Ísland smíðar – köllum á hetjurnar okkar Einar Mikael Sverrisson skrifar 13. júní 2025 11:31 Í dag stöndum við frammi fyrir stórri ákvörðun, kannski einni þeirri stærstu sem samfélag getur tekið. Viljum við halda áfram að reiða okkur á einnota lausnir, ósjálfbært neyslumynstur og úrelta hugmynd um að hægt sé að“kaupa sig út úr öllu? Viljum við halda áfram að flytja inn framtíðina, tilbúna, samsetta og ópersónulega? Eða ætlum við að staldra við, horfast í augu við tímann sem við lifum á og smíða okkur nýja leið? Leið sem byggir ekki á neyslu heldur kunnáttu ekki á skammtímahag heldur varanleika.Ekki á óöryggi heldur sjálfstrausti. Svarið er skýrt við verðum að velja smíðar. Heimurinn hefur fengið að molna en við getum smíðað hann upp á ný Við búum í heimi þar sem hlutir endast varla út vikuna. Við hendum því sem bilaði í gær og kaupum nýtt með einum smelli. Þetta hefur orðið eðlilegt, en við vitum að það gengur ekki lengur.Ekki fyrir jörðina, ekki fyrir menningu okkar og ekki fyrir börnin okkar. Við höfum fjarlægst upprunann, handverkið og sköpunina.Við höfum gleymt því að í hlutum býr gildi ekki bara verð.Nú þurfum við að muna. Það vantar ekki fleiri vörur það sem vantar er kunnátta,virðing og tenging.Færni til að skapa og viðhalda til að byggja eitthvað sem stendur.Það sem vantar eru smíðar og þá sem kunna að smíða. Smíðakennsla er ekki bara grein í skóla hún er mótandi afl.Hún kennir sjálfbærni í verki, sjálfstæði í framkvæmd og þrautseigju í raunheimum.Smíðar búa til fólk sem getur bjargað sér og öðrum.Ekki bara með höndunum, heldur með hugsun, sköpun og styrk. Við þurfum hetjur - smíðakennarar eru Batman okkar tíma En hér er málið og það er brýnt:Smíðakennarar eru að hverfa. Þeir eru orðnir eins og ofurhetjur þeir sjást ekki víða, en þegar þeir mæta breytist allt!Þeir vinna þögul undur í smíðastofum um allt land.Þeir kveikja von hjá nemanda sem hélt að hann kynni ekki neitt.Þeir vekja áhuga þar sem áður var kvíði.Þeir byggja upp sjálfsvirðingu þeirra sem finna sig hvergi annars staðar. Þeir kenna ekki bara hvernig á að saga og skeyta saman þeir kenna hvernig á að takast á við heiminn.Nú þurfum við að kalla á þá. Ísland kallar lýsum upp himininn Í öllum góðum ofurhetjusögum kemur sú stund þegar borgin er í neyð.Það kviknar ljós á þaki byggingar og merki birtist á himninum.Kall um hjálp en líka traust og von. Þessi stund er núna við verðum að kveikja okkar ljós.Ekki Batman-merkið.Heldur smíðamerkið.Kall til kennara sem hafa trú, sem hafa færni og sem hafa hjartalagið.Til þeirra sem vilja miðla, breyta og kveikja ljós í öðrum. Við þurfum að kalla á nýja kynslóð smíðakennara.Við þurfum að hlúa að þeim sem fyrir eru, halda þeim, styðja þá og lyfta þeim upp.Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar eru ekki undantekning heldur undirstaða. Því Ísland getur ekki smíðað ef enginn kennir.Við getum ekki kennt ef við styðjum ekki kennarana. Smíðar eru framtíð og kennararnir eru lykillinn Þegar við fjárfestum í smíðakennslu, erum við ekki bara að setja nagla í vegginn.Við erum að leggja grunn að sjálfstæðum einstaklingum.Við erum að búa til tækifæri fyrir ungt fólk til að finna sína rödd í gegnum verk, virkni og það að skapa eitthvað raunverulegt og mikilvægt með eigin höndum. Í hverjum smíðatíma verður eitthvað til sem hægt er að halda á en líka eitthvað sem ekki sést sjálfstraust, þrautseigja og færni sem úreldist ekki.Þar lærir einstaklingurinn að það er hægt að bjarga sér.Að það er hægt að byggja líf sem er ekki háð öðrum heldur sprottið innan frá. Það er einmitt þar sem kennarinn stígur inn.Ekki bara með kennsluáætlun, heldur með trú.Trú á nemandann, trú á sköpun og trú á að það sé hægt að breyta samfélagi með því að kenna fólki að smíða. Þessir kennarar eru ekki bara starfsmenn kerfisins þeir eru bændur framtíðarinnar.Þeir sá í jörð sem við hin gleymdum.Við þurfum fleiri smíðakennara. Ísland smíðar – saman Við getum ekki byggt ef við fjárfestum ekki í þeim sem bera þessa kunnáttu, þetta hjartalag.Við getum ekki treyst á sjálfstæða framtíð nema við treystum þeim sem kenna sjálfstæði. Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar blómstra.Þar sem þeir eru ekki að hverfa heldur að fjölga.Þar sem börn geta hreyft hugmynd í höndum sínum og fundið að þau geti skilið, lagað, breytt og bætt. Ísland hefur alltaf verið land handverks og hugvits.Við höfum alltaf byggt þrátt fyrir skort en nú byggjum við ekki bara hús heldur stórglæsta framtíð.Við byggjum nýja menningu ,við byggjum með hjartanu og við byggjum hana saman. Við þurfum á kennurunum að halda því þeir kveikja ljós.Þeir smíða fólk þeir gefa okkur þjóð sem treystir á sjálfa sig. Kæra Ísland, nú er kominn tími til að byggja aftur.Með verkfærin í annarri hendi, og vonina í hinni. Ísland smíðar.Framtíðin byrjar hér. Höfundur er húsasmiður og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Í dag stöndum við frammi fyrir stórri ákvörðun, kannski einni þeirri stærstu sem samfélag getur tekið. Viljum við halda áfram að reiða okkur á einnota lausnir, ósjálfbært neyslumynstur og úrelta hugmynd um að hægt sé að“kaupa sig út úr öllu? Viljum við halda áfram að flytja inn framtíðina, tilbúna, samsetta og ópersónulega? Eða ætlum við að staldra við, horfast í augu við tímann sem við lifum á og smíða okkur nýja leið? Leið sem byggir ekki á neyslu heldur kunnáttu ekki á skammtímahag heldur varanleika.Ekki á óöryggi heldur sjálfstrausti. Svarið er skýrt við verðum að velja smíðar. Heimurinn hefur fengið að molna en við getum smíðað hann upp á ný Við búum í heimi þar sem hlutir endast varla út vikuna. Við hendum því sem bilaði í gær og kaupum nýtt með einum smelli. Þetta hefur orðið eðlilegt, en við vitum að það gengur ekki lengur.Ekki fyrir jörðina, ekki fyrir menningu okkar og ekki fyrir börnin okkar. Við höfum fjarlægst upprunann, handverkið og sköpunina.Við höfum gleymt því að í hlutum býr gildi ekki bara verð.Nú þurfum við að muna. Það vantar ekki fleiri vörur það sem vantar er kunnátta,virðing og tenging.Færni til að skapa og viðhalda til að byggja eitthvað sem stendur.Það sem vantar eru smíðar og þá sem kunna að smíða. Smíðakennsla er ekki bara grein í skóla hún er mótandi afl.Hún kennir sjálfbærni í verki, sjálfstæði í framkvæmd og þrautseigju í raunheimum.Smíðar búa til fólk sem getur bjargað sér og öðrum.Ekki bara með höndunum, heldur með hugsun, sköpun og styrk. Við þurfum hetjur - smíðakennarar eru Batman okkar tíma En hér er málið og það er brýnt:Smíðakennarar eru að hverfa. Þeir eru orðnir eins og ofurhetjur þeir sjást ekki víða, en þegar þeir mæta breytist allt!Þeir vinna þögul undur í smíðastofum um allt land.Þeir kveikja von hjá nemanda sem hélt að hann kynni ekki neitt.Þeir vekja áhuga þar sem áður var kvíði.Þeir byggja upp sjálfsvirðingu þeirra sem finna sig hvergi annars staðar. Þeir kenna ekki bara hvernig á að saga og skeyta saman þeir kenna hvernig á að takast á við heiminn.Nú þurfum við að kalla á þá. Ísland kallar lýsum upp himininn Í öllum góðum ofurhetjusögum kemur sú stund þegar borgin er í neyð.Það kviknar ljós á þaki byggingar og merki birtist á himninum.Kall um hjálp en líka traust og von. Þessi stund er núna við verðum að kveikja okkar ljós.Ekki Batman-merkið.Heldur smíðamerkið.Kall til kennara sem hafa trú, sem hafa færni og sem hafa hjartalagið.Til þeirra sem vilja miðla, breyta og kveikja ljós í öðrum. Við þurfum að kalla á nýja kynslóð smíðakennara.Við þurfum að hlúa að þeim sem fyrir eru, halda þeim, styðja þá og lyfta þeim upp.Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar eru ekki undantekning heldur undirstaða. Því Ísland getur ekki smíðað ef enginn kennir.Við getum ekki kennt ef við styðjum ekki kennarana. Smíðar eru framtíð og kennararnir eru lykillinn Þegar við fjárfestum í smíðakennslu, erum við ekki bara að setja nagla í vegginn.Við erum að leggja grunn að sjálfstæðum einstaklingum.Við erum að búa til tækifæri fyrir ungt fólk til að finna sína rödd í gegnum verk, virkni og það að skapa eitthvað raunverulegt og mikilvægt með eigin höndum. Í hverjum smíðatíma verður eitthvað til sem hægt er að halda á en líka eitthvað sem ekki sést sjálfstraust, þrautseigja og færni sem úreldist ekki.Þar lærir einstaklingurinn að það er hægt að bjarga sér.Að það er hægt að byggja líf sem er ekki háð öðrum heldur sprottið innan frá. Það er einmitt þar sem kennarinn stígur inn.Ekki bara með kennsluáætlun, heldur með trú.Trú á nemandann, trú á sköpun og trú á að það sé hægt að breyta samfélagi með því að kenna fólki að smíða. Þessir kennarar eru ekki bara starfsmenn kerfisins þeir eru bændur framtíðarinnar.Þeir sá í jörð sem við hin gleymdum.Við þurfum fleiri smíðakennara. Ísland smíðar – saman Við getum ekki byggt ef við fjárfestum ekki í þeim sem bera þessa kunnáttu, þetta hjartalag.Við getum ekki treyst á sjálfstæða framtíð nema við treystum þeim sem kenna sjálfstæði. Við þurfum að skapa umhverfi þar sem smíðakennarar blómstra.Þar sem þeir eru ekki að hverfa heldur að fjölga.Þar sem börn geta hreyft hugmynd í höndum sínum og fundið að þau geti skilið, lagað, breytt og bætt. Ísland hefur alltaf verið land handverks og hugvits.Við höfum alltaf byggt þrátt fyrir skort en nú byggjum við ekki bara hús heldur stórglæsta framtíð.Við byggjum nýja menningu ,við byggjum með hjartanu og við byggjum hana saman. Við þurfum á kennurunum að halda því þeir kveikja ljós.Þeir smíða fólk þeir gefa okkur þjóð sem treystir á sjálfa sig. Kæra Ísland, nú er kominn tími til að byggja aftur.Með verkfærin í annarri hendi, og vonina í hinni. Ísland smíðar.Framtíðin byrjar hér. Höfundur er húsasmiður og kennari.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun