Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna Clara Ganslandt skrifar 19. júní 2025 13:31 Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna í meira en áratug samkvæmt nýjustu skýrslu sem birt var í síðustu viku. Í tilefni þess ítrekar Evrópusambandið hlutverk sitt og ábyrgð í jafnréttisbaráttu kynjanna, bæði innan Evrópu sem og á heimsvísu. Það er mikilvægt að standa vörð um grundvallarréttindi kvenna og stúlkna ásamt því að tryggja enn betri árangur fyrir komandi kynslóðir. Þrátt fyrir miklar framfarir á síðustu áratugum er enn langt í land. Konur og stúlkur um allan heim þurfa enn að sæta kynbundnu ofbeldi og mismunun á vinnumarkaði sem birtist í formi kynbundins launamismunar og hinu svokallaða glerþaki. Að auki skortir margar konur víðs vegar um heim aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu þar sem málefni kvenna eru sérstaklega undirfjármögnuð. Á sama tíma stendur heimurinn frammi fyrir bakslagi í baráttunni fyrir mannréttindum og jafnrétti kynjanna. Réttindi kvenna snerta ekki einungis konur heldur allt samfélagið í heild sinni. Kvenréttindi varða okkur öll þar sem að þátttaka kvenna í þjóðfélaginu er bráðnauðsynleg til að viðhalda góðum lífskjörum og áframhaldandi velmegun. Það er of dýrkeypt að útiloka allt það hugvit og mannafla sem konur veita samfélaginu. Þess vegna hefur ESB gefið út nýjan vegvísi um jafnrétti kynjanna (e. Roadmap for Women´s Rights) í mars sl. til að knýja áfram heildræna stefnu í jafnréttismálum. Síðastliðin ár hafa sýnt mikilvægi þess að bregðast skjótt við áðurnefndri þróun. Í ljósi þess hefur ESB ekki einungis lagt áherslu á framsækni í stefnumótun heldur einnig á að styðja við aðildarríki þess í framkvæmd þeirra. Að auki er mikilvægt að gera ráð fyrir skörun ólíkra vandamála sem konur innan mismunandi þjóðfélagshópa standa frammi fyrir. Til að tryggja jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt að efla þátttöku kvenna á öllum sviðum samfélagsins, þá sérstaklega í öryggis- og varnarmálum en í ár eru 25 ár liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun nr. 1325 um “kynferði, frið og öryggi”. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðastliðinn aldarfjórðung og hefur aldrei verið meira um vopnuð átök í heiminum fyrr en nú þar sem helmingi fleiri konur búa á átakasvæðum. Konur á flótta eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum þar sem þær eru í 96% tilvika fórnarlömb þess. Að auki er mikilvægt að ítreka að margar hverjar konur eru líklegar til að verða fórnarlömb mansals og þvingaðs vændis m.a. til að greiða fyrir nauðsynjavörur. Þrátt fyrir þessa tölfræði hafa konur ennþá afar skerta aðkomu að friðar- og vopnahlésviðræðum. Þess vegna er mikilvægt að bregðast skjótt við nýrri heimsmynd og auka vitundarvakningu um þátttöku kvenna í öryggismálum. Ég er því stolt að ítreka áherslu og stuðning ESB til þessara málefna og fagna einnig samstarfi Íslands og ESB á þessu sviði. Þetta samstarf byggir fyrst og fremst á sameiginlegum gildum um mannréttindi og jafnréttindi kynjanna. Þessi gildi kristallast í þátttöku Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sem Ísland var kjörið í síðastliðinn október 2024. Á tímum sem þessum, sem einkennast af ólgu í alþjóðastjórnmálum og aukinni mótspyrnu í jafnréttindabaráttunni af hálfu skipulagðra hreyfinga, er mikilvægt að bandamenn standi þétt saman. Þess vegna tek ég þátttöku Íslands í mannréttindaráði SÞ fagnandi og hlakka til að fylgjast með framvindu þess á komandi árum. Gleðilegan kvenréttindadag. Clara Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna í meira en áratug samkvæmt nýjustu skýrslu sem birt var í síðustu viku. Í tilefni þess ítrekar Evrópusambandið hlutverk sitt og ábyrgð í jafnréttisbaráttu kynjanna, bæði innan Evrópu sem og á heimsvísu. Það er mikilvægt að standa vörð um grundvallarréttindi kvenna og stúlkna ásamt því að tryggja enn betri árangur fyrir komandi kynslóðir. Þrátt fyrir miklar framfarir á síðustu áratugum er enn langt í land. Konur og stúlkur um allan heim þurfa enn að sæta kynbundnu ofbeldi og mismunun á vinnumarkaði sem birtist í formi kynbundins launamismunar og hinu svokallaða glerþaki. Að auki skortir margar konur víðs vegar um heim aðgengi að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu þar sem málefni kvenna eru sérstaklega undirfjármögnuð. Á sama tíma stendur heimurinn frammi fyrir bakslagi í baráttunni fyrir mannréttindum og jafnrétti kynjanna. Réttindi kvenna snerta ekki einungis konur heldur allt samfélagið í heild sinni. Kvenréttindi varða okkur öll þar sem að þátttaka kvenna í þjóðfélaginu er bráðnauðsynleg til að viðhalda góðum lífskjörum og áframhaldandi velmegun. Það er of dýrkeypt að útiloka allt það hugvit og mannafla sem konur veita samfélaginu. Þess vegna hefur ESB gefið út nýjan vegvísi um jafnrétti kynjanna (e. Roadmap for Women´s Rights) í mars sl. til að knýja áfram heildræna stefnu í jafnréttismálum. Síðastliðin ár hafa sýnt mikilvægi þess að bregðast skjótt við áðurnefndri þróun. Í ljósi þess hefur ESB ekki einungis lagt áherslu á framsækni í stefnumótun heldur einnig á að styðja við aðildarríki þess í framkvæmd þeirra. Að auki er mikilvægt að gera ráð fyrir skörun ólíkra vandamála sem konur innan mismunandi þjóðfélagshópa standa frammi fyrir. Til að tryggja jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt að efla þátttöku kvenna á öllum sviðum samfélagsins, þá sérstaklega í öryggis- og varnarmálum en í ár eru 25 ár liðin frá því að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ályktun nr. 1325 um “kynferði, frið og öryggi”. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðastliðinn aldarfjórðung og hefur aldrei verið meira um vopnuð átök í heiminum fyrr en nú þar sem helmingi fleiri konur búa á átakasvæðum. Konur á flótta eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir kynferðisofbeldi á átakasvæðum þar sem þær eru í 96% tilvika fórnarlömb þess. Að auki er mikilvægt að ítreka að margar hverjar konur eru líklegar til að verða fórnarlömb mansals og þvingaðs vændis m.a. til að greiða fyrir nauðsynjavörur. Þrátt fyrir þessa tölfræði hafa konur ennþá afar skerta aðkomu að friðar- og vopnahlésviðræðum. Þess vegna er mikilvægt að bregðast skjótt við nýrri heimsmynd og auka vitundarvakningu um þátttöku kvenna í öryggismálum. Ég er því stolt að ítreka áherslu og stuðning ESB til þessara málefna og fagna einnig samstarfi Íslands og ESB á þessu sviði. Þetta samstarf byggir fyrst og fremst á sameiginlegum gildum um mannréttindi og jafnréttindi kynjanna. Þessi gildi kristallast í þátttöku Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna sem Ísland var kjörið í síðastliðinn október 2024. Á tímum sem þessum, sem einkennast af ólgu í alþjóðastjórnmálum og aukinni mótspyrnu í jafnréttindabaráttunni af hálfu skipulagðra hreyfinga, er mikilvægt að bandamenn standi þétt saman. Þess vegna tek ég þátttöku Íslands í mannréttindaráði SÞ fagnandi og hlakka til að fylgjast með framvindu þess á komandi árum. Gleðilegan kvenréttindadag. Clara Ganslandt, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun