Þegar dómarar eru hluti af vandanum og bókun 35 Sigríður Svanborgardóttir skrifar 16. júní 2025 07:45 Á Íslandi hafa margir lært að treysta ekki réttarkerfinu – og það er ekki bara vegna umræðu um vantrausts, heldur oftast vegna reynslu. Þegar dómarar eru ekki lengur hlutlausir eftirlitsaðilar heldur þátttakendur í pólitískri eða samfélagslegri valdablokk, þá snýst réttlæti ekki um lög, heldur um völd. Bókun 35 við EES-samninginn er kannski óspennandi röfl á milli afla í pólitík,en hún á miklu stærri sess skilið hjá okkur almenningi og í almennri umræðu. Hún kveður á um að þegar árekstur verður á milli íslenskra laga og EES-laga, þá skulu EES-reglurnar ganga fyrir. Þetta er lykilatriði í því að verja almenning gegn innri spillingu, lokaðri valdamenningu og dómstólum sem ekki virða mannréttindi eða jafnræði fyrir lögum. Bókun 35 er ekki bylting, en hún getur verið byrjunin. Hún er verkfæri sem við sem samfélag eigum að nýta – ekki bara lögfræðingar, heldur við öll. Þegar dómarar fara ekki að lögum heldur túlka þau eftir því hvaðan þú kemur, hvernig þú lítur út eða hvaða völd og bakland þú hefur – þá þurfum við reglur sem dómstólar geta ekki sniðgengið með virðulegri þögn. Við megum ekki láta öfgaöfl, hræsnara og pólitíska kyndilbera segja okkur hvað réttlæti er. Sum hatursfull hægriöfl hafa árum saman þaggað niður í þeim sem tala gegn misnotkun, gegn kerfisbundnu einelti og gegn ofbeldi sem felst í samtryggðu valdi. Þeir segja að það sé „nauðsynleg festa“ í samfélaginu. En hvað ef þessi festa þeirra er gaslýsing ? Einelti og annað ofbeldi í íslensku samfélagi er ekki bara í fjölskyldum, í skólum eða á vinnustöðum. Það býr djúpt í kúltúrnum. Það birtist í kaldri vanvirðingu við fólk sem hefur orðið fyrir óréttlæti. Í því hvernig kerfið verndar sig sjálft. Í því hvernig dómarar og lögmenn tala saman eins og leikritið sé ákveðið áður en málshefjandi fær að mæta. Ég hef séð þetta. Og þú hefur líklega líka heyrt sögur. Dómarar sem hafa verið handvaldir af flokkstengdum stjórnmálamönnum. Lögmenn sem læra fljótt að berjast ekki of mikið fyrir skjólstæðinginn, af því að þá fá þeir ekki aðgang að "fínni" málsmeðferð í framtíðinni. Lögmenn sem fá á tilfinninguna að þeir séu óæskilegir ef þeir standa með konum, minnihlutahópum eða fólki sem er ekki vinsælt innan valdakerfisins. Þegar samfélagið okkar þegir um þetta, viðheldur það því. Og einmitt þess vegna skiptir máli að við tölum hátt og skýrt um það sem bókun 35 getur gert. Hún er ekki hin fullkomna lausn, en hún er utanað komandi afl – frá Evrópu – sem krefst þess að Ísland uppfylli lágmarksskyldur gagnvart réttlæti. Þegar íslenskt réttarkerfi bregst, þá getum við vísað í reglur sem dómstólar verða að hlýða. Við höfum séð nógu mörg dæmi. Kerfisbundið tómlæti gagnvart kvörtunum. Dómarar sem sjá ekki eða vilja ekki sjá. Og samfélag sem heldur áfram að telja sig frjálst og réttlátt á meðan stór hluti fólks býr við hræðslu við að stíga fram – ekki vegna ofbeldismanns heldur vegna dómarans sem dæmir í máli hans. Þetta snýst ekki um hefnd. Þetta snýst ekki um reiði. Þetta snýst um réttlæti – og um von. Um það að við sem samfélag getum hafnað gamalli menningu sem segir að við eigum ekki að skipta okkur af. Við eigum að skipta okkur af. Og við eigum að nýta öll þau tæki sem við höfum. Bókun 35 er eitt af þeim tækjum. Hún er ekki skrautskjal heldur skyldubundin vernd fyrir alla í EES – líka okkur á Íslandi. Hún gefur okkur von um að við séum ekki ein. Að það sé rými fyrir réttlæti, sérstaklega þegar dómarar eru hluti af vandanum. Við megum ekki bíða eftir því að einhver annar segi hlutina fyrir okkur. Við þurfum að standa upp og segja: Nóg er nóg. Þegar réttarkerfið bregst, þá þurfum við ekki fleiri reið ræðuhöld um traust. Við þurfum aðgerðir. Og við þurfum að leyfa okkur að efast – ekki bara um málsmeðferð heldur um sjálft kerfið sem hún sprettur úr. Ég vil að við tölum um þetta. Ég vil að fleiri fari að spyrja sig: Hver verndar okkur þegar dómarinn er hluti af vandanum? Svarið gæti legið í evrópskri bókun sem margir vita ekki um hvað snýst . Og nú veistu hvers vegna hún skiptir máli. Það er fyrsta skrefið. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hafa margir lært að treysta ekki réttarkerfinu – og það er ekki bara vegna umræðu um vantrausts, heldur oftast vegna reynslu. Þegar dómarar eru ekki lengur hlutlausir eftirlitsaðilar heldur þátttakendur í pólitískri eða samfélagslegri valdablokk, þá snýst réttlæti ekki um lög, heldur um völd. Bókun 35 við EES-samninginn er kannski óspennandi röfl á milli afla í pólitík,en hún á miklu stærri sess skilið hjá okkur almenningi og í almennri umræðu. Hún kveður á um að þegar árekstur verður á milli íslenskra laga og EES-laga, þá skulu EES-reglurnar ganga fyrir. Þetta er lykilatriði í því að verja almenning gegn innri spillingu, lokaðri valdamenningu og dómstólum sem ekki virða mannréttindi eða jafnræði fyrir lögum. Bókun 35 er ekki bylting, en hún getur verið byrjunin. Hún er verkfæri sem við sem samfélag eigum að nýta – ekki bara lögfræðingar, heldur við öll. Þegar dómarar fara ekki að lögum heldur túlka þau eftir því hvaðan þú kemur, hvernig þú lítur út eða hvaða völd og bakland þú hefur – þá þurfum við reglur sem dómstólar geta ekki sniðgengið með virðulegri þögn. Við megum ekki láta öfgaöfl, hræsnara og pólitíska kyndilbera segja okkur hvað réttlæti er. Sum hatursfull hægriöfl hafa árum saman þaggað niður í þeim sem tala gegn misnotkun, gegn kerfisbundnu einelti og gegn ofbeldi sem felst í samtryggðu valdi. Þeir segja að það sé „nauðsynleg festa“ í samfélaginu. En hvað ef þessi festa þeirra er gaslýsing ? Einelti og annað ofbeldi í íslensku samfélagi er ekki bara í fjölskyldum, í skólum eða á vinnustöðum. Það býr djúpt í kúltúrnum. Það birtist í kaldri vanvirðingu við fólk sem hefur orðið fyrir óréttlæti. Í því hvernig kerfið verndar sig sjálft. Í því hvernig dómarar og lögmenn tala saman eins og leikritið sé ákveðið áður en málshefjandi fær að mæta. Ég hef séð þetta. Og þú hefur líklega líka heyrt sögur. Dómarar sem hafa verið handvaldir af flokkstengdum stjórnmálamönnum. Lögmenn sem læra fljótt að berjast ekki of mikið fyrir skjólstæðinginn, af því að þá fá þeir ekki aðgang að "fínni" málsmeðferð í framtíðinni. Lögmenn sem fá á tilfinninguna að þeir séu óæskilegir ef þeir standa með konum, minnihlutahópum eða fólki sem er ekki vinsælt innan valdakerfisins. Þegar samfélagið okkar þegir um þetta, viðheldur það því. Og einmitt þess vegna skiptir máli að við tölum hátt og skýrt um það sem bókun 35 getur gert. Hún er ekki hin fullkomna lausn, en hún er utanað komandi afl – frá Evrópu – sem krefst þess að Ísland uppfylli lágmarksskyldur gagnvart réttlæti. Þegar íslenskt réttarkerfi bregst, þá getum við vísað í reglur sem dómstólar verða að hlýða. Við höfum séð nógu mörg dæmi. Kerfisbundið tómlæti gagnvart kvörtunum. Dómarar sem sjá ekki eða vilja ekki sjá. Og samfélag sem heldur áfram að telja sig frjálst og réttlátt á meðan stór hluti fólks býr við hræðslu við að stíga fram – ekki vegna ofbeldismanns heldur vegna dómarans sem dæmir í máli hans. Þetta snýst ekki um hefnd. Þetta snýst ekki um reiði. Þetta snýst um réttlæti – og um von. Um það að við sem samfélag getum hafnað gamalli menningu sem segir að við eigum ekki að skipta okkur af. Við eigum að skipta okkur af. Og við eigum að nýta öll þau tæki sem við höfum. Bókun 35 er eitt af þeim tækjum. Hún er ekki skrautskjal heldur skyldubundin vernd fyrir alla í EES – líka okkur á Íslandi. Hún gefur okkur von um að við séum ekki ein. Að það sé rými fyrir réttlæti, sérstaklega þegar dómarar eru hluti af vandanum. Við megum ekki bíða eftir því að einhver annar segi hlutina fyrir okkur. Við þurfum að standa upp og segja: Nóg er nóg. Þegar réttarkerfið bregst, þá þurfum við ekki fleiri reið ræðuhöld um traust. Við þurfum aðgerðir. Og við þurfum að leyfa okkur að efast – ekki bara um málsmeðferð heldur um sjálft kerfið sem hún sprettur úr. Ég vil að við tölum um þetta. Ég vil að fleiri fari að spyrja sig: Hver verndar okkur þegar dómarinn er hluti af vandanum? Svarið gæti legið í evrópskri bókun sem margir vita ekki um hvað snýst . Og nú veistu hvers vegna hún skiptir máli. Það er fyrsta skrefið. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum .
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun