Leverkusen að kaupa leikmann Liverpool fyrir metverð Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júní 2025 10:32 Jarrell Quansah virðist vera á leið til Bayer Leverkusen. Mike Hewitt/Getty Images Liverpool er við það að ganga frá kaupum á dýrasta leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen, og nú virðist sem þýska félagið ætli að endurgjalda hluta af upphæðinni með því að gera miðvörðinn Jarrell Quansah að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Viðræður eru langt komnar en formlegt tilboð hefur ekki verið lagt fram enn, Quansah verður keyptur á rúmlega fjörutíu milljónir evra og fer ekki fram á há laun, samkvæmt David Ornstein hjá The Athletic. 🚨 Bayer Leverkusen close to agreement with Liverpool to sign Jarell Quansah. No formal bid from #Bayer04 to #LFC yet but talks progressing towards deal being done for just north of €40m. Personal terms for 22yo defender no issue. W/ @SebSB @TheAthleticFC https://t.co/lDM3223JfM— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2025 Ef fjörutíu milljóna kaup gengu í gegn yrði Quansah dýrasti leikmaður í sögu Leverkusen, á undan Kerem Demirbay sem var keyptur frá Hoffenheim fyrir 32 milljónir evra árið 2019. Vitað er að Leverkusen er í leit að nýjum miðverði eftir að Jonathan Tah fór frá félaginu til þýsku meistaranna í Munchen. Þá er einnig reiknað með því að Odilon Kossounou snúi ekki aftur til félagsins, eftir að hafa verið að láni hjá Atalanta. Miðvörðurinn er upptekinn á EM eins og er. Image Photo Agency/Getty Images Liverpool hefur þegar keypt bakvörðinn Jeremie Frimpong frá Leverkusen og er nánast búið að ganga frá kaupum á miðjumanninum Florian Wirtz, sem verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar ef allt gengur eftir. Samtals mun Liverpool þá hafa eytt um 160 milljónum evra í leikmenn Leverkusen, en fengi rúmar fjörutíu milljónir til baka ef Leverkusen kaupir Quansah. Kaupin eru þó algjörlega aðskilin og ekki hugsuð sem skiptisamningur. Quansah er einn af uppöldu leikmönnunum sem varð Englandsmeistari með Liverpool í vor. Liverpool FC via Getty Images Quansah er uppalinn hjá Liverpool og steig sín fyrstu skref í fullorðinsfótbolta með félaginu en fór síðan á lán til Bristol Rovers árið 2023. Síðan hann sneri aftur til Liverpool hefur hann verið í hlutverki varamanns og unnið tvo titla, deildarbikarinn 2024 og ensku úrvalsdeildina 2025. Hann er núna staddur á Evrópumóti undir 21 árs landsliða með Englandi. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Viðræður eru langt komnar en formlegt tilboð hefur ekki verið lagt fram enn, Quansah verður keyptur á rúmlega fjörutíu milljónir evra og fer ekki fram á há laun, samkvæmt David Ornstein hjá The Athletic. 🚨 Bayer Leverkusen close to agreement with Liverpool to sign Jarell Quansah. No formal bid from #Bayer04 to #LFC yet but talks progressing towards deal being done for just north of €40m. Personal terms for 22yo defender no issue. W/ @SebSB @TheAthleticFC https://t.co/lDM3223JfM— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2025 Ef fjörutíu milljóna kaup gengu í gegn yrði Quansah dýrasti leikmaður í sögu Leverkusen, á undan Kerem Demirbay sem var keyptur frá Hoffenheim fyrir 32 milljónir evra árið 2019. Vitað er að Leverkusen er í leit að nýjum miðverði eftir að Jonathan Tah fór frá félaginu til þýsku meistaranna í Munchen. Þá er einnig reiknað með því að Odilon Kossounou snúi ekki aftur til félagsins, eftir að hafa verið að láni hjá Atalanta. Miðvörðurinn er upptekinn á EM eins og er. Image Photo Agency/Getty Images Liverpool hefur þegar keypt bakvörðinn Jeremie Frimpong frá Leverkusen og er nánast búið að ganga frá kaupum á miðjumanninum Florian Wirtz, sem verður dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar ef allt gengur eftir. Samtals mun Liverpool þá hafa eytt um 160 milljónum evra í leikmenn Leverkusen, en fengi rúmar fjörutíu milljónir til baka ef Leverkusen kaupir Quansah. Kaupin eru þó algjörlega aðskilin og ekki hugsuð sem skiptisamningur. Quansah er einn af uppöldu leikmönnunum sem varð Englandsmeistari með Liverpool í vor. Liverpool FC via Getty Images Quansah er uppalinn hjá Liverpool og steig sín fyrstu skref í fullorðinsfótbolta með félaginu en fór síðan á lán til Bristol Rovers árið 2023. Síðan hann sneri aftur til Liverpool hefur hann verið í hlutverki varamanns og unnið tvo titla, deildarbikarinn 2024 og ensku úrvalsdeildina 2025. Hann er núna staddur á Evrópumóti undir 21 árs landsliða með Englandi.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki