Þjóðkirkja á réttri leið Þórður Guðmundsson skrifar 22. júní 2025 13:01 Af því að það hefur gustað nokkuð um þjóðkirkjuna að undanförnu þá langar mig til þess að varpa fram einni spurningu og koma um leið kirkjunni aðeins til varnar: Hvort er kirkjan fyrir fólkið eða fólkið fyrir kirkjuna? Þetta er svipuð spurning eins og þegar Jesús er að tala um hvíldardaginn í Biblíunni, hvort er fólkið fyrir hvíldardaginn eða hvíldardagurinn fyrir fólkið..? Ef fólkið er fyrir kirkjuna þá er hún fastheldin, íhaldssöm og ósveigjanleg, það eina sem hana vantar þá, er bara fólk til þess halda öllu gangandi. Fólk sem þarf ekkert að velta hlutunum mikið fyrir sér þannig, helst bara vera með og segja að svona hafi þetta alltaf verið og hefðin sjálf hver svo sem hún er, verður að óhagganlegu skurðgoði. Þó svo að breytt form á ýmsu sé síðan aðkallandi þá má hér helst engu breyta né koma með nokkuð nýtt hversu ómerkilegt sem það kann að virðast án þess að einhver verði allt í einu öskuvondur og reiður í hið óendanlega. En svo er það kirkjan fyrir fólkið, sem gerir sér grein fyrir nútímanum, sem býður allt fólk velkomið og vill opna dyrnar fyrir mér og þér og þá skipti engu máli hver ég er. Þar með væri kirkjan óhrædd við að vera sveigjanleg og brjóta þess vegna reglur og hefðir til auðvelda aðgengi fólks að kirkjunni. Kærleiksrík kirkja ætti alltaf að vera til í að hjálpa, en þarf líka að geta viðurkennt þegar hún getur það ekki. Einlæg, heiðarleg og kærleiksrík kirkja er eftirsóknarverð kirkja. Ef við fylgjum þeirri sýn, að umfaðmandi kærleiksrík kirkja eigi mun stærra erindi við íslenskt þjóðfélag heldur en íhaldssöm kirkja (sem vill síður laga sig að ört vaxandi þjóðfélagi í allar áttir), þá getur hvaðeina gott gerst, eins og t.d. vaxandi einlæg kirkja. Talandi svo um það hvort villutrú sé að eiga sér stað núna innan þessa stóra samneytis þá er hægt að svara því neitandi. Þannig tal átti sér oft stað á miðöldum og kom iðulega af einskærum ótta. Af ótta við að eitthvað eyðilegði hefðir og niðurnjörvaðan karlægan heim. Allt villutrúartal tilheyrir þess vegna aldagamalli óttasleginni kirkju sem hefur ekki kjark til þess að horfast í augu við og viðurkenna málfarslegar breytingar í nokkurri handbók eða öðruvísi sálma á öðrum tungumálum. Þess vegna er alveg óþarfi að eyða tíma í argaþras og segja að kirkjan sé á rangri leið vegna þess að hún bara er það ekki. Hún er alltaf á réttri leið þegar hún opnar dyrnar og býður allt fólk velkomið til sín, af hvaða þjóðerni og kyni sem er, hvort sem það er trans eða eitthvað annað. Ef hún gerir það ekki þá hverfur hún okkur og verður með tímanum að engu. Höfundur er guðfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Af því að það hefur gustað nokkuð um þjóðkirkjuna að undanförnu þá langar mig til þess að varpa fram einni spurningu og koma um leið kirkjunni aðeins til varnar: Hvort er kirkjan fyrir fólkið eða fólkið fyrir kirkjuna? Þetta er svipuð spurning eins og þegar Jesús er að tala um hvíldardaginn í Biblíunni, hvort er fólkið fyrir hvíldardaginn eða hvíldardagurinn fyrir fólkið..? Ef fólkið er fyrir kirkjuna þá er hún fastheldin, íhaldssöm og ósveigjanleg, það eina sem hana vantar þá, er bara fólk til þess halda öllu gangandi. Fólk sem þarf ekkert að velta hlutunum mikið fyrir sér þannig, helst bara vera með og segja að svona hafi þetta alltaf verið og hefðin sjálf hver svo sem hún er, verður að óhagganlegu skurðgoði. Þó svo að breytt form á ýmsu sé síðan aðkallandi þá má hér helst engu breyta né koma með nokkuð nýtt hversu ómerkilegt sem það kann að virðast án þess að einhver verði allt í einu öskuvondur og reiður í hið óendanlega. En svo er það kirkjan fyrir fólkið, sem gerir sér grein fyrir nútímanum, sem býður allt fólk velkomið og vill opna dyrnar fyrir mér og þér og þá skipti engu máli hver ég er. Þar með væri kirkjan óhrædd við að vera sveigjanleg og brjóta þess vegna reglur og hefðir til auðvelda aðgengi fólks að kirkjunni. Kærleiksrík kirkja ætti alltaf að vera til í að hjálpa, en þarf líka að geta viðurkennt þegar hún getur það ekki. Einlæg, heiðarleg og kærleiksrík kirkja er eftirsóknarverð kirkja. Ef við fylgjum þeirri sýn, að umfaðmandi kærleiksrík kirkja eigi mun stærra erindi við íslenskt þjóðfélag heldur en íhaldssöm kirkja (sem vill síður laga sig að ört vaxandi þjóðfélagi í allar áttir), þá getur hvaðeina gott gerst, eins og t.d. vaxandi einlæg kirkja. Talandi svo um það hvort villutrú sé að eiga sér stað núna innan þessa stóra samneytis þá er hægt að svara því neitandi. Þannig tal átti sér oft stað á miðöldum og kom iðulega af einskærum ótta. Af ótta við að eitthvað eyðilegði hefðir og niðurnjörvaðan karlægan heim. Allt villutrúartal tilheyrir þess vegna aldagamalli óttasleginni kirkju sem hefur ekki kjark til þess að horfast í augu við og viðurkenna málfarslegar breytingar í nokkurri handbók eða öðruvísi sálma á öðrum tungumálum. Þess vegna er alveg óþarfi að eyða tíma í argaþras og segja að kirkjan sé á rangri leið vegna þess að hún bara er það ekki. Hún er alltaf á réttri leið þegar hún opnar dyrnar og býður allt fólk velkomið til sín, af hvaða þjóðerni og kyni sem er, hvort sem það er trans eða eitthvað annað. Ef hún gerir það ekki þá hverfur hún okkur og verður með tímanum að engu. Höfundur er guðfræðingur
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar