Skref aftur á bak fyrir konur með endómetríósu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 12. júní 2025 13:31 Fyrir margar konur sem lifa með endómetríósu hefur lífið snúist um langvarandi verki, bið og baráttu fyrir því að fá hlustun og viðeigandi meðferð. Í gegnum árin hefur Endófélagið unnið ómetanlegt starf við að vekja athygli á þessum ósýnilega sjúkdómi og skapa umræðu sem snýst um skilning, stuðning og virðingu. Það hefur skipt sköpum fyrir fjölmargar konur sem áður voru ósýnilegar í heilbrigðiskerfinu. Framsókn hefur lengi lagt áherslu á málefni kvenna með endómetríósu og unnið að bættri þjónustu. Eygló Harðardóttir vann ötullega að því að varpa ljósi á þennan sjúkdóm á meðan hún gegndi þingmennsku. Henni tókst, ásamt öðru baráttufólki, að koma umræðunni af stað á stjórnmálavettvangi og leggja grunn að þeirri vitundarvakningu sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Með áherslum nýs heilbrigðisráðherra hefur skapast óvissa um hvernig sinna eigi þeim konum sem bíða eftir nauðsynlegum aðgerðum vegna endómetríósu. Þess vegna er brýnt að þessari óvissu verði eytt og að stór hópur kvenna þurfi ekki að bera fjárhagslega byrði til að endurheimta lífsgæði sín. Framsókn hefur einmitt lagt áherslu á að heilbrigðiskerfið eigi að snúast um einstaklinginn, ekki kerfið. Það þarf að nálgast þessi mál af yfirvegun, með skilningi og samráði, rétt eins og Willum Þór gerði þegar hann gegndi embætti heilbrigðisráðherra. Við skuldum konunum með endómetríósu skýr svör, raunhæfar lausnir og heilbrigðiskerfi sem setur lífsgæði þeirra í forgang. Höfundur er formaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jafnréttismál Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Fyrir margar konur sem lifa með endómetríósu hefur lífið snúist um langvarandi verki, bið og baráttu fyrir því að fá hlustun og viðeigandi meðferð. Í gegnum árin hefur Endófélagið unnið ómetanlegt starf við að vekja athygli á þessum ósýnilega sjúkdómi og skapa umræðu sem snýst um skilning, stuðning og virðingu. Það hefur skipt sköpum fyrir fjölmargar konur sem áður voru ósýnilegar í heilbrigðiskerfinu. Framsókn hefur lengi lagt áherslu á málefni kvenna með endómetríósu og unnið að bættri þjónustu. Eygló Harðardóttir vann ötullega að því að varpa ljósi á þennan sjúkdóm á meðan hún gegndi þingmennsku. Henni tókst, ásamt öðru baráttufólki, að koma umræðunni af stað á stjórnmálavettvangi og leggja grunn að þeirri vitundarvakningu sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Með áherslum nýs heilbrigðisráðherra hefur skapast óvissa um hvernig sinna eigi þeim konum sem bíða eftir nauðsynlegum aðgerðum vegna endómetríósu. Þess vegna er brýnt að þessari óvissu verði eytt og að stór hópur kvenna þurfi ekki að bera fjárhagslega byrði til að endurheimta lífsgæði sín. Framsókn hefur einmitt lagt áherslu á að heilbrigðiskerfið eigi að snúast um einstaklinginn, ekki kerfið. Það þarf að nálgast þessi mál af yfirvegun, með skilningi og samráði, rétt eins og Willum Þór gerði þegar hann gegndi embætti heilbrigðisráðherra. Við skuldum konunum með endómetríósu skýr svör, raunhæfar lausnir og heilbrigðiskerfi sem setur lífsgæði þeirra í forgang. Höfundur er formaður Framsóknar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun