Veitingamenn óttist að styggja embættismenn Agnar Már Másson skrifar 15. júní 2025 14:05 Veitingamenn hafa kvartað sáran undan nýrri reglugerð sem hefur tafið fyrir starfsleyfisveitingum. Visir/Anton Brink Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir að veitingamenn í Reykjavík hafi verið illa upplýstir um reglugerð sem hefur nýlega lagt steina í götur þeirra. Hann segir að þeir óttist margir að styggja stjórnsýsluna en veitingamenn lýsa erfiðum samskiptum við heilbrigðiseftirlitið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að betur gengi ef eftirlitið væri einkavætt. Fjöldi veitingamanna hefur að undanförnu brennt sig á regluverki sem tók gildi í maí og kveður á um að öll starfsleyfi þurfi að vera auglýst á vef Reykjavíkurborgar í fjórar vikur, auk þess að hver sem er geti gert athugasemd við téða auglýsingu og þannig gefst heilbrigðisyfirvöldum fjórar vikur til viðbótar í úrvínnslutíma. Þetta hefur valdið allnokkrum töfum. Hefð er fyrir því að veitingastaðir setji upp svokallað langborð á Laugaveginum en því þurfti að fresta um nokkrar. Forsvarsmenn langborðsins segjast ekki hafa verið upplýstir um þessar nýju reglugerðir. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir í samtali við fréttastofu að samtökin kalli eftir samtali og samráði við veitingafólk um að einfalda leyfisferla, þó án þess að það komi niður á stöðlum eða gæðum. Hann telur borgaryfirvöld orka tvímælis. „Það er svo undarlegt að hægri hönd borgarapparatsins skuli taka bílastæði undir undir göngugötur með blómstrandi mannlíf að leiðarlsjósi, setji jafnvel upp ljósmyndlistasýningar á bílastæðum veitingastaðanna, byggja palla undir borð, stóla en svo kemur vinstri höndin og bannar veitingamönnunum að setja út borð og stóla til þess að lokka að þetta mannlíf sem verið að taka bílastæðin undir,” segir Einar við fréttastofu. Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri SVEIT.Vísir/Vilhelm Einar lýsir því aftur á móti að veitingamenn óttist sumir að styggja viðkomandi stofnanir eða stjórnsýslur sem hafa umsókn þeirra til meðferðar. Veitingamenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa einnig lýst erfiðum í samskiptum við heilbrigðiseftirlitið, og jafnvel dónaskap. Einar segir að í einhverjum tilfellum ætli veitingamennirnir að senda inn kærur, en ekki fyrr en afgreiðslu þeirra mála sé lokið. Einar segir auk þess að regluverkið hér á landi sé of íþyngjandi og ekki á pari við nágrannalönd. „Margir þessara [veitingamanna] koma einnig að rekstrum erlendis,“ segir Einar um kollega sína í veitingageiranum og hefur eftir þeim mál séu í „öðrum og skilvirkari ferlum“ í Danmörku og Svíþjóð til að mynda. „Má aldrei vera gaman?“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir málið með ólíkindum og telur að betur færi að heilbrigðiseftirlitið væri einkavætt. Hún segir að treysta eigi veitingamönnum til að gera vel en, ekki leggja sífellt stein í götu þeirra. „Það er með ólíkindum að þetta furðu regluverk sem Heilbrigðiseftirlitið starfar eftir eigi enn eina ferðina að leggja stein í götu veitingamanna. Má aldrei vera gaman?“ spyr hún. Hún segir reglur komnar langt út fyrir heilbrigða skynsemi. „Hér hefur verið skapaður flókinn vefur regluverks sem gerir ekkert annað en að tefja og þvælast fyrir,“ segir hún. Henni þykir regluverkið oft túlkað með eins íþyngjandi hætti og mögulegt er. „Það mætti oftar sjá í gegnum fingur sér og leyfa heilbrigðri skynsemi að ráða för. Það yrði klárlega til bóta ef heilbrigðiseftirlitið yrði boðið út og sett í hendur einkaaðila. Það er engum blöðum um það að fletta að málshraðinn og þjónustan myndu snarbatna.“ Afnumið að hluta Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis orku- og lofstslagsráðherra, hefur nú afnumið hluta reglugerðarinnar sem snýr að því að auglýsa drög að starfsleyfi þegar nýr starfsleyfishafi tekur við starfsleyfisskyldum rekstri, jafnvel þó engar breytingar verði á starfseminni. Sú reglugerð hafði sett veitingahúsinu Kastrup stólinn fyrir dyrnar þegar eigendaskipti urðu þar. Jóhann Páll hefur sagst vilja létta um regluverkið enn frekar. Hann hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með boðuðum breytingum er lagt til að starfsleyfisskyldu sé létt af 23 tegundum atvinnustarfsemi og að í staðinn sé einvörðungu gerð krafa um skráningu. Hygge í óvissu Axel Þorsteinsson, annar eigandi bakarísins Hygge sem hefur nú beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna við Barónsstíg, segir við Vísi að þær breytingar sem ráðherra boðar auðveldi sér ekki endilega að fá leyfi. Hann segist hafa fengið þau svör frá heilbrigðiseftirlitinu að breytingarnar gætu þvert á móti gert þeim að sækja annars vegar um leyfi fyrir matvælahluta rekstursins og hins vegar sérstaka skráningu fyrir hollustuhætti. Framkvæmd boðaðra breytinga liggur þó ekki fyrir. Veitingastaðir Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Fjöldi veitingamanna hefur að undanförnu brennt sig á regluverki sem tók gildi í maí og kveður á um að öll starfsleyfi þurfi að vera auglýst á vef Reykjavíkurborgar í fjórar vikur, auk þess að hver sem er geti gert athugasemd við téða auglýsingu og þannig gefst heilbrigðisyfirvöldum fjórar vikur til viðbótar í úrvínnslutíma. Þetta hefur valdið allnokkrum töfum. Hefð er fyrir því að veitingastaðir setji upp svokallað langborð á Laugaveginum en því þurfti að fresta um nokkrar. Forsvarsmenn langborðsins segjast ekki hafa verið upplýstir um þessar nýju reglugerðir. Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri SVEIT, segir í samtali við fréttastofu að samtökin kalli eftir samtali og samráði við veitingafólk um að einfalda leyfisferla, þó án þess að það komi niður á stöðlum eða gæðum. Hann telur borgaryfirvöld orka tvímælis. „Það er svo undarlegt að hægri hönd borgarapparatsins skuli taka bílastæði undir undir göngugötur með blómstrandi mannlíf að leiðarlsjósi, setji jafnvel upp ljósmyndlistasýningar á bílastæðum veitingastaðanna, byggja palla undir borð, stóla en svo kemur vinstri höndin og bannar veitingamönnunum að setja út borð og stóla til þess að lokka að þetta mannlíf sem verið að taka bílastæðin undir,” segir Einar við fréttastofu. Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri SVEIT.Vísir/Vilhelm Einar lýsir því aftur á móti að veitingamenn óttist sumir að styggja viðkomandi stofnanir eða stjórnsýslur sem hafa umsókn þeirra til meðferðar. Veitingamenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa einnig lýst erfiðum í samskiptum við heilbrigðiseftirlitið, og jafnvel dónaskap. Einar segir að í einhverjum tilfellum ætli veitingamennirnir að senda inn kærur, en ekki fyrr en afgreiðslu þeirra mála sé lokið. Einar segir auk þess að regluverkið hér á landi sé of íþyngjandi og ekki á pari við nágrannalönd. „Margir þessara [veitingamanna] koma einnig að rekstrum erlendis,“ segir Einar um kollega sína í veitingageiranum og hefur eftir þeim mál séu í „öðrum og skilvirkari ferlum“ í Danmörku og Svíþjóð til að mynda. „Má aldrei vera gaman?“ Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir málið með ólíkindum og telur að betur færi að heilbrigðiseftirlitið væri einkavætt. Hún segir að treysta eigi veitingamönnum til að gera vel en, ekki leggja sífellt stein í götu þeirra. „Það er með ólíkindum að þetta furðu regluverk sem Heilbrigðiseftirlitið starfar eftir eigi enn eina ferðina að leggja stein í götu veitingamanna. Má aldrei vera gaman?“ spyr hún. Hún segir reglur komnar langt út fyrir heilbrigða skynsemi. „Hér hefur verið skapaður flókinn vefur regluverks sem gerir ekkert annað en að tefja og þvælast fyrir,“ segir hún. Henni þykir regluverkið oft túlkað með eins íþyngjandi hætti og mögulegt er. „Það mætti oftar sjá í gegnum fingur sér og leyfa heilbrigðri skynsemi að ráða för. Það yrði klárlega til bóta ef heilbrigðiseftirlitið yrði boðið út og sett í hendur einkaaðila. Það er engum blöðum um það að fletta að málshraðinn og þjónustan myndu snarbatna.“ Afnumið að hluta Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis orku- og lofstslagsráðherra, hefur nú afnumið hluta reglugerðarinnar sem snýr að því að auglýsa drög að starfsleyfi þegar nýr starfsleyfishafi tekur við starfsleyfisskyldum rekstri, jafnvel þó engar breytingar verði á starfseminni. Sú reglugerð hafði sett veitingahúsinu Kastrup stólinn fyrir dyrnar þegar eigendaskipti urðu þar. Jóhann Páll hefur sagst vilja létta um regluverkið enn frekar. Hann hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um skráningarskyldan atvinnurekstur samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Með boðuðum breytingum er lagt til að starfsleyfisskyldu sé létt af 23 tegundum atvinnustarfsemi og að í staðinn sé einvörðungu gerð krafa um skráningu. Hygge í óvissu Axel Þorsteinsson, annar eigandi bakarísins Hygge sem hefur nú beðið í yfir tvö hundruð daga eftir að fá leyfi til að opna við Barónsstíg, segir við Vísi að þær breytingar sem ráðherra boðar auðveldi sér ekki endilega að fá leyfi. Hann segist hafa fengið þau svör frá heilbrigðiseftirlitinu að breytingarnar gætu þvert á móti gert þeim að sækja annars vegar um leyfi fyrir matvælahluta rekstursins og hins vegar sérstaka skráningu fyrir hollustuhætti. Framkvæmd boðaðra breytinga liggur þó ekki fyrir.
Veitingastaðir Stjórnsýsla Reykjavík Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun