Hvorki bókun 35 né veiðigjöld á dagskrá í dag Atli Ísleifsson skrifar 16. júní 2025 08:29 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, segir að gott sé að sem mest sátt ríki um dagskrá þingsins. Vísir/Anton Brink Formenn þingflokka náðu samkomulagi í gær um að hafa hvorki bókun 35 né frumvarp um breytingar á veiðigjöldum á þingfundi sem fram fer í dag. Þetta staðfestir Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. „Það náðist samkomulag meðal þingflokksformanna að hafa dagskrána með þessum hætti. Það er gott. Það er alltaf gott að sem mest sátt sé um dagskrá þingsins.“ Þingfundur hefst í dag klukkan 15 og byrjar á óundirbúnum fyrirspurnum. „Á dagskrá í dag eru svo mál sem hafa lengi beðið eftir að komast á dagskrá – mál sem þarfnast bæði umræðu og afgreiðslu,“ segir Þórunn. Hún segir að fundað verði svo aftur á miðvikudaginn, en enginn þingfundur er á dagskrá á morgun, á þjóðhátíðardeginum 17. júní. Hún á von á því að frumvarp á veiðigjöld verði þá á dagskrá en að það eigi eftir að koma betur í ljós. Þingfundi var frestað á sjöunda tímanum í gærkvöldi, en Alþingi kom saman í gær til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Bókun 35 var þó lítið rædd þar sem fundartíminn fór að stærstum hluta í að ræða fundarstjórn forseta. Þar gagnrýndi minnihlutinn að þing hafi verið kallað saman á sunnudegi, sem er afar fátítt, á meðan meirihlutinn sakaði minnihlutann um málþóf þegar kemur að umræðu um bókun 35. Alþingi Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Umræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi. 15. júní 2025 23:03 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þetta staðfestir Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. „Það náðist samkomulag meðal þingflokksformanna að hafa dagskrána með þessum hætti. Það er gott. Það er alltaf gott að sem mest sátt sé um dagskrá þingsins.“ Þingfundur hefst í dag klukkan 15 og byrjar á óundirbúnum fyrirspurnum. „Á dagskrá í dag eru svo mál sem hafa lengi beðið eftir að komast á dagskrá – mál sem þarfnast bæði umræðu og afgreiðslu,“ segir Þórunn. Hún segir að fundað verði svo aftur á miðvikudaginn, en enginn þingfundur er á dagskrá á morgun, á þjóðhátíðardeginum 17. júní. Hún á von á því að frumvarp á veiðigjöld verði þá á dagskrá en að það eigi eftir að koma betur í ljós. Þingfundi var frestað á sjöunda tímanum í gærkvöldi, en Alþingi kom saman í gær til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Bókun 35 var þó lítið rædd þar sem fundartíminn fór að stærstum hluta í að ræða fundarstjórn forseta. Þar gagnrýndi minnihlutinn að þing hafi verið kallað saman á sunnudegi, sem er afar fátítt, á meðan meirihlutinn sakaði minnihlutann um málþóf þegar kemur að umræðu um bókun 35.
Alþingi Bókun 35 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Umræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi. 15. júní 2025 23:03 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Umræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi. 15. júní 2025 23:03