ekki læra eða taka leiðsögn. Allt of mörg börn fara í gegnum skyldunám sitt hér á landi með hangandi haus og ætla síðan að taka sig á í 10. bekk til að komast inn í rétta skólann en staðreyndin er sú að þú þjappar ekki tíu ára skólagöngu á eitt ár. Þeir kennarar sem ég hef starfað með og þekki til eru flestir boðnir og búnir til að finna leiðir sem henta þeirra nemendum til að ná sem mestum árangri. Margir þessir kennarar eru með hugann við starf sitt út fyrir hefðbundinn vinnutíma og eru tilbúnir að ganga skrefinu lengra til farsældar fyrir börn. En þrátt fyrir þessi auka skref þá gengur oft erfiðlega að ná til ákveðins hóps nemenda. Oft er sagt á tyllidögum að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og eru það orð að sönnu. Það þarf hugrekki til að vera gott foreldri. Góð gildi þarf að kenna og mennskuna að næra. Vegferð hvers einstaklings byrjar við fæðingu og skiptir miklu máli að byggja sterkan grunn strax frá byrjun. Hlutverk foreldra er veigamikið og gott samstarf við þá sem eru inni í lífi hvers barns mikilvægt. Núna eru grunnskólanemendur farnir út í sumarið. Sum þeirra hafa gott og sterkt bakland en önnur ekki. Hjálpumst að við að byggja bjargir og finna verkfæri til að hjálpa þeim börnum sem standa höllum fæti. Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Gleðilegt barnvænt sumar, Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í KFR
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun