Tölvupóstar fjórðu iðnbyltingarinnar Sigurjón Njarðarson skrifar 23. júní 2025 10:00 Það er ekkert víst að „fjórða iðnbyltingin“ sé endilega heppilegt hugtak. Sjálfvirknivæðing starfa hefur verið látlaust ferli í nokkur hundruð ár. Síðan vindmyllur og framleiðslulínur urðu til, hefur ekkert rof átt sér stað í sjálfvirknivæðingunni. Kannski erum við komin á síðustu metra iðnbyltingarinnar, eða erum stödd í henni miðri. En heilt yfir er þetta sama ferlið. Þetta er ekki bara einhver skilgreiningar leikfimi. Það hjálpar að hafa í huga að við höfum gert þetta allt áður. Það er líka gott að hafa þetta í huga þegar einhver tala á þeim nótum að við stöndum „á fordæmalausum tímum“. Sérstaklega ef þau ætla að telja okkur trú um eitthvað, eða jafnvel selja okkur hluti. Óttinn við að „tækin vinni öll störfin“ er meir en 200 ára gamall. Óttinn um að brátt verði til sægur iðjuleysingja sem hengslist um í tilgangsleysi hefur verið með okkur lengi. Staðreyndin er samt sú að því meiri sem sjálfvirknivæðingin hefur verið, því fleiri störf hafa orðið til. Mannkyni hefur fjölgað gríðarlega á örstuttum tíma og störfum á jörðinni hefur fjölgað í svipuðu hlutfalli. Þetta kann aðvirka skrítið og órökrétt, en er nú samt þannig. Öll bréfin Einu sinni var heilmikið vesen að senda bréf. Ef þetta var opinbert bréf, þurfti bréfritari að vélrita það, eða fá einhvern til þess. Ef það var villa í bréfinu, þurfti stundum að gera þetta allt aftur. Svo tók einhverja daga, vikur eða mánuði að senda það. Þá fyrst gat móttakandi lesið bréfið og svo svarað með sama hætti. Í samanburði við nútímann voru afskapleg fá bréf skrifuð. Í dag hins vegar er mjög auðvelt að senda bréf. Ef mér dettur í hug að senda bréf, þá bara sest ég niður, skrifa það, leiðrétti ef þarf og sendi. Ef ég tel bréfið eiga erindi við fleiri, þá bara bæti ég þeim við. Allir viðtakendur fá svo bréfið, lesa það og bregðast við (eða ekki). Þetta get ég svo endurtekið oft yfir daginn. Jafnvel sent tíu bréf með 150 viðtakendum. Þeir eru svo jafn líklegir til að gera það nákvæmlega sama. Það gera 100 bréf með 1500 viðtakendum. Við héldum að lífið yrði einfaldara með tölvupósti og það myndi þýða að við hefðum meiri tíma í allskonar annað í vinnunni en að skrifa bréf og bíða eftir svari. Þess í stað margfaldaðist bréfamagnið og það þarf sífellt fleira fólk til að skrifa og lesa bréf. Hvað svo? Núna er að verða enn auðveldara að skrifa bréf. Með gervigreind er hægt að láta forrit skrifa bréfið fyrir sig. Eina sem maður þarf að gera er stutt yfirferð og snurfus, senda aftur á gervigreindina til að fara yfir villur og einfalda. Fljótlega mun hún senda bréfin fyrir okkur líka. Þá mun sama forrit, eða annað, taka við bréfinu gera samantekt og koma skilaboðunum áleiðis. Ef marka má fyrri reynslu, mun fjöldi bréfa aftur margfaldast og fjöldi viðtakenda sömuleiðis. Svo þarf að vinna úr þessum massa af upplýsingum. Við munum líklega ekki fá tíma til að gera eitthvað annað. Það verða bara enn fleiri bréf, og líklega enn fleira fólk til að vinna úr þeim. Já. Það munu verða breytingar. Það munu störf hverfa. Þekking sem núna er bráðnauðsynleg, verður lítils virði. En það munu líklega verða enn fleiri handtök sem þarf að vinna. Dæmi fortíðar um þetta eru óteljandi. Þar nægir að nefna þann aragrúa fólks sem einu sinni vann við akstur, rekstur og viðhald hestvagna. Áður vann fjöldi fólks við að halda vitum landsins lýsandi og að þjónusta vita. Þessi störf eru flest horfinn en önnur og miklu fleiri eru komin í staðinn. Dæmið um tölvupóstana er vissulega úr reynsluheimi þess sem hér skrifar. En þetta mun eiga við um flest önnur svið. Ef við verðum helmingi fljótari að smíða hús, mun það bara þýða að við smíðum helmingi fleiri hús. Ef það vantar ekki fleiri hús, smíðum við bara eitthvað annað. Þörf okkar á að hafa eitthvað að verki er óseðjandi. Það væri óskandi að okkur bæri gæfa til þess að ein af þessum sjálfvirknivæðingum sem við munum fara í gegnum fljótlega, verði til þess að við raunverulega fáum tækifæri til að gera aðra hluti, þegar svo háttar til. Kannski í staðinn fyrir að skrifa fleiri bréf, verði aukinn tækifæri til að þróast í störfum okkar, eða jafnvel sinna meira sjálfboðaliðastarfi samfélaginu til heilla. Auknar tækniframfarir munu ekki sjálfkrafa leiða til þess. Til þess að svo megi verða, verður að taka ákvörðun um það. Því í sannleika sagt, þá eru til skemmtilegri hlutir en að skrifa og lesa bréf. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Sigurjón Njarðarson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Það er ekkert víst að „fjórða iðnbyltingin“ sé endilega heppilegt hugtak. Sjálfvirknivæðing starfa hefur verið látlaust ferli í nokkur hundruð ár. Síðan vindmyllur og framleiðslulínur urðu til, hefur ekkert rof átt sér stað í sjálfvirknivæðingunni. Kannski erum við komin á síðustu metra iðnbyltingarinnar, eða erum stödd í henni miðri. En heilt yfir er þetta sama ferlið. Þetta er ekki bara einhver skilgreiningar leikfimi. Það hjálpar að hafa í huga að við höfum gert þetta allt áður. Það er líka gott að hafa þetta í huga þegar einhver tala á þeim nótum að við stöndum „á fordæmalausum tímum“. Sérstaklega ef þau ætla að telja okkur trú um eitthvað, eða jafnvel selja okkur hluti. Óttinn við að „tækin vinni öll störfin“ er meir en 200 ára gamall. Óttinn um að brátt verði til sægur iðjuleysingja sem hengslist um í tilgangsleysi hefur verið með okkur lengi. Staðreyndin er samt sú að því meiri sem sjálfvirknivæðingin hefur verið, því fleiri störf hafa orðið til. Mannkyni hefur fjölgað gríðarlega á örstuttum tíma og störfum á jörðinni hefur fjölgað í svipuðu hlutfalli. Þetta kann aðvirka skrítið og órökrétt, en er nú samt þannig. Öll bréfin Einu sinni var heilmikið vesen að senda bréf. Ef þetta var opinbert bréf, þurfti bréfritari að vélrita það, eða fá einhvern til þess. Ef það var villa í bréfinu, þurfti stundum að gera þetta allt aftur. Svo tók einhverja daga, vikur eða mánuði að senda það. Þá fyrst gat móttakandi lesið bréfið og svo svarað með sama hætti. Í samanburði við nútímann voru afskapleg fá bréf skrifuð. Í dag hins vegar er mjög auðvelt að senda bréf. Ef mér dettur í hug að senda bréf, þá bara sest ég niður, skrifa það, leiðrétti ef þarf og sendi. Ef ég tel bréfið eiga erindi við fleiri, þá bara bæti ég þeim við. Allir viðtakendur fá svo bréfið, lesa það og bregðast við (eða ekki). Þetta get ég svo endurtekið oft yfir daginn. Jafnvel sent tíu bréf með 150 viðtakendum. Þeir eru svo jafn líklegir til að gera það nákvæmlega sama. Það gera 100 bréf með 1500 viðtakendum. Við héldum að lífið yrði einfaldara með tölvupósti og það myndi þýða að við hefðum meiri tíma í allskonar annað í vinnunni en að skrifa bréf og bíða eftir svari. Þess í stað margfaldaðist bréfamagnið og það þarf sífellt fleira fólk til að skrifa og lesa bréf. Hvað svo? Núna er að verða enn auðveldara að skrifa bréf. Með gervigreind er hægt að láta forrit skrifa bréfið fyrir sig. Eina sem maður þarf að gera er stutt yfirferð og snurfus, senda aftur á gervigreindina til að fara yfir villur og einfalda. Fljótlega mun hún senda bréfin fyrir okkur líka. Þá mun sama forrit, eða annað, taka við bréfinu gera samantekt og koma skilaboðunum áleiðis. Ef marka má fyrri reynslu, mun fjöldi bréfa aftur margfaldast og fjöldi viðtakenda sömuleiðis. Svo þarf að vinna úr þessum massa af upplýsingum. Við munum líklega ekki fá tíma til að gera eitthvað annað. Það verða bara enn fleiri bréf, og líklega enn fleira fólk til að vinna úr þeim. Já. Það munu verða breytingar. Það munu störf hverfa. Þekking sem núna er bráðnauðsynleg, verður lítils virði. En það munu líklega verða enn fleiri handtök sem þarf að vinna. Dæmi fortíðar um þetta eru óteljandi. Þar nægir að nefna þann aragrúa fólks sem einu sinni vann við akstur, rekstur og viðhald hestvagna. Áður vann fjöldi fólks við að halda vitum landsins lýsandi og að þjónusta vita. Þessi störf eru flest horfinn en önnur og miklu fleiri eru komin í staðinn. Dæmið um tölvupóstana er vissulega úr reynsluheimi þess sem hér skrifar. En þetta mun eiga við um flest önnur svið. Ef við verðum helmingi fljótari að smíða hús, mun það bara þýða að við smíðum helmingi fleiri hús. Ef það vantar ekki fleiri hús, smíðum við bara eitthvað annað. Þörf okkar á að hafa eitthvað að verki er óseðjandi. Það væri óskandi að okkur bæri gæfa til þess að ein af þessum sjálfvirknivæðingum sem við munum fara í gegnum fljótlega, verði til þess að við raunverulega fáum tækifæri til að gera aðra hluti, þegar svo háttar til. Kannski í staðinn fyrir að skrifa fleiri bréf, verði aukinn tækifæri til að þróast í störfum okkar, eða jafnvel sinna meira sjálfboðaliðastarfi samfélaginu til heilla. Auknar tækniframfarir munu ekki sjálfkrafa leiða til þess. Til þess að svo megi verða, verður að taka ákvörðun um það. Því í sannleika sagt, þá eru til skemmtilegri hlutir en að skrifa og lesa bréf. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Viðreisnar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun