„Þetta eru alvarlegir stunguáverkar“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 14. júní 2025 19:22 Ævar pálmi Pálmasson yfirmaður hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir Frönsk kona er grunuð um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var flutt af vettvangi með stunguáverka. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir konunni, en rannsókn málsins er á frumstigi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Það var á áttunda tímanum í morgun á Edition hótel í Reykjavík sem að lögreglan var kölluð til vegna alvarlegs atviks. Sérveit og fjórir sjúkrabílar voru einnig sendir á vettvang. Það var svo laust eftir hádegi sem tilkynning barst frá lögreglu um að tveir erlendir ferðamenn hafi fundist látnir á hótelinu. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir sakborningi í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var frönsk kona á sextugsaldri flutt frá vettvangi alvarlega særð með stunguáverka. Hún hefur stöðu sakbornings í málinu og er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur með eggvopni á hótelherbergi. Maðurinn var einnig á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Þau voru franskir ríkisborgarar og voru úrskurðuð látin á vettvangi. Uppfært 19:51 - Konan hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudagsins 20. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan lagt hald á hluti og muni Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, gat ekki staðfest hvort fjölskyldubönd væru meðal aðila í málinu. „Lögreglan fékk tilkynningu snemma í morgun um alvarlegt atvik á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang fundust tveir aðilar þar látnir og sá þriðji alvarlega slasaður með áverka og var fluttur á sjúkrahús. Þetta eru alvarlegir stunguáverkar.“ Sá sem var fluttur frá vettvangi með áverka er sú manneskja með stöðu sakbornings? „Sá aðilli er með réttarstöðu sakbornings og rannsóknin miðar að því hvort þarna hafi verið manndráp. Lögreglan hefur lagt hald á hluti og muni. Vettvangsrannsókn stendur yfir og mun standa yfir aðeins áfram.“ Enn fjölmargt á huldu Búið er að taka skýrslu af nokkrum aðilum í dag vegna málsins. Enn er á margt á huldu og rannsókn á frumstigi. Til að mynda liggur ekki fyrir hve langur tími leið frá því að atvikið átti sér stað og þar til að lögreglu bar að garði. Ævar sagði ekki til um hvort fíknifefni hafi verið á vettvangi eða hve lengi aðilarnir hafi verið á Íslandi og hvers eðlis ferð þeirra var. Þar að auki gaf hann ekki upp hver tilkynnti málið til lögreglu eða hvort þeir látnu og sakborningur hafi öll verið innrituð á sama herbergi. „Það er heilmikil rannsókn fram undan og eins og hefur komið fram er um að erlenda ríkisborgara að ræða og það er verið að vinna að því núna með þar til bærum yfirvöldum að hafa uppi á aðstandendum í þeirra heimalandi svo það er heilmikil rannsókn fram undan.“ Munuð þið fara fram á gæsluvarðhald? Já við munum fara fram á gæsluvarðhald yfri þessum aðila sem var fluttur á sjúkrahús með áverkanna. Hvernig ástandi er sá aðili í? „Eftir því sem mér skilst þá er ástandið stöðugt.“ Lögreglumál Hótel á Íslandi Reykjavík Manndráp á Reykjavík Edition Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Það var á áttunda tímanum í morgun á Edition hótel í Reykjavík sem að lögreglan var kölluð til vegna alvarlegs atviks. Sérveit og fjórir sjúkrabílar voru einnig sendir á vettvang. Það var svo laust eftir hádegi sem tilkynning barst frá lögreglu um að tveir erlendir ferðamenn hafi fundist látnir á hótelinu. Krafist verður gæsluvarðhalds yfir sakborningi í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var frönsk kona á sextugsaldri flutt frá vettvangi alvarlega særð með stunguáverka. Hún hefur stöðu sakbornings í málinu og er grunuð um að hafa banað eiginmanni sínum og dóttur með eggvopni á hótelherbergi. Maðurinn var einnig á sextugsaldri en dóttirin um þrítugt. Þau voru franskir ríkisborgarar og voru úrskurðuð látin á vettvangi. Uppfært 19:51 - Konan hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudagsins 20. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan lagt hald á hluti og muni Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður á miðlægri rannsóknardeild lögreglu, gat ekki staðfest hvort fjölskyldubönd væru meðal aðila í málinu. „Lögreglan fékk tilkynningu snemma í morgun um alvarlegt atvik á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang fundust tveir aðilar þar látnir og sá þriðji alvarlega slasaður með áverka og var fluttur á sjúkrahús. Þetta eru alvarlegir stunguáverkar.“ Sá sem var fluttur frá vettvangi með áverka er sú manneskja með stöðu sakbornings? „Sá aðilli er með réttarstöðu sakbornings og rannsóknin miðar að því hvort þarna hafi verið manndráp. Lögreglan hefur lagt hald á hluti og muni. Vettvangsrannsókn stendur yfir og mun standa yfir aðeins áfram.“ Enn fjölmargt á huldu Búið er að taka skýrslu af nokkrum aðilum í dag vegna málsins. Enn er á margt á huldu og rannsókn á frumstigi. Til að mynda liggur ekki fyrir hve langur tími leið frá því að atvikið átti sér stað og þar til að lögreglu bar að garði. Ævar sagði ekki til um hvort fíknifefni hafi verið á vettvangi eða hve lengi aðilarnir hafi verið á Íslandi og hvers eðlis ferð þeirra var. Þar að auki gaf hann ekki upp hver tilkynnti málið til lögreglu eða hvort þeir látnu og sakborningur hafi öll verið innrituð á sama herbergi. „Það er heilmikil rannsókn fram undan og eins og hefur komið fram er um að erlenda ríkisborgara að ræða og það er verið að vinna að því núna með þar til bærum yfirvöldum að hafa uppi á aðstandendum í þeirra heimalandi svo það er heilmikil rannsókn fram undan.“ Munuð þið fara fram á gæsluvarðhald? Já við munum fara fram á gæsluvarðhald yfri þessum aðila sem var fluttur á sjúkrahús með áverkanna. Hvernig ástandi er sá aðili í? „Eftir því sem mér skilst þá er ástandið stöðugt.“
Lögreglumál Hótel á Íslandi Reykjavík Manndráp á Reykjavík Edition Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira