Staða leikskólamála í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar 12. júní 2025 13:01 Á yfirstandandi kjörtímabili hefur meirihluti Reykjanesbæjar forgangsraðað tæpum 3 milljörðum í uppbyggingu leikskóla til að fjölga leikskólaplássum. Í haust þegar nýju leikskólarnir hafa fyllt plássin sín hefur meirihluti Reykjanesbæjar fjölgað leikskólaplássum um 175 pláss á kjörtímabilinu. Þar með eru leikskólar í sveitarfélaginu orðnir 12 talsins með yfir 1.200 pláss. Haustið 2025 munum við geta lækkað innritunaraldur leikskólabarna í 18-24 mánaða, líkt og við settum okkur markmið um að ná á kjörtímabilinu. Meirihlutinn mun auk þess rýna tækifæri til enn frekari fjölgunar leikskólaplássa í fjárhagsáætlun næsta árs. Það gerum við því við vitum að til okkar flytjast um 1.000 manns á ári og talsverður fjöldi þeirra er börn. Aðlögunarhæfni leikskólanna okkar Það er rétt að taka það fram að starfsfólkið í okkar leikskólum er einstaklega lausnamiðað. Það sést best á viðbrögðum þeirra til að taka á móti börnum frá Grindavík þegar náttúruhörmungarnar dundu yfir nágranna okkar. Alls tóku leikskólar Reykjanesbæjar við 54 börnum á leikskólaaldri á mjög stuttum tíma og fyrir þau viðbrögð erum við afar þakklát. Það er nefnilega áskorun að taka við hálfum leikskóla af börnum á augabragði. Önnur góð úrræði til framtíðar Meirihlutinn í Reykjanesbæ hefur lagst í umtalsverða vinnu til að bæta starfsumhverfið í leikskólunum okkar. Við bjóðum starfsfólkinu okkar upp á frí milli jóla og nýárs, við bjóðum góð starfsskilyrði fyrir leiðbeinendur í námi til leikskólakennara, við höfum samræmt frí milli allra skólastiga í sveitarfélaginu og við höfum tryggt úrræði vegna styttingu vinnuvikunnar sem kemur þó ekki niður á þjónustu til foreldra og barna. Samhliða því höfum við ekki, líkt og nokkur sveitarfélög, hækkað leikskólagjöld til foreldra. Auk þess sjáum við til þess að þeir foreldrar sem hafa ekki fengið leikskólapláss fyrir barnið sitt fyrir 18 mánaða aldur greiða til dagforeldra sama gjald og þau hefðu greitt í leikskólagjöld. Dagforeldrar í Reykjanesbæ hafa aldrei verið fleiri en nú og ætti foreldrum allra barna sem náð hafa 12 mánaða aldri að standa til boða að komast að hjá dagforeldrum. Meirihluti Reykjanesbæjar er hvergi nærri hætt að vinna að leikskólamálum því við vitum hversu mikilvægir leikskólarnir okkar eru fyrir samfélagið okkar. Höfundur er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Leikskólar Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur meirihluti Reykjanesbæjar forgangsraðað tæpum 3 milljörðum í uppbyggingu leikskóla til að fjölga leikskólaplássum. Í haust þegar nýju leikskólarnir hafa fyllt plássin sín hefur meirihluti Reykjanesbæjar fjölgað leikskólaplássum um 175 pláss á kjörtímabilinu. Þar með eru leikskólar í sveitarfélaginu orðnir 12 talsins með yfir 1.200 pláss. Haustið 2025 munum við geta lækkað innritunaraldur leikskólabarna í 18-24 mánaða, líkt og við settum okkur markmið um að ná á kjörtímabilinu. Meirihlutinn mun auk þess rýna tækifæri til enn frekari fjölgunar leikskólaplássa í fjárhagsáætlun næsta árs. Það gerum við því við vitum að til okkar flytjast um 1.000 manns á ári og talsverður fjöldi þeirra er börn. Aðlögunarhæfni leikskólanna okkar Það er rétt að taka það fram að starfsfólkið í okkar leikskólum er einstaklega lausnamiðað. Það sést best á viðbrögðum þeirra til að taka á móti börnum frá Grindavík þegar náttúruhörmungarnar dundu yfir nágranna okkar. Alls tóku leikskólar Reykjanesbæjar við 54 börnum á leikskólaaldri á mjög stuttum tíma og fyrir þau viðbrögð erum við afar þakklát. Það er nefnilega áskorun að taka við hálfum leikskóla af börnum á augabragði. Önnur góð úrræði til framtíðar Meirihlutinn í Reykjanesbæ hefur lagst í umtalsverða vinnu til að bæta starfsumhverfið í leikskólunum okkar. Við bjóðum starfsfólkinu okkar upp á frí milli jóla og nýárs, við bjóðum góð starfsskilyrði fyrir leiðbeinendur í námi til leikskólakennara, við höfum samræmt frí milli allra skólastiga í sveitarfélaginu og við höfum tryggt úrræði vegna styttingu vinnuvikunnar sem kemur þó ekki niður á þjónustu til foreldra og barna. Samhliða því höfum við ekki, líkt og nokkur sveitarfélög, hækkað leikskólagjöld til foreldra. Auk þess sjáum við til þess að þeir foreldrar sem hafa ekki fengið leikskólapláss fyrir barnið sitt fyrir 18 mánaða aldur greiða til dagforeldra sama gjald og þau hefðu greitt í leikskólagjöld. Dagforeldrar í Reykjanesbæ hafa aldrei verið fleiri en nú og ætti foreldrum allra barna sem náð hafa 12 mánaða aldri að standa til boða að komast að hjá dagforeldrum. Meirihluti Reykjanesbæjar er hvergi nærri hætt að vinna að leikskólamálum því við vitum hversu mikilvægir leikskólarnir okkar eru fyrir samfélagið okkar. Höfundur er formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun