Að neyðast til að meta sína eigin umsókn í opinberan sjóð Bogi Ragnarsson skrifar 16. júní 2025 07:00 Í framhaldsskólum taka nemendur lokaverkefni sem eru metin út frá skýrum matskvarða. Kennarar veita rökstudda endurgjöf byggða á öllum matsþáttum, og undirþáttum, og útskýra hvernig einkunn er ákvörðuð. Þetta er ekki bara góð venja – heldur sjálfsagður hluti af faglegu og gagnsæju menntakerfi. En hvað ef þetta væri ekki svona? Hugsum okkur nemanda sem skilar vel unnu lokaverkefni. Kennararnir segja honum að ritgerðin sé fín – en aðrir hafi staðið sig betur. Þegar hann biður um rökstuðning fær hann örstuttan texta sem tekur aðeins á mjög takmörkuðum hluta matskvarðans. Og þegar hann spyr nánar, er honum vísað á óútfylltan kvarða á heimasíðu skólans. Þetta er í raun sú staða sem margir umsækjendur í Þróunarsjóð námsgagna standa frammi fyrir. Þegar matskvarðinn er til staðar, en ekki notaður Þegar höfundur þessarar greinar fékk rökstuðning fyrir synjun á umsókn sinni til Þróunarsjóðs námsgagna, fylgdi aðeins stuttur ákvörðunartexti – án mats á einstökum þáttum og án tilvísunar í þann matskvarða sem sjóðurinn gefur út opinberlega. Vegna þess að ekki var veitt efnisleg rökfærsla um mikilvægi verkefnisins, aðgengi þess eða kennslufræðilegan grundvöll, varð höfundur að grípa til þess að rýna eigin umsókn – og leggja sjálfstætt faglegt mat á hana út frá viðmiðum sjóðsins. Þessi grein byggir á slíkri yfirferð og dregur fram grundvallarspurningar um gagnsæi, samræmi og faglegt verklag opinberra sjóða. Umsókn sem stenst matskvarða – en fær samt synjun Matsliður 1, sem vegur 50% í heildarmati, snýst um gildi og mikilvægi verkefnisins. Þar er spurt um markmið, aðgengi, nýnæmi, kennslufræðilega hugsun og hvernig efnið styður grunnþætti menntunar. Greining á umsókninni sýnir að hún: hefur skýr markmið og er vel útfærð uppfyllir 3 af 4 forgangsatriðum sjóðsins er fyrsta íslenska bókaserían með tvíþættri útgáfu fyrir framhaldsskólanemendur hefur verið prófuð í skólum og er aðgengileg bæði rafrænt og prentað byggir á gagnrýninni hugsun, jafnrétti, lýðræði og sjálfbærni Í öllum þessum atriðum stenst umsóknin með stæl og myndi samkvæmt kvarðanum fá 9–10 stig af 10. Sama gildir um aðra matsliði: verkáætlun og fjárhagsáætlun er skýr og fagleg, og bakgrunnur umsækjanda sýnir bæði reynslu af kennslu, rannsóknum og námsefnisgerð. Í heild ætti umsóknin, samkvæmt opinberum matskvarða, að fá um 9,5 af 10 í heildarmat. Höfundur þessarar greinar er jafnframt höfundur umsóknarinnar og hefur rýnt hana ítarlega út frá matskvarðanum. Mat þetta kann að vera litað af eigin sjónarhorni, en byggist á nákvæmri yfirferð allra liða samkvæmt þeim viðmiðum sem sjóðurinn setur sjálfur. Matið má finna á Facebook síðu höfundar. Rökstuðningur sem fjallar ekki um verkefnið Þrátt fyrir þetta fékk umsóknin einkunnina 6.5 og var flokkuð í „C-flokk“, sem þýðir að hún var ekki lögð til úthlutunar. Rökstuðningurinn sem fylgdi sagði að ekki væri ljóst hverjir sinntu ritrýni eða hvernig hún færi fram. Þetta er í raun lýsing á einu tilviki í ferli verkefnisins – en ekki á heildinni og var að mestu hrakið í síðustu grein. Það vekur áhyggjur að stærsti matsliðurinn, sem vegur helming heildarmatsins, er hvergi nefndur í rökstuðningnum og umsóknin metin út frá undirþætti sem vegur miklu minna. Vantar matskvarða með rökstuðningi Það sem eykur á óvissuna er að engin rökstuðningur var veittur út frá matskvarðanum sjálfum – aðeins stuttur „ákvörðunartexti“ fylgdi með synjuninni. Umsækjandi hafði kallað sérstaklega eftir því að fá mat á grundvelli þeirra liða sem koma fram í matskvarðanum, en engin slík greinargóð skýrsla fylgdi. Í kjölfar þess var haft samband við umsjónarmann sjóðsins og sérstaklega óskað eftir því að fá mat samkvæmt matskvarðanum. Engin viðbrögð hafa borist við þeirri beiðni – þrátt fyrir að um eðlilega gagnsæiskröfu hafi verið að ræða. Ef matskvarðinn hefði verið útfylltur, hefði verið eðlilegt að hann fylgdi með upphaflega rökstuðningnum. Þá hefði einnig átt að vera hægur vandi að senda hann í kjölfar beiðninnar. Það að slíkur kvarði hafi hvorki fylgt með né verið afhentur síðar bendir til þess að hann hafi ekki verið notaður við matið – eða að ekki hafi verið talin þörf á að skila af sér útfylltu mati, þrátt fyrir að slíkt eigi að vera grunnstoð matsferlis. Þetta vekur spurningar um hvort matskvarðinn hafi verið notaður að fullu eða útfylltur yfirhöfuð – og hvort stjórnin hafi í raun byggt ákvörðun sína á heildarmati. Sé það raunin dregur það verulega úr gagnsæi og skapar hættu á að mat verði tilviljanakennt eða byggt á misvísandi áherslum. Atriðin sem tekin eru fram í rökstuðningi endurspegla aðeins hluta matskvarðans og gefa þar með ranga eða ófullnægjandi mynd af umsókninni í heild. Þetta vekur spurningar um hvort sjálft matið hafi verið heildstætt – eða hvort túlkun matsins hafi vísvitandi eða óvart orðið of þröng. Þegar stærsti matsliðurinn er ekki til umræðu í rökstuðningi eru blikur á lofti um að kerfið sjálft virði ekki sín eigin viðmið. Þegar form fær meira vægi en faglegt innihald Þetta er ekki bara einkamál höfundar. Það varpar ljósi á stærra kerfisvandamál: Ef verkefni með rótgróinni þróun, sem hefur verið prófað og nýtist í skólum, fær synjun fyrir óskýra lýsingu á einum verkhluta, að mati sjóðsins, hljótum við að spyrja: Hvað er í raun verið að meta? Ný lög verða að efla gæði og aðgengi Í nýjum lögum um námsgögn er áhersla lögð á að efla gæði og aðgengi. Það verður ekki gert nema með gagnsæju og samræmdu mati. Umsækjendur eiga rétt á að vita hvernig umsóknir þeirra eru metnar – og rökstuðningur á að byggja á öllum matsþáttum. Í næstu grein: Hvernig geta umsækjendur í opinbera sjóði unnið „rétt“ – þegar forsendurnar eru þversagnakenndar? Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í framhaldsskólum taka nemendur lokaverkefni sem eru metin út frá skýrum matskvarða. Kennarar veita rökstudda endurgjöf byggða á öllum matsþáttum, og undirþáttum, og útskýra hvernig einkunn er ákvörðuð. Þetta er ekki bara góð venja – heldur sjálfsagður hluti af faglegu og gagnsæju menntakerfi. En hvað ef þetta væri ekki svona? Hugsum okkur nemanda sem skilar vel unnu lokaverkefni. Kennararnir segja honum að ritgerðin sé fín – en aðrir hafi staðið sig betur. Þegar hann biður um rökstuðning fær hann örstuttan texta sem tekur aðeins á mjög takmörkuðum hluta matskvarðans. Og þegar hann spyr nánar, er honum vísað á óútfylltan kvarða á heimasíðu skólans. Þetta er í raun sú staða sem margir umsækjendur í Þróunarsjóð námsgagna standa frammi fyrir. Þegar matskvarðinn er til staðar, en ekki notaður Þegar höfundur þessarar greinar fékk rökstuðning fyrir synjun á umsókn sinni til Þróunarsjóðs námsgagna, fylgdi aðeins stuttur ákvörðunartexti – án mats á einstökum þáttum og án tilvísunar í þann matskvarða sem sjóðurinn gefur út opinberlega. Vegna þess að ekki var veitt efnisleg rökfærsla um mikilvægi verkefnisins, aðgengi þess eða kennslufræðilegan grundvöll, varð höfundur að grípa til þess að rýna eigin umsókn – og leggja sjálfstætt faglegt mat á hana út frá viðmiðum sjóðsins. Þessi grein byggir á slíkri yfirferð og dregur fram grundvallarspurningar um gagnsæi, samræmi og faglegt verklag opinberra sjóða. Umsókn sem stenst matskvarða – en fær samt synjun Matsliður 1, sem vegur 50% í heildarmati, snýst um gildi og mikilvægi verkefnisins. Þar er spurt um markmið, aðgengi, nýnæmi, kennslufræðilega hugsun og hvernig efnið styður grunnþætti menntunar. Greining á umsókninni sýnir að hún: hefur skýr markmið og er vel útfærð uppfyllir 3 af 4 forgangsatriðum sjóðsins er fyrsta íslenska bókaserían með tvíþættri útgáfu fyrir framhaldsskólanemendur hefur verið prófuð í skólum og er aðgengileg bæði rafrænt og prentað byggir á gagnrýninni hugsun, jafnrétti, lýðræði og sjálfbærni Í öllum þessum atriðum stenst umsóknin með stæl og myndi samkvæmt kvarðanum fá 9–10 stig af 10. Sama gildir um aðra matsliði: verkáætlun og fjárhagsáætlun er skýr og fagleg, og bakgrunnur umsækjanda sýnir bæði reynslu af kennslu, rannsóknum og námsefnisgerð. Í heild ætti umsóknin, samkvæmt opinberum matskvarða, að fá um 9,5 af 10 í heildarmat. Höfundur þessarar greinar er jafnframt höfundur umsóknarinnar og hefur rýnt hana ítarlega út frá matskvarðanum. Mat þetta kann að vera litað af eigin sjónarhorni, en byggist á nákvæmri yfirferð allra liða samkvæmt þeim viðmiðum sem sjóðurinn setur sjálfur. Matið má finna á Facebook síðu höfundar. Rökstuðningur sem fjallar ekki um verkefnið Þrátt fyrir þetta fékk umsóknin einkunnina 6.5 og var flokkuð í „C-flokk“, sem þýðir að hún var ekki lögð til úthlutunar. Rökstuðningurinn sem fylgdi sagði að ekki væri ljóst hverjir sinntu ritrýni eða hvernig hún færi fram. Þetta er í raun lýsing á einu tilviki í ferli verkefnisins – en ekki á heildinni og var að mestu hrakið í síðustu grein. Það vekur áhyggjur að stærsti matsliðurinn, sem vegur helming heildarmatsins, er hvergi nefndur í rökstuðningnum og umsóknin metin út frá undirþætti sem vegur miklu minna. Vantar matskvarða með rökstuðningi Það sem eykur á óvissuna er að engin rökstuðningur var veittur út frá matskvarðanum sjálfum – aðeins stuttur „ákvörðunartexti“ fylgdi með synjuninni. Umsækjandi hafði kallað sérstaklega eftir því að fá mat á grundvelli þeirra liða sem koma fram í matskvarðanum, en engin slík greinargóð skýrsla fylgdi. Í kjölfar þess var haft samband við umsjónarmann sjóðsins og sérstaklega óskað eftir því að fá mat samkvæmt matskvarðanum. Engin viðbrögð hafa borist við þeirri beiðni – þrátt fyrir að um eðlilega gagnsæiskröfu hafi verið að ræða. Ef matskvarðinn hefði verið útfylltur, hefði verið eðlilegt að hann fylgdi með upphaflega rökstuðningnum. Þá hefði einnig átt að vera hægur vandi að senda hann í kjölfar beiðninnar. Það að slíkur kvarði hafi hvorki fylgt með né verið afhentur síðar bendir til þess að hann hafi ekki verið notaður við matið – eða að ekki hafi verið talin þörf á að skila af sér útfylltu mati, þrátt fyrir að slíkt eigi að vera grunnstoð matsferlis. Þetta vekur spurningar um hvort matskvarðinn hafi verið notaður að fullu eða útfylltur yfirhöfuð – og hvort stjórnin hafi í raun byggt ákvörðun sína á heildarmati. Sé það raunin dregur það verulega úr gagnsæi og skapar hættu á að mat verði tilviljanakennt eða byggt á misvísandi áherslum. Atriðin sem tekin eru fram í rökstuðningi endurspegla aðeins hluta matskvarðans og gefa þar með ranga eða ófullnægjandi mynd af umsókninni í heild. Þetta vekur spurningar um hvort sjálft matið hafi verið heildstætt – eða hvort túlkun matsins hafi vísvitandi eða óvart orðið of þröng. Þegar stærsti matsliðurinn er ekki til umræðu í rökstuðningi eru blikur á lofti um að kerfið sjálft virði ekki sín eigin viðmið. Þegar form fær meira vægi en faglegt innihald Þetta er ekki bara einkamál höfundar. Það varpar ljósi á stærra kerfisvandamál: Ef verkefni með rótgróinni þróun, sem hefur verið prófað og nýtist í skólum, fær synjun fyrir óskýra lýsingu á einum verkhluta, að mati sjóðsins, hljótum við að spyrja: Hvað er í raun verið að meta? Ný lög verða að efla gæði og aðgengi Í nýjum lögum um námsgögn er áhersla lögð á að efla gæði og aðgengi. Það verður ekki gert nema með gagnsæju og samræmdu mati. Umsækjendur eiga rétt á að vita hvernig umsóknir þeirra eru metnar – og rökstuðningur á að byggja á öllum matsþáttum. Í næstu grein: Hvernig geta umsækjendur í opinbera sjóði unnið „rétt“ – þegar forsendurnar eru þversagnakenndar? Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun