Táningurinn sem sökkti Man Utd á leið frá Kaupmannahöfn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2025 19:30 Roony Bardghji fagnar hér marki sínu gegn Rauðu djöflunum. Vísir/Getty Images Hinn 19 ára gamli Roony Bardghji er á förum frá FC Kaupmannahöfn. Hann á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Danmerkurmeistarana og vill félagið selja hann í sumar frekar en að missa hann frítt um mitt tímabil. Roony hefur lengi vel verið einn efnilegasti leikmaður Norðurlandanna og skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði fjórða mark FCK í fræknum 4-3 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2023-24. Eftir markið gegn Rauðu djöflunum var talið líklegt að Roony myndi vera seldur fyrir dágóða summu sumarið 2024. Hann sleit hins vegar krossband áður en tímabilinu lauk og ekkert varð af félagaskiptunum. Vængmaðurinn knái sneri aftur undir lok nýafstaðins tímabils þar sem FCK vann tvöfalt. Það er ljóst að hann mun ekki skrifa undir nýjan samning í Kaupmannahöfn og því vill félagið selja hann sem fyrst. Meiðslin gera það að verkum að stærstu lið Evrópu eru ekki á höttunum á eftir Roony sem stendur. Marseille, sem sótti Angel Gomes nýverið á frjálsri sölu frá Lille, vill fá hann í sinar raðir. Ef til vill ætti Roony að fylla skarð Mason Greenwood sem er orðaður frá félaginu. Porto er einnig nefnt til sögunnar en stórlið Portúgals hafa undanfarið horft til Danmerkur í leit að leikmönnum. Má þar nefna kaup Sporting Lissabon á Conrad Harder og kaup Benfica á Andreas Schjelderup. Danski knattspyrnumiðillinn Bold greinir einnig frá að nokkur lið á Spáni séu áhugasöm en ekki kemur fram hvaða lið. Þá er Wolfsburg í Þýskalandi nefnt til sögunnar en félagið hefur mikla tengingu við FCK. Peter Christiansen er íþróttastjóri liðsins eftir að hafa sinnt sama starfi í Kaupmannahöfn og þá leika Kamil Grabara og Denis Vavro, fyrrum samherjar Roony, með liðinu. Alls hefur Roony spilað 84 leiki fyrir FCK, skorað 15 mörk og gefið eina stoðsendingu. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Roony hefur lengi vel verið einn efnilegasti leikmaður Norðurlandanna og skaust svo sannarlega upp á stjörnuhimininn þegar hann skoraði fjórða mark FCK í fræknum 4-3 sigri á Manchester United í Meistaradeild Evrópu tímabilið 2023-24. Eftir markið gegn Rauðu djöflunum var talið líklegt að Roony myndi vera seldur fyrir dágóða summu sumarið 2024. Hann sleit hins vegar krossband áður en tímabilinu lauk og ekkert varð af félagaskiptunum. Vængmaðurinn knái sneri aftur undir lok nýafstaðins tímabils þar sem FCK vann tvöfalt. Það er ljóst að hann mun ekki skrifa undir nýjan samning í Kaupmannahöfn og því vill félagið selja hann sem fyrst. Meiðslin gera það að verkum að stærstu lið Evrópu eru ekki á höttunum á eftir Roony sem stendur. Marseille, sem sótti Angel Gomes nýverið á frjálsri sölu frá Lille, vill fá hann í sinar raðir. Ef til vill ætti Roony að fylla skarð Mason Greenwood sem er orðaður frá félaginu. Porto er einnig nefnt til sögunnar en stórlið Portúgals hafa undanfarið horft til Danmerkur í leit að leikmönnum. Má þar nefna kaup Sporting Lissabon á Conrad Harder og kaup Benfica á Andreas Schjelderup. Danski knattspyrnumiðillinn Bold greinir einnig frá að nokkur lið á Spáni séu áhugasöm en ekki kemur fram hvaða lið. Þá er Wolfsburg í Þýskalandi nefnt til sögunnar en félagið hefur mikla tengingu við FCK. Peter Christiansen er íþróttastjóri liðsins eftir að hafa sinnt sama starfi í Kaupmannahöfn og þá leika Kamil Grabara og Denis Vavro, fyrrum samherjar Roony, með liðinu. Alls hefur Roony spilað 84 leiki fyrir FCK, skorað 15 mörk og gefið eina stoðsendingu.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira