Sóun á Alþingi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 16. júní 2025 14:02 Ég er búin að skrifa byrjun þessa pistils fjórtán sinnum. Sex sinnum á hnyttinn hátt, fimm sinnum á alvarlegum nótum og svo þrisvar með myndlíkingum. En ég þarf í raun bara eitt orð til þess að hefja pistilinn, kjarna málið og kveðja: SÓUN. SÓUN upphaf: Ég hef fylgst vel með fjölmiðlum og samfélagsumræðunni af áhuga síðan ég var barn. Í bland við ástríðu mína fyrir því tala myndast oft hinn fullkomni stormur. Ég stend í rökræðum um málefni líðandi stundar á nánast öllum mannamótum sem ég fer á, nánustu fjölskyldu til mismikillar skemmtunar. Við slíkar aðstæður er fólk í fríi, njóta lífsins og sinna félagslegri þörf sinni. Spila leiki í áhugamannadeildinni í tali ef svo má að orði komast. Einhverjir áhugamenn ná þeim árangri að verða atvinnumenn í tali í gegnum til dæmis fræðslu, kennslu, þjálfun eða sölustörf og fá þá greitt fyrir að tala. Ég er ein af þeim. Ég hef oft sagt hluti sem hefur komið mér í vandræði, ég hef verið útskúfuð eða falin á samfélagsmiðlum og ég stamaði meira að segja á tímabili, því ég var að reyna að segja of mikið of hratt. Ég hef oft gerst sek um að sóa tíma mínum og tíma annarra með tilgangslausum orðum og einhverjum gæti fundist orðin í þessum pistli vera sóun. SÓUN kjarni: Síðustu ár hef ég gapað oftar en ég kæri mig um að segja frá yfir sóun á háttvirtu Alþingi Íslendinga. Í mínum augum að þá á sú stofnun að vera fyrirmynd alls þess sem undir kemur, aðrar ríkisstofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Höfuð samfélagsins og sá staður þar sem færni til rökræðu á ekki að eiga sér nein mörk. Þar hefur þó engin rökrætt svo árum skiptir, því til þess að rökræða að þá þarf að hlusta, byggja rök ofan á síðustu rökum, ígrunda og greina. Það sem er að eiga sér stað þessi misserin í þingsal er eitthvað allt annað. 19 ára systir mín sem er að útskrifast úr menntaskóla kjarnaði þetta vel þegar hún sagði ,,þingmenn segja bara einhver stór orð, það skiptir ekki máli hvað þau þýða.” Virðing og traust almennings á Alþingi er mölbrotið og fer minnkandi og kjarnast ágætlega í þessum orðum einstaklings sem er nýkomin með kosningarétt og á að vera spennt og jákvæð fyrir lýðræðislegri umræðu og þátttöku. Háttvirtri stjórnarandstöðu er umhugað um virðingu stjórnarflokkana fyrir hefðum, siðum og verklagi þings þegar rót vandans er eigin sóun. Almenningur skynjar virðingaleysi þingmanna fyrir störfum sínum sem birtist með tilviljanakenndri mætingu á þing, ræðum sem innihalda stór og þýðingarlaus orð, bitlausum skotum á milli flokka og frasafreti í stöðuuppfærslum samfélagsmiðla. Allt þetta er sóun á tíma og fé. SÓUN kveðja: Tilgangur þessa pistils er að koma á framfæri áskorun til þingmanna um að gera betur með því að vera betri, sýna meiri virðingu fyrir starfinu í efri deild atvinnumanna í tali og hætta að sóa orðum ykkar. Mætið í ræðustól með rök fyrir því að vera með eða á móti, skrifið greinar og pistla og stöðuuppfærslur tilbúin til þess að rökræða. Farið í boltann, ekki manninn. Verið fyrirmynd fyrir okkur atvinnumenn í neðri deild og vinnið ykkur traust og virðingu almennings á ný. Því það er stærsta og óhugnalegasta ógnin við lýðræðið og fullveldið. Ekki Bókun 35, ekki veiðigjöldin og sannarlega ekki stjórnarflokkarnir. Höfundur er annar varaþingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi og atvinnumaður í tali, neðri deild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Viðreisn Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er búin að skrifa byrjun þessa pistils fjórtán sinnum. Sex sinnum á hnyttinn hátt, fimm sinnum á alvarlegum nótum og svo þrisvar með myndlíkingum. En ég þarf í raun bara eitt orð til þess að hefja pistilinn, kjarna málið og kveðja: SÓUN. SÓUN upphaf: Ég hef fylgst vel með fjölmiðlum og samfélagsumræðunni af áhuga síðan ég var barn. Í bland við ástríðu mína fyrir því tala myndast oft hinn fullkomni stormur. Ég stend í rökræðum um málefni líðandi stundar á nánast öllum mannamótum sem ég fer á, nánustu fjölskyldu til mismikillar skemmtunar. Við slíkar aðstæður er fólk í fríi, njóta lífsins og sinna félagslegri þörf sinni. Spila leiki í áhugamannadeildinni í tali ef svo má að orði komast. Einhverjir áhugamenn ná þeim árangri að verða atvinnumenn í tali í gegnum til dæmis fræðslu, kennslu, þjálfun eða sölustörf og fá þá greitt fyrir að tala. Ég er ein af þeim. Ég hef oft sagt hluti sem hefur komið mér í vandræði, ég hef verið útskúfuð eða falin á samfélagsmiðlum og ég stamaði meira að segja á tímabili, því ég var að reyna að segja of mikið of hratt. Ég hef oft gerst sek um að sóa tíma mínum og tíma annarra með tilgangslausum orðum og einhverjum gæti fundist orðin í þessum pistli vera sóun. SÓUN kjarni: Síðustu ár hef ég gapað oftar en ég kæri mig um að segja frá yfir sóun á háttvirtu Alþingi Íslendinga. Í mínum augum að þá á sú stofnun að vera fyrirmynd alls þess sem undir kemur, aðrar ríkisstofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Höfuð samfélagsins og sá staður þar sem færni til rökræðu á ekki að eiga sér nein mörk. Þar hefur þó engin rökrætt svo árum skiptir, því til þess að rökræða að þá þarf að hlusta, byggja rök ofan á síðustu rökum, ígrunda og greina. Það sem er að eiga sér stað þessi misserin í þingsal er eitthvað allt annað. 19 ára systir mín sem er að útskrifast úr menntaskóla kjarnaði þetta vel þegar hún sagði ,,þingmenn segja bara einhver stór orð, það skiptir ekki máli hvað þau þýða.” Virðing og traust almennings á Alþingi er mölbrotið og fer minnkandi og kjarnast ágætlega í þessum orðum einstaklings sem er nýkomin með kosningarétt og á að vera spennt og jákvæð fyrir lýðræðislegri umræðu og þátttöku. Háttvirtri stjórnarandstöðu er umhugað um virðingu stjórnarflokkana fyrir hefðum, siðum og verklagi þings þegar rót vandans er eigin sóun. Almenningur skynjar virðingaleysi þingmanna fyrir störfum sínum sem birtist með tilviljanakenndri mætingu á þing, ræðum sem innihalda stór og þýðingarlaus orð, bitlausum skotum á milli flokka og frasafreti í stöðuuppfærslum samfélagsmiðla. Allt þetta er sóun á tíma og fé. SÓUN kveðja: Tilgangur þessa pistils er að koma á framfæri áskorun til þingmanna um að gera betur með því að vera betri, sýna meiri virðingu fyrir starfinu í efri deild atvinnumanna í tali og hætta að sóa orðum ykkar. Mætið í ræðustól með rök fyrir því að vera með eða á móti, skrifið greinar og pistla og stöðuuppfærslur tilbúin til þess að rökræða. Farið í boltann, ekki manninn. Verið fyrirmynd fyrir okkur atvinnumenn í neðri deild og vinnið ykkur traust og virðingu almennings á ný. Því það er stærsta og óhugnalegasta ógnin við lýðræðið og fullveldið. Ekki Bókun 35, ekki veiðigjöldin og sannarlega ekki stjórnarflokkarnir. Höfundur er annar varaþingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi og atvinnumaður í tali, neðri deild.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun