Man City að fá einn efnilegasta miðjumann Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2025 08:02 Nypan í vináttuleik gegn Manchester United. EPA-EFE/Ole Martin Wold Sverre Nypan er við það að vera staðfestur sem nýjasti leikmaður Manchester City. Um er að ræða 18 ára gamlan Norðmann sem spilar með Rosenborg í heimalandinu. Hann er talinn einn efnilegasti miðjumaður Evrópu um þessar mundir. Segja má að City fá leikmanninn á gjafverði ef miðað er við leikmannakaup annarra liða sem lærisveinar Pep Guardiola eru í baráttunni við. Kaupverðið er sagt vera 12 og hálf milljón punda eða rétt rúmir tveir milljarðar íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Nypan, sem hefur nú þegar spilað fyrir öll yngri landslið Noregs, verði lánaður út tímabilið 2025-26. Ekki kemur fram hvort hann fari aftur til Noregs eða þá eins af liðunum sem eru einnig undir eignarhaldi City Football Group. „Nypan er talinn eitt mesta efni í Noregi og hefur spilað á virkilega háu getustigi þrátt fyrir ungan aldur. Það er horft á hann sem næsta „stóra nafnið“ sem kemur úr efstu deild Noregs og því kemur ekki á óvart að hann sé að fara í stórlið. Það kemur þó örlítið á óvart að hann sé að fara til City svo ungur að árum,“ segir norski blaðamaðurinn Andreas Korssund í viðtali við BBC. Korssund nefnir Erling Haaland sem dæmi en hann fór fyrst til Red Bull Salzburg og svo til Borussia Dortmund áður en hann endaði hjá Man City. Svipaða sögu er að segja af Antonio Nusa sem fór fyrst til Club Brugge og svo til RB Leipzig. Nypan virðist ætla að feta í fótspor Martin Ödegaard - sem fór ungur að árum til Real Madríd og var svo lánaður út – og semja strax við stórlið. Ödegaard spilar í dag fyrir Arsenal. Nypan hefur spilað 70 leiki fyrir Rosenborg, skorað 14 mörk og gefið 11 stoðsendingar. Hann er sagður meiri alhliðaleikmaður en Ödegaard var á sínum tíma. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City staðfestir kaupin á Reijnders Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða. 11. júní 2025 09:08 Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10. júní 2025 23:30 Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
Segja má að City fá leikmanninn á gjafverði ef miðað er við leikmannakaup annarra liða sem lærisveinar Pep Guardiola eru í baráttunni við. Kaupverðið er sagt vera 12 og hálf milljón punda eða rétt rúmir tveir milljarðar íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Nypan, sem hefur nú þegar spilað fyrir öll yngri landslið Noregs, verði lánaður út tímabilið 2025-26. Ekki kemur fram hvort hann fari aftur til Noregs eða þá eins af liðunum sem eru einnig undir eignarhaldi City Football Group. „Nypan er talinn eitt mesta efni í Noregi og hefur spilað á virkilega háu getustigi þrátt fyrir ungan aldur. Það er horft á hann sem næsta „stóra nafnið“ sem kemur úr efstu deild Noregs og því kemur ekki á óvart að hann sé að fara í stórlið. Það kemur þó örlítið á óvart að hann sé að fara til City svo ungur að árum,“ segir norski blaðamaðurinn Andreas Korssund í viðtali við BBC. Korssund nefnir Erling Haaland sem dæmi en hann fór fyrst til Red Bull Salzburg og svo til Borussia Dortmund áður en hann endaði hjá Man City. Svipaða sögu er að segja af Antonio Nusa sem fór fyrst til Club Brugge og svo til RB Leipzig. Nypan virðist ætla að feta í fótspor Martin Ödegaard - sem fór ungur að árum til Real Madríd og var svo lánaður út – og semja strax við stórlið. Ödegaard spilar í dag fyrir Arsenal. Nypan hefur spilað 70 leiki fyrir Rosenborg, skorað 14 mörk og gefið 11 stoðsendingar. Hann er sagður meiri alhliðaleikmaður en Ödegaard var á sínum tíma.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir City staðfestir kaupin á Reijnders Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða. 11. júní 2025 09:08 Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10. júní 2025 23:30 Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47 Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Sjá meira
City staðfestir kaupin á Reijnders Hollenski miðjumaðurinn Tijjandi Reijnders hefur skrifað undir fimm ára samning við Manchester City, hann kemur til félagsins frá AC Milan fyrir 55 milljónir evra og verður löglegur með liðinu á HM félagsliða. 11. júní 2025 09:08
Arftaki hins titlaóða Carsons fundinn Scott Carson var nýverið látinn fara frá enska knattspyrnufélaginu Manchester City. Hann spilaði ekki mikið en það verður ekki annað sagt en liðið hafi verið sigursælt meðan hans naut við í búningsklefanum og á æfingasvæðinu. Arftaki hans er fundinn. 10. júní 2025 23:30
Man City staðfestir kaupin á Cherki Manchester City hefur staðfest kaup félagsins á franska landsliðsmanninnum Rayan Cherki. Hann kemur frá Lyon, kostar 34 milljónir punda – 5,8 milljarða íslenskra króna og skrifar undir fimm ára samning í Manchester. 10. júní 2025 19:47
Aït-Nouri fyrstur inn um dyrnar hjá Man City Manchester City hefur fest kaup á fyrsta leikmanni sumarsins. Sá heitir Rayan Aït-Nouri og kemur frá Úlfunum. 9. júní 2025 19:00