Afruglari Þórður Björn Sigurðsson skrifar 22. júní 2025 23:33 Þegar Stöð 2, sem brátt mun heyra sögunni til, kom á markað var dagskráin að mestu leiti rugluð. Hljóð og mynd ógreinileg þó sumir létu sig hafa það á köflum að horfa á læsta dagskrá. Í gríni var sagt að ef menn hristu hausinn á meðan áhorfi stæði eða ef sigti væri sveiflað fyrir vitum, yrði myndin greinileg. Öllu gríni slepptu var hægt að gerast áskrifandi að dýrðinni gegn mánaðargjaldi. NBA, Afi, Grannar. Áskriftinni fylgdi box á stærð við stofuborðsbók sem kallaðist afruglari. Afruglarinn var tengdur við loftnet og sjónvarp og skilaði svo efninu óbrengluðu og skiljanlegu á skjáinn. Afruglari er gott orð. Og ef hægt væri að stinga veröldinni í geopólitískum skilningi í samband við einn slíkan yrði það til mikilla bóta. Í þessu samhengi er ég ekki að hugsa um þá augljósu grimmd og græðgi sem skín í gegn þessi misserin - til að sjá illskuna þarf engan sérstakan búnað. Hins vegar væri sterkur leikur ef hægt væri að afrugla þá valdamenn sem ríða röftum nú sem aldrei fyrr. Að afrugla vora tíma í þágu friðar. Friðar milli manna og gagnvart lífríkinu sem maðurinn hefur nú þegar stórskaðað. Jarðvegur þornar, höf stíga, jöklar hörfa, tegundir hverfa án þess að við kveðjum þær og öfgaveður ryðst fram af æ meiri krafti. Hlýnun jarðar er ekki dulkóðuð mynd — hún er þegar orðin óbrengluð og skýr. Spurningin er hvort við treystum okkur til að horfast í augu við hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar Stöð 2, sem brátt mun heyra sögunni til, kom á markað var dagskráin að mestu leiti rugluð. Hljóð og mynd ógreinileg þó sumir létu sig hafa það á köflum að horfa á læsta dagskrá. Í gríni var sagt að ef menn hristu hausinn á meðan áhorfi stæði eða ef sigti væri sveiflað fyrir vitum, yrði myndin greinileg. Öllu gríni slepptu var hægt að gerast áskrifandi að dýrðinni gegn mánaðargjaldi. NBA, Afi, Grannar. Áskriftinni fylgdi box á stærð við stofuborðsbók sem kallaðist afruglari. Afruglarinn var tengdur við loftnet og sjónvarp og skilaði svo efninu óbrengluðu og skiljanlegu á skjáinn. Afruglari er gott orð. Og ef hægt væri að stinga veröldinni í geopólitískum skilningi í samband við einn slíkan yrði það til mikilla bóta. Í þessu samhengi er ég ekki að hugsa um þá augljósu grimmd og græðgi sem skín í gegn þessi misserin - til að sjá illskuna þarf engan sérstakan búnað. Hins vegar væri sterkur leikur ef hægt væri að afrugla þá valdamenn sem ríða röftum nú sem aldrei fyrr. Að afrugla vora tíma í þágu friðar. Friðar milli manna og gagnvart lífríkinu sem maðurinn hefur nú þegar stórskaðað. Jarðvegur þornar, höf stíga, jöklar hörfa, tegundir hverfa án þess að við kveðjum þær og öfgaveður ryðst fram af æ meiri krafti. Hlýnun jarðar er ekki dulkóðuð mynd — hún er þegar orðin óbrengluð og skýr. Spurningin er hvort við treystum okkur til að horfast í augu við hana.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar