Langar þig að vera sjóklár? Steinunn Ása Þorvaldsdóttir og Jakob Frímann Þorsteinsson skrifa 19. júní 2025 07:47 Mörg okkar á Íslandi búum í nálægð við hafið allt árið um kring. Það umlykur landið okkar á alla kanta og við höfum í gegnum aldirnar lært að lifa á og með hafinu. En nú er svo komið að möguleikar fólks á öllum aldri að eiga bein kynni af hafinu og að læra að lifa með því eru takmarkaðir. Víða um land eru siglingaklúbbar. Í Reykjavík rekur borgin Siglunes, sem er ævintýramiðstöð við sjóinn í Nauthólsvík, þar sem börnum gefst kostur á að læra að sigla og róa, hoppa í sjóinn og efla þrautseigju og þor. Við sem skrifum þessa grein, Stása og Kobbi, kynntumst fyrst á sumarnámskeiði hjá ÍTR fyrir um þrjátíu árum síðan. Þar var fastur liður að fara í heimsókn í Siglunes þar sem Steinunn Ása upplifði að fara á sjó og kynnast hafinu. Jakob starfaði þar um skeið og varð hugfanginn af þessari margþættu reynslu sem hægt er að eignast með því að leika og lifa í, á og við hafið. Okkur sýnist nú að möguleikar barna í Reykjavík á að eignast kynni af hafinu af eigin raun eru minni en fyrir um þrjátíu árum. Hollvinir Sigluness vilja breyta þessu, efla starfsemi Sigluness og auka möguleika fólks á öllum aldri að kynnast hafinu, takast á við áskoranir og kynnast sjálfum sér og náttúrunni á nýjan hátt. Ekki síst vegna þess að rannsóknir sýna að útivist og útinám hafa fjölbreytt jákvæð áhrif - líkamleg, félagsleg og sálræn. Að vera við haf og vatn hefur sterk áhrif og talað er um að hin bláa vitund (e. blue mind) sé sérlega áhrifarík. Hollvinasamtök Sigluness blása til vina- og fjölskyldudags í Siglunesi á 19. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast ævintýrum Sigluness og gleðjast með Hollvinum starfseminnar. Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði þar sem Elín Ey og Íris Tanja ætla fagna með okkur og taka lagið. Boðið verður upp á siglingar, róður, heitan pott, grill og alla þá töfra sem Siglunes hefur upp á að bjóða! Með þessari hátíð og okkar starfi viljum við vinna að því að auka aðgengi að Siglunesi. Það kallar á að gera húsnæðið aðgengilegra, auka opnun og bæta við búnaði sem gerir breiðari hópi fólks kleift á að fara á sjó. Vinir Sigluness eru til að mynda að ýta úr vör söfnurátaki með það að markmið að bæta bátakost Sigluness þannig að þar sé bátur sem hægt er að taka fólk í hjólastól um borð með einföldum hætti. Við hvetjum öll til að koma á vina- og fjölskyldudag í Siglunesi – upplifa smá ævintýri og hitta fólk sem er sjóklárt! Hér má finna viðburðinn: https://fb.me/e/bTb3mFwLG Höfundar eru Steinunn Ása Þorvaldsdóttir málsvari og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson kennari við HÍ sem eiga sæti í stjórn Hollvinasamtaka Sigluness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mörg okkar á Íslandi búum í nálægð við hafið allt árið um kring. Það umlykur landið okkar á alla kanta og við höfum í gegnum aldirnar lært að lifa á og með hafinu. En nú er svo komið að möguleikar fólks á öllum aldri að eiga bein kynni af hafinu og að læra að lifa með því eru takmarkaðir. Víða um land eru siglingaklúbbar. Í Reykjavík rekur borgin Siglunes, sem er ævintýramiðstöð við sjóinn í Nauthólsvík, þar sem börnum gefst kostur á að læra að sigla og róa, hoppa í sjóinn og efla þrautseigju og þor. Við sem skrifum þessa grein, Stása og Kobbi, kynntumst fyrst á sumarnámskeiði hjá ÍTR fyrir um þrjátíu árum síðan. Þar var fastur liður að fara í heimsókn í Siglunes þar sem Steinunn Ása upplifði að fara á sjó og kynnast hafinu. Jakob starfaði þar um skeið og varð hugfanginn af þessari margþættu reynslu sem hægt er að eignast með því að leika og lifa í, á og við hafið. Okkur sýnist nú að möguleikar barna í Reykjavík á að eignast kynni af hafinu af eigin raun eru minni en fyrir um þrjátíu árum. Hollvinir Sigluness vilja breyta þessu, efla starfsemi Sigluness og auka möguleika fólks á öllum aldri að kynnast hafinu, takast á við áskoranir og kynnast sjálfum sér og náttúrunni á nýjan hátt. Ekki síst vegna þess að rannsóknir sýna að útivist og útinám hafa fjölbreytt jákvæð áhrif - líkamleg, félagsleg og sálræn. Að vera við haf og vatn hefur sterk áhrif og talað er um að hin bláa vitund (e. blue mind) sé sérlega áhrifarík. Hollvinasamtök Sigluness blása til vina- og fjölskyldudags í Siglunesi á 19. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast ævintýrum Sigluness og gleðjast með Hollvinum starfseminnar. Fjölbreytt skemmtidagskrá er í boði þar sem Elín Ey og Íris Tanja ætla fagna með okkur og taka lagið. Boðið verður upp á siglingar, róður, heitan pott, grill og alla þá töfra sem Siglunes hefur upp á að bjóða! Með þessari hátíð og okkar starfi viljum við vinna að því að auka aðgengi að Siglunesi. Það kallar á að gera húsnæðið aðgengilegra, auka opnun og bæta við búnaði sem gerir breiðari hópi fólks kleift á að fara á sjó. Vinir Sigluness eru til að mynda að ýta úr vör söfnurátaki með það að markmið að bæta bátakost Sigluness þannig að þar sé bátur sem hægt er að taka fólk í hjólastól um borð með einföldum hætti. Við hvetjum öll til að koma á vina- og fjölskyldudag í Siglunesi – upplifa smá ævintýri og hitta fólk sem er sjóklárt! Hér má finna viðburðinn: https://fb.me/e/bTb3mFwLG Höfundar eru Steinunn Ása Þorvaldsdóttir málsvari og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson kennari við HÍ sem eiga sæti í stjórn Hollvinasamtaka Sigluness.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun