Tökum höndum saman áður en það er of seint Karólína Helga Símonardóttir skrifar 12. júní 2025 12:16 Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. Því miður eru hvorki Hafnarfjörður né hafnfirsk ungmenni undanskilin þessari þróun. Ég, undirrituð, fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar, hef ítrekað kallað eftir því að bærinn leggi meiri og markvissari stuðning í þennan mikilvæga málaflokk. Þar má meðal annars nefna tillögu mína um að auka stöðugildi forvarnarfulltrúa bæjarins – tillögu sem var samþykkt. Við getum gert betur í forvörnum sem sveitarfélag. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram tillögur um úrbætur. Þar á meðal hefur verið lögð áhersla á að í innleiðingu nýrrar menntastefnu Hafnarfjarðar verði unnið sérstaklega með sjálfsmynd barna og ungmenna. Að styrkja einstaklingana er eitt stærsta forvarnarverkefnið sem við getum ráðist í. Þegar börn og ungmenni hafa meiri trú á sér, öðlast þau betri færni til að takast á við andlegar og félagslegar áskoranir. Þau byggja upp seiglu og verða sterkari einstaklingar. Við erum að horfa upp á vaxandi vandamál sem þarf að bregðast við nú þegar. Hér er um að ræða börn og ungmenni sem mörg hver þrífast ekki í hefðbundnum tómstundum og finna sig ekki í hinu hefðbundna samfélagi. Nauðsynlegt er að finna lausnir sem ná til þessa hóps. Þetta áhyggjuefni er þó ekki nýtt. Ég byrjaði strax að vekja athygli á því eftir að Covid-faraldurinn fór að réna. Strax í kjölfarið komu fram vaxandi áhyggjur meðal skólastjórnenda og kennara um að ýmis hættumerki væru á lofti. Ég bókaði strax þá í fræðsluráði Hafnarfjarðar: „Við viljum ekki bíða eftir því að hér gjósi upp stórkostleg vandamál – aukin eiturlyfjaneysla og ofbeldi. Hér þarf að stíga niður fæti og bregðast hratt og skipulega við vandanum.“ Því miður hafa þær aðgerðir sem ráðist var í ekki skilað nægjanlegum árangri. En hvað á þá að gera næst? Þegar kallað var eftir auknu stöðugildi í Ungmennahúsinu Hamrinum var svar meirihlutans að loka húsinu. Ástæðan? Breytingar og að verið væri að mæta þörfum ungmenna. En hvernig var það gert og hefur þörfum þessara ungmenna sannarlega verið mætt? Við í Viðreisn teljum einnig mikilvægt að minna á að besta forvörnin er að hjálpa börnum og ungmennum að finna að þau tilheyri. Að vera hluti af heild – hvort sem er í tómstundum eða annarri skipulagðri samveru. Við megum ekki gleyma því að boltaíþróttir, afreksíþróttir og keppnisíþróttir eru ekki einu tómstundirnar sem standa til boða. Við þurfum fjölbreyttari úrræði fyrir ungmennin okkar – rými þar sem öll upplifa sig sem virka þátttakendur og hluta af hópi. Allur Hafnarfjörður þarf að taka höndum saman. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Hafnarfjörður Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. Því miður eru hvorki Hafnarfjörður né hafnfirsk ungmenni undanskilin þessari þróun. Ég, undirrituð, fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar, hef ítrekað kallað eftir því að bærinn leggi meiri og markvissari stuðning í þennan mikilvæga málaflokk. Þar má meðal annars nefna tillögu mína um að auka stöðugildi forvarnarfulltrúa bæjarins – tillögu sem var samþykkt. Við getum gert betur í forvörnum sem sveitarfélag. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram tillögur um úrbætur. Þar á meðal hefur verið lögð áhersla á að í innleiðingu nýrrar menntastefnu Hafnarfjarðar verði unnið sérstaklega með sjálfsmynd barna og ungmenna. Að styrkja einstaklingana er eitt stærsta forvarnarverkefnið sem við getum ráðist í. Þegar börn og ungmenni hafa meiri trú á sér, öðlast þau betri færni til að takast á við andlegar og félagslegar áskoranir. Þau byggja upp seiglu og verða sterkari einstaklingar. Við erum að horfa upp á vaxandi vandamál sem þarf að bregðast við nú þegar. Hér er um að ræða börn og ungmenni sem mörg hver þrífast ekki í hefðbundnum tómstundum og finna sig ekki í hinu hefðbundna samfélagi. Nauðsynlegt er að finna lausnir sem ná til þessa hóps. Þetta áhyggjuefni er þó ekki nýtt. Ég byrjaði strax að vekja athygli á því eftir að Covid-faraldurinn fór að réna. Strax í kjölfarið komu fram vaxandi áhyggjur meðal skólastjórnenda og kennara um að ýmis hættumerki væru á lofti. Ég bókaði strax þá í fræðsluráði Hafnarfjarðar: „Við viljum ekki bíða eftir því að hér gjósi upp stórkostleg vandamál – aukin eiturlyfjaneysla og ofbeldi. Hér þarf að stíga niður fæti og bregðast hratt og skipulega við vandanum.“ Því miður hafa þær aðgerðir sem ráðist var í ekki skilað nægjanlegum árangri. En hvað á þá að gera næst? Þegar kallað var eftir auknu stöðugildi í Ungmennahúsinu Hamrinum var svar meirihlutans að loka húsinu. Ástæðan? Breytingar og að verið væri að mæta þörfum ungmenna. En hvernig var það gert og hefur þörfum þessara ungmenna sannarlega verið mætt? Við í Viðreisn teljum einnig mikilvægt að minna á að besta forvörnin er að hjálpa börnum og ungmennum að finna að þau tilheyri. Að vera hluti af heild – hvort sem er í tómstundum eða annarri skipulagðri samveru. Við megum ekki gleyma því að boltaíþróttir, afreksíþróttir og keppnisíþróttir eru ekki einu tómstundirnar sem standa til boða. Við þurfum fjölbreyttari úrræði fyrir ungmennin okkar – rými þar sem öll upplifa sig sem virka þátttakendur og hluta af hópi. Allur Hafnarfjörður þarf að taka höndum saman. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun