Kínverskur dómur um banaslys skipti engu máli og TM slapp Árni Sæberg skrifar 13. júní 2025 10:50 Frá vettvangi slyssins þann 27. desember 2017. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að kínversk ferðaskrifstofa eigi ekki rétt á bótum úr hendi TM vegna banaslyss sem varð árið 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt aðstandendum þeirra tveggja sem létust bætur og taldi sig því hafa eignast kröfu þeirra á hendur TM. Landsréttur hélt nú ekki. Það var þann 27. desember 2017 sem hópur kínverskra ferðamanna í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company lenti í umferðarslysi á Suðurlandsvegi. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM. Í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn og slasaðist fjöldi þeirra alvarlega auk þess sem tveir þeirra létust. Ökumaðurinn var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Annar hinna látnu var fæddur árið 1988 og lést á slysstað. Hinn fæddur 1996 lést af sárum sínum tveimur vikum eftir slysið. Greiddu foreldrunum tæpar sjötíu milljónir Þegar málið var til meðferðar hjá héraðsdómi sagði TM að félaginu hefðu borist kröfur frá 34 íslenskum lögmönnum í 34 bótamálum farþeganna þar á meðal umboð lögmanns foreldra beggja þeirra sem létust. Það hefði ekki verið veitt lögmanni kínversku ferðaskrifstofunnar. Fullnaðaruppgjör hafi farið fram í flestum málum en þó ekki í máli foreldra hinna látnu. Kínverska fyrirtækið sagði hin látnu hafa keypt ferð sem kallaðist „Six-day Deep Travel of Classic Ice and Fire in Iceland“. Dómar hafi fallið í Dongcheng-héraði í Beijing 2019 þar sem ferðaskrifstofunni var gert að greiða hinum látnu dánarbætur að andvirði tæplega sjötíu milljóna króna. Ferðaskrifstofan vildi meina að með þeim greiðslum hefði réttur foreldra hinna látnu gagnvart tryggingarfélagi rútufyrirtækisins færst yfir til ferðaskrifstofunnar. Krafðist Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company vegna þessa andvirði um 64 milljóna króna. Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að þar sem enginn samstarfssamningur hefði verið á milli kínversku ferðaskrifstofunnar og íslensks ferðaþjónustuaðila, vátryggingartaka eða TM ætti ferðaskrifstofan ekki aðild að málinu og gæti ekki eignast kröfur á hendur þeim aðilum. Erlendir dómar hafa ekki áhrif hér á landi, nema stundum Í dómi Landsréttar segir að að sú meginregla gildi samkvæmt íslenskum rétti að erlendir dómar hafi ekki réttaráhrif hér á landi nema svo sé mælt fyrir um í lögum, svo sem lögum um Lúganósamninginn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum, en Kína sé ekki aðili að þeim samningi. Þar sem íslensk lög kveði ekki á um að dómar, sem kveðnir eru upp af dómstólum í Kína, skuli hafa tiltekin réttaráhrif hér á landi séu áhrif þeirra í öllu falli takmörkuð þegar leyst væri úr málum sem rekin eru fyrir íslenskum dómstólum. Auk þess hafi erlendur dómur enn takmarkaðri þýðingu en ella væri ef stefnda hafi ekki gefist kostur á að taka til varna áður en dómurinn yrði kveðinn upp. Því hafi lög ekki staðið til þeirrar niðurstöðu að leggja mætti til grundvallar að fyrir lægi framsal á bótakröfu sem TM yrði bundið af. TM hafi því verið sýknað af öllum kröfum ferðaskrifstofunnar. Málskostnaður milli aðila var felldur niður á báðum dómstigum. Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Skaftárhreppur Ferðaþjónusta Kína Tengdar fréttir Sjö hinna slösuðu enn á spítala Sjö þeirra sem slösuðust þegar hópferðabíll rakst á fólksbíl og hafnaði utan vegar í grennd við Kirkjubæjarklaustur eru enn á sjúkrahúsi. Tveir þeirra liggja á gjörgæsludeild. 29. desember 2017 14:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Það var þann 27. desember 2017 sem hópur kínverskra ferðamanna í skipulagðri ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company lenti í umferðarslysi á Suðurlandsvegi. Rútan var á vegum Hópferðabíla Akureyrar sem var tryggð hjá TM. Í rútunni voru 44 kínverskir ferðamenn og slasaðist fjöldi þeirra alvarlega auk þess sem tveir þeirra létust. Ökumaðurinn var síðar sakfelldur fyrir stórkostlegt gáleysi við akstur. Annar hinna látnu var fæddur árið 1988 og lést á slysstað. Hinn fæddur 1996 lést af sárum sínum tveimur vikum eftir slysið. Greiddu foreldrunum tæpar sjötíu milljónir Þegar málið var til meðferðar hjá héraðsdómi sagði TM að félaginu hefðu borist kröfur frá 34 íslenskum lögmönnum í 34 bótamálum farþeganna þar á meðal umboð lögmanns foreldra beggja þeirra sem létust. Það hefði ekki verið veitt lögmanni kínversku ferðaskrifstofunnar. Fullnaðaruppgjör hafi farið fram í flestum málum en þó ekki í máli foreldra hinna látnu. Kínverska fyrirtækið sagði hin látnu hafa keypt ferð sem kallaðist „Six-day Deep Travel of Classic Ice and Fire in Iceland“. Dómar hafi fallið í Dongcheng-héraði í Beijing 2019 þar sem ferðaskrifstofunni var gert að greiða hinum látnu dánarbætur að andvirði tæplega sjötíu milljóna króna. Ferðaskrifstofan vildi meina að með þeim greiðslum hefði réttur foreldra hinna látnu gagnvart tryggingarfélagi rútufyrirtækisins færst yfir til ferðaskrifstofunnar. Krafðist Beijing Titicaca Haoxing International Travel Company vegna þessa andvirði um 64 milljóna króna. Héraðsdómur Reykjavíkur tók málið til skoðunar og komst að þeirri niðurstöðu að þar sem enginn samstarfssamningur hefði verið á milli kínversku ferðaskrifstofunnar og íslensks ferðaþjónustuaðila, vátryggingartaka eða TM ætti ferðaskrifstofan ekki aðild að málinu og gæti ekki eignast kröfur á hendur þeim aðilum. Erlendir dómar hafa ekki áhrif hér á landi, nema stundum Í dómi Landsréttar segir að að sú meginregla gildi samkvæmt íslenskum rétti að erlendir dómar hafi ekki réttaráhrif hér á landi nema svo sé mælt fyrir um í lögum, svo sem lögum um Lúganósamninginn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum, en Kína sé ekki aðili að þeim samningi. Þar sem íslensk lög kveði ekki á um að dómar, sem kveðnir eru upp af dómstólum í Kína, skuli hafa tiltekin réttaráhrif hér á landi séu áhrif þeirra í öllu falli takmörkuð þegar leyst væri úr málum sem rekin eru fyrir íslenskum dómstólum. Auk þess hafi erlendur dómur enn takmarkaðri þýðingu en ella væri ef stefnda hafi ekki gefist kostur á að taka til varna áður en dómurinn yrði kveðinn upp. Því hafi lög ekki staðið til þeirrar niðurstöðu að leggja mætti til grundvallar að fyrir lægi framsal á bótakröfu sem TM yrði bundið af. TM hafi því verið sýknað af öllum kröfum ferðaskrifstofunnar. Málskostnaður milli aðila var felldur niður á báðum dómstigum.
Rútuslys við Kirkjubæjarklaustur Dómsmál Tryggingar Samgönguslys Skaftárhreppur Ferðaþjónusta Kína Tengdar fréttir Sjö hinna slösuðu enn á spítala Sjö þeirra sem slösuðust þegar hópferðabíll rakst á fólksbíl og hafnaði utan vegar í grennd við Kirkjubæjarklaustur eru enn á sjúkrahúsi. Tveir þeirra liggja á gjörgæsludeild. 29. desember 2017 14:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Sjö hinna slösuðu enn á spítala Sjö þeirra sem slösuðust þegar hópferðabíll rakst á fólksbíl og hafnaði utan vegar í grennd við Kirkjubæjarklaustur eru enn á sjúkrahúsi. Tveir þeirra liggja á gjörgæsludeild. 29. desember 2017 14:32