Tálsýn um hugsun Þorsteinn Siglaugsson skrifar 15. júní 2025 15:32 Snemma í júní birti Apple Machine Learning Research nýja rannsókn á stórum mállíkönum (Large Language Models), sem vakið hefur verðskuldaða athygli og bendir til að rökleg geta mállíkana sé takmarkaðri en margir hafa talið. Mállíkön og rökleg líkön Rannsakendur bera saman getu „venjulegra“ mállíkana og þróaðri líkana sem markaðssett hafa verið undir heitinu Large Reasoning Models, sem þýða mætti sem stór rökleg mállíkön. Til skýringar falla líkön á borð við ChatGPT 3.5 og 4 í fyrri flokkinn, en líkön á borð við ChatGPT o1 í þann síðari. Titill rannsóknarinnar er „The Illusion of Thinking – Understanding the Strengths and Weaknesses of Reasoning Models via the Lens of Problem Complexity“. Þetta mætti þýða þannig: „Tálsýn um hugsun: Styrkleikar og veikleikar röklegra mállíkana skoðaðir í ljósi flækjustigs úrlausnarefna.“ Báðar gerðir mállíkana byggjast á sömu grunnvirkninni; að spá fyrir um næsta orð í setningu á grundvelli líkinda sem byggjast á þjálfunargrunni líkansins. Það sem hin svonefndu röklegu líkön hafa umfram þau upprunalegu er að þau eru þjálfuð til að beita ytri aðferðum, t.d. keðju hugsana (Chain-of-Thought), til að gera niðurstöður þeirra traustari. Niðurstöður Apple benda til að aukin stærð mállíkana muni ekki geta leitt til þess að þau öðlist raunverulega rökhugsun og jafnframt að það að tala um rökleg mállíkön sé í besta falli ónákvæm orðanotkun. Þótt þau kunni að virðast hugsa séu þau í raun ófær um að beita óhlutbundinni hugsun heldur takmarkist geta þeirra við flækjustig þeirra dæma sem er að finna í þjálfunargrunninum. Hæfni til að leysa rökfræðileg vandamál prófuð Til að bera saman getu líkananna notuðust höfundarnir við fjórar röklegar gátur sem sjá má á skýringarmynd sem fengin er úr ritgerðinni. Allar gáturnar snúast um að prófa óhlutbundna rökhugsun. Fyrsta gátan, „Tower of Hanoi“, snýst til dæmis um að færa hringina til, einn í einu, þannig að aldrei sé stærri hringur ofan á smærri, þar til þeir raðast eins upp á þriðja pinnanum og þeir gera í upphafi á þeim fyrsta. Verkefnið er að gera þetta með eins fáum tilfærslum og mögulegt er. Þriðja gátan, „River Crossing“ samsvarar þekktri íslenskri vísnagátu: Hvernig flutt skal yfir á úlfur lamb og heypokinn? Ekkert granda öðru má, eitt og mann tók báturinn. Gáturnar fjórar sem vísindamenn Apple notuðu til að prófa röklega getu líkananna. Efsta línan sýnir upphaflega stöðu, neðst er lokastaðan þegar þrautin er leyst og í miðjunni dæmi um milliskref. Myndin er úr greininni sem vitnað er til. Í tilrauninni voru gáturnar gerðar flóknari og flóknari og geta líkananna til að leysa þær borin saman. Þau réðu jafn vel við gáturnar í sinni einföldustu mynd og almennu líkönin voru raunar fljótari að leysa þær. Við aukið flækjustig kom fram munur á getunni, röklegu mállíkönunum í vil. En þegar gáturnar voru orðnar mjög flóknar hættu báðar gerðir líkananna alfarið að ráða við þær, þar var enginn munur. Þessar niðurstöður eru talsvert ólíkar niðurstöðum prófana með stærðfræðiþrautum sem gjarna hafa sýnt gríðarmikinn mun á getu þessara tveggja gerða mállíkana og jafnvel að röklegu líkönin standi sig umtalsvert betur en doktorsnemar. En niðurstöður Apple benda til mun meiri takmarkana þegar kemur að óhlutbundinni rökhugsun. Veigamiklar takmarkanir Höfundar varpa fram þeirri tilgátu að takmarkandi þátturinn hér sé fjöldi dæma um úrlausnir á sambærilegum gátum í þjálfunargrunni líkananna, þ.e. að þótt líkönin virðist beita rökhugsun séu þau í raun bara að spá fyrir um úrlausnir út frá fyrri úrlausnum sem þau hafa þegar vitneskju um. Þegar er vitað að mállíkön geta lært og jafnvel myndað með sér nýja hæfni, einfaldlega vegna aukinnar stærðar og flækjustigs. Ritgerð Michals Kosinski við Stanford háskóla, „Theory of Mind Might Have Spontaneously Emerged in Large Language Models“ (2023) fjallar um hvernig ChatGPT líkönin öðluðust hæfni til að setja sig inn í hugarheim annarra - beita svonefndri hugarkenningu (Theory of Mind) - án þess að neitt breyttist nema umfang þjálfunargrunnsins og breytufjöldi í líkönunum. En rannsókn Apple gefur til kynna að ólíklegt sé að líkönin geti öðlast raunverulega rökhugsun með aukinni stærð. Þar sem rökhugsun er forsenda sjálfstæðrar ákvarðanatöku og gagnrýnins mats á eigin ályktunum vekur þetta þá spurningu hvort almenn gervigreind (General Artificial Intelligence), líkön sem ráða við allt sem maðurinn ræður við og jafnvel betur, sé mun fjær því að vera handan við hornið en margir hafa talið. Hagfræðingur og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Snemma í júní birti Apple Machine Learning Research nýja rannsókn á stórum mállíkönum (Large Language Models), sem vakið hefur verðskuldaða athygli og bendir til að rökleg geta mállíkana sé takmarkaðri en margir hafa talið. Mállíkön og rökleg líkön Rannsakendur bera saman getu „venjulegra“ mállíkana og þróaðri líkana sem markaðssett hafa verið undir heitinu Large Reasoning Models, sem þýða mætti sem stór rökleg mállíkön. Til skýringar falla líkön á borð við ChatGPT 3.5 og 4 í fyrri flokkinn, en líkön á borð við ChatGPT o1 í þann síðari. Titill rannsóknarinnar er „The Illusion of Thinking – Understanding the Strengths and Weaknesses of Reasoning Models via the Lens of Problem Complexity“. Þetta mætti þýða þannig: „Tálsýn um hugsun: Styrkleikar og veikleikar röklegra mállíkana skoðaðir í ljósi flækjustigs úrlausnarefna.“ Báðar gerðir mállíkana byggjast á sömu grunnvirkninni; að spá fyrir um næsta orð í setningu á grundvelli líkinda sem byggjast á þjálfunargrunni líkansins. Það sem hin svonefndu röklegu líkön hafa umfram þau upprunalegu er að þau eru þjálfuð til að beita ytri aðferðum, t.d. keðju hugsana (Chain-of-Thought), til að gera niðurstöður þeirra traustari. Niðurstöður Apple benda til að aukin stærð mállíkana muni ekki geta leitt til þess að þau öðlist raunverulega rökhugsun og jafnframt að það að tala um rökleg mállíkön sé í besta falli ónákvæm orðanotkun. Þótt þau kunni að virðast hugsa séu þau í raun ófær um að beita óhlutbundinni hugsun heldur takmarkist geta þeirra við flækjustig þeirra dæma sem er að finna í þjálfunargrunninum. Hæfni til að leysa rökfræðileg vandamál prófuð Til að bera saman getu líkananna notuðust höfundarnir við fjórar röklegar gátur sem sjá má á skýringarmynd sem fengin er úr ritgerðinni. Allar gáturnar snúast um að prófa óhlutbundna rökhugsun. Fyrsta gátan, „Tower of Hanoi“, snýst til dæmis um að færa hringina til, einn í einu, þannig að aldrei sé stærri hringur ofan á smærri, þar til þeir raðast eins upp á þriðja pinnanum og þeir gera í upphafi á þeim fyrsta. Verkefnið er að gera þetta með eins fáum tilfærslum og mögulegt er. Þriðja gátan, „River Crossing“ samsvarar þekktri íslenskri vísnagátu: Hvernig flutt skal yfir á úlfur lamb og heypokinn? Ekkert granda öðru má, eitt og mann tók báturinn. Gáturnar fjórar sem vísindamenn Apple notuðu til að prófa röklega getu líkananna. Efsta línan sýnir upphaflega stöðu, neðst er lokastaðan þegar þrautin er leyst og í miðjunni dæmi um milliskref. Myndin er úr greininni sem vitnað er til. Í tilrauninni voru gáturnar gerðar flóknari og flóknari og geta líkananna til að leysa þær borin saman. Þau réðu jafn vel við gáturnar í sinni einföldustu mynd og almennu líkönin voru raunar fljótari að leysa þær. Við aukið flækjustig kom fram munur á getunni, röklegu mállíkönunum í vil. En þegar gáturnar voru orðnar mjög flóknar hættu báðar gerðir líkananna alfarið að ráða við þær, þar var enginn munur. Þessar niðurstöður eru talsvert ólíkar niðurstöðum prófana með stærðfræðiþrautum sem gjarna hafa sýnt gríðarmikinn mun á getu þessara tveggja gerða mállíkana og jafnvel að röklegu líkönin standi sig umtalsvert betur en doktorsnemar. En niðurstöður Apple benda til mun meiri takmarkana þegar kemur að óhlutbundinni rökhugsun. Veigamiklar takmarkanir Höfundar varpa fram þeirri tilgátu að takmarkandi þátturinn hér sé fjöldi dæma um úrlausnir á sambærilegum gátum í þjálfunargrunni líkananna, þ.e. að þótt líkönin virðist beita rökhugsun séu þau í raun bara að spá fyrir um úrlausnir út frá fyrri úrlausnum sem þau hafa þegar vitneskju um. Þegar er vitað að mállíkön geta lært og jafnvel myndað með sér nýja hæfni, einfaldlega vegna aukinnar stærðar og flækjustigs. Ritgerð Michals Kosinski við Stanford háskóla, „Theory of Mind Might Have Spontaneously Emerged in Large Language Models“ (2023) fjallar um hvernig ChatGPT líkönin öðluðust hæfni til að setja sig inn í hugarheim annarra - beita svonefndri hugarkenningu (Theory of Mind) - án þess að neitt breyttist nema umfang þjálfunargrunnsins og breytufjöldi í líkönunum. En rannsókn Apple gefur til kynna að ólíklegt sé að líkönin geti öðlast raunverulega rökhugsun með aukinni stærð. Þar sem rökhugsun er forsenda sjálfstæðrar ákvarðanatöku og gagnrýnins mats á eigin ályktunum vekur þetta þá spurningu hvort almenn gervigreind (General Artificial Intelligence), líkön sem ráða við allt sem maðurinn ræður við og jafnvel betur, sé mun fjær því að vera handan við hornið en margir hafa talið. Hagfræðingur og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun