Nýja lið Sveindísar Jane gaf öllum innflytjendatreyjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 09:30 Sveindís Jane Jónsdóttir er á leiðinni til bandaríska félagsins Angel City en leikmenn liðsins vöktu um helgina athygli á slæmri stöðu innflytjenda í Los Angeles. Getty/@justwomenssports Sveindís Jane Jónsdóttir er á leiðinni til bandaríska félagsins Angel City FC en tímabilið í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi. Nýja liðið kom sér í fréttirnar með því að blanda sér í pólitíkina í Bandaríkjunum um helgina. Sveindís er enn í sumarfríi enda tímabilinu hennar nýlokið í Þýskalandi. Hún mun síðan spila með nýja liði sínu seinna í sumar. Um helgina mætti Angel City liði North Carolina Courage í NWSL deildinni og fyrir leikinn blönduðu leikmenn og starfsmenn þess sér í heitasta pólitíska málið í Bandaríkjunum. Leikmenn hituðu nefnilega upp í sérstökum upphitunartreyjum til stuðnings innflytjendum í Los Angeles. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Donald Trump Bandarikjaforseti skar upp herör gegn ólöglegum innflytjendum í landinu en hörð mótmæli hófust í Los Angeles eftir að sérsveit fór að safna saman fólki í borginni. Trump brást illa við mótmælunum og sendi hermenn á staðinn þvert gegn vilja fylkisstjóra Kaliforníu. Angel City hafði áður lýst yfir áhyggjum sínum og sorg yfir kringumstæðunum sem margir borgarbúar þurfa að ganga í gegnum vegna aðgerða útlendingasérsveitar Trumps. Yfirlýsing á samfélagsmiðlum var þó bara fyrsta skrefið. Angel City vakti enn frekari athygli á málefninu og mikilvægi þess á síðasta leik liðsins. Á bolunum stóð „Immigrant City Football Club“ eða „Fótboltafélag innflytjenda“. Aftan á honum stóð síðan „Los Angeles is for Everyone“ á bæði ensku og spænsku sem á íslensku er: „Los Angeles borg er fyrr alla“. Félagið dreifði einnig alls tíu þúsund treyja til stuðningsmanna sinna. Bolirnir biðu í sætunum þegar fólkið mætti á völlinn. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Sveindís er enn í sumarfríi enda tímabilinu hennar nýlokið í Þýskalandi. Hún mun síðan spila með nýja liði sínu seinna í sumar. Um helgina mætti Angel City liði North Carolina Courage í NWSL deildinni og fyrir leikinn blönduðu leikmenn og starfsmenn þess sér í heitasta pólitíska málið í Bandaríkjunum. Leikmenn hituðu nefnilega upp í sérstökum upphitunartreyjum til stuðnings innflytjendum í Los Angeles. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Donald Trump Bandarikjaforseti skar upp herör gegn ólöglegum innflytjendum í landinu en hörð mótmæli hófust í Los Angeles eftir að sérsveit fór að safna saman fólki í borginni. Trump brást illa við mótmælunum og sendi hermenn á staðinn þvert gegn vilja fylkisstjóra Kaliforníu. Angel City hafði áður lýst yfir áhyggjum sínum og sorg yfir kringumstæðunum sem margir borgarbúar þurfa að ganga í gegnum vegna aðgerða útlendingasérsveitar Trumps. Yfirlýsing á samfélagsmiðlum var þó bara fyrsta skrefið. Angel City vakti enn frekari athygli á málefninu og mikilvægi þess á síðasta leik liðsins. Á bolunum stóð „Immigrant City Football Club“ eða „Fótboltafélag innflytjenda“. Aftan á honum stóð síðan „Los Angeles is for Everyone“ á bæði ensku og spænsku sem á íslensku er: „Los Angeles borg er fyrr alla“. Félagið dreifði einnig alls tíu þúsund treyja til stuðningsmanna sinna. Bolirnir biðu í sætunum þegar fólkið mætti á völlinn. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira