Hefur leit að nýjum saksóknara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2025 13:12 Þorbjörg Sigríður segir gott að botn sé kominn í mál Helga Magnúsar. Staða vararíkissaksóknara verður brátt auglýst laus til umsóknar. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að búið sé að ljúka máli fráfarandi vararíkissaksóknara sem mun láta af embætti. Hún hafi erft málið frá fyrirennara sínum í embætti. Nýr vararíkissaksóknari verður skipaður. Greint var frá því í gær að Helgi Magnús Gunnarsson fráfarandi vararíkissaksóknari hefði hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Hann muni því láta af embætti. Nokkuð hefur gustað um Helga vegna tjáningar hans á opinberum vettvangi. Hann var frá störfum síðan síðasta sumar, að kröfu ríkissaksóknara. Þegar hann sneri aftur í desember fékk hann hins vegar engin verkefni og var ekki hleypt inn á tölvukerfi embættisins, þrátt fyrir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði í september síðastliðnum tekið ákvörðun um að veita honum ekki lausn frá embætti, en ríkissaksóknari hafði óskað eftir því. Viðbrögð Guðrúnar hafi flækt málið Dómsmálaráðherra segir skipta máli að tekist hafa að ljúka málinu, sem hún hafi fengið í arf frá forvera sínum. „Það er lagalega flókið og á þessu máli eru ýmsir angar. Ég reyndi að vinna þetta faglega, og af virðingu við alla aðila og öll sjónarmið. Nú liggur þetta fyrir svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Niðurstaða Guðrúnar hafi verið á skjön við röksemdarfærslu hennar. Meðal þeirra sem töldu að Guðrún hefði átt að víkja Helga úr embætti á sínum tíma var Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverand forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. „[Ákvörðun Guðrúnar] flækti málið töluvert, en ég ætla ekkert að vera að hengja mig í það, því þetta er flókið mál.“ Fær full eftirlaun Helgi Magnús, sem er 61 árs, verður á fullum eftirlaunum líkt og hann hafi unnið til sjötugs, en sá réttur hans byggir á ákvæðum laga og stjórnarskrár. „Rými ráðherrans til að hreyfa sig í málum æviskipaðra embættismanna er, samkvæmt stjórnarskrá mjög takmarkað,“ segir Þorbjörg Sigríður. Næst á dagskrá sé að auglýsa stöðu vararíkissaksóknara eins og lög kveða á um. „Dómsmálaráðherra fer auðvitað að lögum, þannig að það er þá næsta skref í þessu máli.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Helga Magnúsi í dag eða í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Greint var frá því í gær að Helgi Magnús Gunnarsson fráfarandi vararíkissaksóknari hefði hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Hann muni því láta af embætti. Nokkuð hefur gustað um Helga vegna tjáningar hans á opinberum vettvangi. Hann var frá störfum síðan síðasta sumar, að kröfu ríkissaksóknara. Þegar hann sneri aftur í desember fékk hann hins vegar engin verkefni og var ekki hleypt inn á tölvukerfi embættisins, þrátt fyrir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði í september síðastliðnum tekið ákvörðun um að veita honum ekki lausn frá embætti, en ríkissaksóknari hafði óskað eftir því. Viðbrögð Guðrúnar hafi flækt málið Dómsmálaráðherra segir skipta máli að tekist hafa að ljúka málinu, sem hún hafi fengið í arf frá forvera sínum. „Það er lagalega flókið og á þessu máli eru ýmsir angar. Ég reyndi að vinna þetta faglega, og af virðingu við alla aðila og öll sjónarmið. Nú liggur þetta fyrir svona,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Niðurstaða Guðrúnar hafi verið á skjön við röksemdarfærslu hennar. Meðal þeirra sem töldu að Guðrún hefði átt að víkja Helga úr embætti á sínum tíma var Róbert Spanó, lagaprófessor og fyrrverand forseti Mannréttindadómstóls Evrópu. „[Ákvörðun Guðrúnar] flækti málið töluvert, en ég ætla ekkert að vera að hengja mig í það, því þetta er flókið mál.“ Fær full eftirlaun Helgi Magnús, sem er 61 árs, verður á fullum eftirlaunum líkt og hann hafi unnið til sjötugs, en sá réttur hans byggir á ákvæðum laga og stjórnarskrár. „Rými ráðherrans til að hreyfa sig í málum æviskipaðra embættismanna er, samkvæmt stjórnarskrá mjög takmarkað,“ segir Þorbjörg Sigríður. Næst á dagskrá sé að auglýsa stöðu vararíkissaksóknara eins og lög kveða á um. „Dómsmálaráðherra fer auðvitað að lögum, þannig að það er þá næsta skref í þessu máli.“ Fréttastofa hefur ekki náð tali af Helga Magnúsi í dag eða í gær, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Helgi hafnar flutningi og lætur af embætti Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari, hefur hafnað því að vera fluttur í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Mun hann því láta af embætti en mikið hefur gustað um Helga í embætti undanfarin ár. 16. júní 2025 17:32