Flugfélög með áratuga sögu horfin af markaði Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2025 23:10 Sjúkraflug var lengst af grunnstoðin í rekstri Mýflugs, sem gerði flugvélarnar út frá Akureyri. Félagið missti þann þátt starfseminnar í fyrra eftir útboð. Egill Aðalsteinsson Tvö rótgróin íslensk flugfélög, sem einkum hafa starfað innanlands, Flugfélagið Ernir og Mýflug, hafa hætt rekstri á skömmum tíma. Sérfræðingur um flugmál segir breyttar markaðsaðstæður og harðnandi samkeppni að hluta skýra stöðuna. Flugfélagið Ernir var tekið til gjaldþrotaskipta síðastliðið haust eftir 54 ára sögu. Hörður Guðmundsson hóf rekstur félagsins á Vestfjörðum en gerði síðar út frá Reykjavík. Þegar mest var sinnti það áætlunarflugi til sex staða innanlands á fjórum nítján sæta Jetstream-skrúfuþotum en flaggskipið var 32 sæta Dornier-skrúfuþota. Jetstream-skrúfuþota Ernis á flugvellinum á Hornafirði árið 2017.Arnar Halldórsson Mýflug er enn með flugrekstrarleyfi þótt rekstri þess hafi verið hætt í lok marsmánaðar eftir fjörutíu ára sögu. Umsvif þess voru mest í sjúkraflugi á níu sæta Beechcraft King Air-skrúfuþotum. Fyrir tveimur árum keypti Mýflug þriðjungshlut í Erni og tók yfir reksturinn en missti sjúkraflugið í fyrra yfir til Norlandair eftir útboð. Á Reykjavíkurflugvelli hafði Flugfélagið Ernir farþegaafgreiðslu sína í lágreistum skúrum utan í flugskýli Loftleiðamegin. Mýflug fór þangað inn eftir að það tók yfir rekstur Ernis. En núna er hún Snorrabúð stekkur. Búið er að skella í lás. Eftir sitja aðeins tvö félög á innanlandsleiðum, Icelandair og Norlandair. Flugsérfræðingurinn Jón Karl Ólafsson telur margar þætti skýra þessa þróun. Jón Karl Ólafsson hefur víðtæka reynslu úr íslenska fluggeiranum.Sigurjón Ólason „Einn þáttur er bara breyting á markaði. Samkeppnin hefur farið harðnandi,“ segir Jón Karl. „Fyrirtækin hafa átt í erfiðleikum með að aðlaga sig sveiflum. Covid hafði áhrif á marga. Þannig að menn hafa verið að ganga í gegnum sameiningar. Sumar hafa gengið verr en aðrar. Þannig að þetta hefur svona hægt og sígandi verið að færast í þessa átt á síðustu tuttugu árum. Þannig að þetta er orðið lítið eftir af félögum, nema kannski þessi tvö.“ Flugvélar Norlandair á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Jón Karl segir ráðamenn þurfa að átta sig betur á mikilvægi flugsins í samgöngum landsins. „Á meðan aðrar þjóðir hafa lestarsamgöngur þá er þetta í rauninni eina leiðin fyrir okkur til að flytja fólk hratt á milli landshluta. Og það auðvitað verður bara að taka samtal og klára einhverja stefnumótun í því að það þarf að viðhalda flugi inn á helstu staði og sjá til þess að það sé hægt að gera það. En hvort þetta verður gert með litlum flugfélögum eða hvort stærri einingarnar verði hagkvæmari, það verður bara framtíðin að leiða í ljós,“ segir Jón Karl Ólafsson. Hér má sjá frétt Sýnar: Fjallað var um brotthvarf Harðar Guðmundssonar úr flugrekstri í þessari frétt í fyrra: Fjallað var um Mýflug og Leif Hallgrímsson og rætur félagsins í Mývatnssveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2012: Fréttir af flugi Samgöngur Gjaldþrot Sjúkraflutningar Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. 16. apríl 2025 23:50 Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Flugfélagið Ernir var tekið til gjaldþrotaskipta síðastliðið haust eftir 54 ára sögu. Hörður Guðmundsson hóf rekstur félagsins á Vestfjörðum en gerði síðar út frá Reykjavík. Þegar mest var sinnti það áætlunarflugi til sex staða innanlands á fjórum nítján sæta Jetstream-skrúfuþotum en flaggskipið var 32 sæta Dornier-skrúfuþota. Jetstream-skrúfuþota Ernis á flugvellinum á Hornafirði árið 2017.Arnar Halldórsson Mýflug er enn með flugrekstrarleyfi þótt rekstri þess hafi verið hætt í lok marsmánaðar eftir fjörutíu ára sögu. Umsvif þess voru mest í sjúkraflugi á níu sæta Beechcraft King Air-skrúfuþotum. Fyrir tveimur árum keypti Mýflug þriðjungshlut í Erni og tók yfir reksturinn en missti sjúkraflugið í fyrra yfir til Norlandair eftir útboð. Á Reykjavíkurflugvelli hafði Flugfélagið Ernir farþegaafgreiðslu sína í lágreistum skúrum utan í flugskýli Loftleiðamegin. Mýflug fór þangað inn eftir að það tók yfir rekstur Ernis. En núna er hún Snorrabúð stekkur. Búið er að skella í lás. Eftir sitja aðeins tvö félög á innanlandsleiðum, Icelandair og Norlandair. Flugsérfræðingurinn Jón Karl Ólafsson telur margar þætti skýra þessa þróun. Jón Karl Ólafsson hefur víðtæka reynslu úr íslenska fluggeiranum.Sigurjón Ólason „Einn þáttur er bara breyting á markaði. Samkeppnin hefur farið harðnandi,“ segir Jón Karl. „Fyrirtækin hafa átt í erfiðleikum með að aðlaga sig sveiflum. Covid hafði áhrif á marga. Þannig að menn hafa verið að ganga í gegnum sameiningar. Sumar hafa gengið verr en aðrar. Þannig að þetta hefur svona hægt og sígandi verið að færast í þessa átt á síðustu tuttugu árum. Þannig að þetta er orðið lítið eftir af félögum, nema kannski þessi tvö.“ Flugvélar Norlandair á Akureyrarflugvelli.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson Jón Karl segir ráðamenn þurfa að átta sig betur á mikilvægi flugsins í samgöngum landsins. „Á meðan aðrar þjóðir hafa lestarsamgöngur þá er þetta í rauninni eina leiðin fyrir okkur til að flytja fólk hratt á milli landshluta. Og það auðvitað verður bara að taka samtal og klára einhverja stefnumótun í því að það þarf að viðhalda flugi inn á helstu staði og sjá til þess að það sé hægt að gera það. En hvort þetta verður gert með litlum flugfélögum eða hvort stærri einingarnar verði hagkvæmari, það verður bara framtíðin að leiða í ljós,“ segir Jón Karl Ólafsson. Hér má sjá frétt Sýnar: Fjallað var um brotthvarf Harðar Guðmundssonar úr flugrekstri í þessari frétt í fyrra: Fjallað var um Mýflug og Leif Hallgrímsson og rætur félagsins í Mývatnssveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 árið 2012:
Fréttir af flugi Samgöngur Gjaldþrot Sjúkraflutningar Reykjavíkurflugvöllur Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. 16. apríl 2025 23:50 Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
„Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Flugmaður hjá flugfélaginu Mýflug gagnrýnir harðlega flókið og íþyngjandi umhverfi minni flugfélaga og segir það gera eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna. Gagnrýnin kemur í kjölfarið á umfjöllun Kveiks um flugrekstrarleyfi. 16. apríl 2025 23:50
Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir