Hverjir borga leikskólann í Kópavogi? Örn Arnarson skrifar 23. júní 2025 12:02 Samleik – samtökum foreldra leikskólabarna í Kópavogi vilja koma nokkrum hlutum á framfæri. Við í Samleik viljum þakka fyrir greinina sem birtist á Vísi frá Rakeli Ýr, aðstoðarleikskólastjóra í Álfaheiði, þar sem Kópavogsmódelið er útskýrt. Við erum sammála því að sum atriði í þjónustunni í Kópavogi eru mjög góð og það er ánægjulegt að deildir séu ekki lokaðar yfir árið eins og í mörgum nágrannasveitafélögum og að starfsfólki líði vel í vinnunni. En það má heldur ekki slá ryki í augu fólks og afvegaleiða umræðuna. Þrátt fyrir 30 gjaldfrjálsar klukkustundir, þá er staðreyndin sú að langflestir foreldrar þurfa á meira en því að halda og þar byrjar raunverulegur kostnaður. Yfir 70% foreldra í Kópavogi greiða dýru verði fyrir að börnin þeirra séu í leikskóla á venjulegum vinnudegi. Um 41,5% barna dvelja þar átta tíma eða meira, og meðalvistunartími er 7,3 klukkustundir. Þetta eru ekki „séróskir“ foreldra, heldur staðreyndin á vinnumarkaði. Þegar fulltrúi bæjarstjórnar, Andri Steinn Hilmarsson, var spurður af fréttamanni RÚV um hvort til stæði að lækka leikskólagjöld svaraði hann afdráttarlaust NEI að það kæmi ekki til greina. Það kemur ekkert til greina að létta undir með fólki og minnka hagnaðinn. Hins vegar er ljóst að hagnaður sveitarfélaganna er ekki eign opinberra fulltrúa, heldur skal honum skilað til neytenda aftur sem eru bæjarbúar. Það að lækka leikskólagjöld væri góð byrjun. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar þurfa fulla vistun (sem flestir gera), þá stendur Kópavogur upp úr en ekki á jákvæðan hátt. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun. Við í Samleik spyrjum: Hvernig getur bær með milljarða í hagnað réttlætt að vera með hæstu leikskólagjöld landsins? Af hverju njóta allar fjölskyldur ekki góðs af Kópavogsmódelinu? Af hverju er ekki horft til þess að lækka gjöldin fyrir þá sem þurfa raunverulega á þjónustunni að halda, í stað þess að láta þá bera byrðarnar? Því miður endurspeglar grein Rakelar Ýrar ekki stöðu allra foreldra í Kópavogi. Í stað þess að einblína á bestu mögulegu aðstæðurnar ætti að skoða hvað þessi stefna þýðir fyrir venjulegt foreldri í fullri vinnu, sem þarf að treysta á leikskóla til að sinna atvinnuþátttöku og framfærslu. Ég leyfi mér svo að vitna í niðurlag greinar Rakelar Ýrar sem starfar sem aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. „Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna.“Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það af því þeir ‘völdu að eignast börn’ hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtíma ávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Þessi setning sýnir okkur að Rakel Ýr talar um að það sé ekki réttlætanlegt að skattpeningur fari í að styðja foreldra sem þurfa vistun á leikskólaplássi. Vonandi er þetta ekki skoðun þeirra sem ráða í Kópavogi eða útbreidd á meðal stjórnenda leikskóla. Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það, af því þeir völdu að eignast börn, hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtímaávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Við fögnum því að leikskólakerfið í Kópavogi sé sterkt á mörgum sviðum – en við viljum einnig sjá að sú þjónusta sé aðgengileg öllum, ekki bara þeim sem komast af með 30 klukkustundir. Við krefjumst þess að Kópavogur verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga varðandi sanngjörn leikskólagjöld. Fyrir hönd Samleik Höfundur er formaður Samleik, samtaka foreldra leikskólabarna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Samleik – samtökum foreldra leikskólabarna í Kópavogi vilja koma nokkrum hlutum á framfæri. Við í Samleik viljum þakka fyrir greinina sem birtist á Vísi frá Rakeli Ýr, aðstoðarleikskólastjóra í Álfaheiði, þar sem Kópavogsmódelið er útskýrt. Við erum sammála því að sum atriði í þjónustunni í Kópavogi eru mjög góð og það er ánægjulegt að deildir séu ekki lokaðar yfir árið eins og í mörgum nágrannasveitafélögum og að starfsfólki líði vel í vinnunni. En það má heldur ekki slá ryki í augu fólks og afvegaleiða umræðuna. Þrátt fyrir 30 gjaldfrjálsar klukkustundir, þá er staðreyndin sú að langflestir foreldrar þurfa á meira en því að halda og þar byrjar raunverulegur kostnaður. Yfir 70% foreldra í Kópavogi greiða dýru verði fyrir að börnin þeirra séu í leikskóla á venjulegum vinnudegi. Um 41,5% barna dvelja þar átta tíma eða meira, og meðalvistunartími er 7,3 klukkustundir. Þetta eru ekki „séróskir“ foreldra, heldur staðreyndin á vinnumarkaði. Þegar fulltrúi bæjarstjórnar, Andri Steinn Hilmarsson, var spurður af fréttamanni RÚV um hvort til stæði að lækka leikskólagjöld svaraði hann afdráttarlaust NEI að það kæmi ekki til greina. Það kemur ekkert til greina að létta undir með fólki og minnka hagnaðinn. Hins vegar er ljóst að hagnaður sveitarfélaganna er ekki eign opinberra fulltrúa, heldur skal honum skilað til neytenda aftur sem eru bæjarbúar. Það að lækka leikskólagjöld væri góð byrjun. Í þeim tilvikum þar sem foreldrar þurfa fulla vistun (sem flestir gera), þá stendur Kópavogur upp úr en ekki á jákvæðan hátt. Engin önnur sveitarfélög rukka jafn hátt gjald fyrir átta tíma vistun. Við í Samleik spyrjum: Hvernig getur bær með milljarða í hagnað réttlætt að vera með hæstu leikskólagjöld landsins? Af hverju njóta allar fjölskyldur ekki góðs af Kópavogsmódelinu? Af hverju er ekki horft til þess að lækka gjöldin fyrir þá sem þurfa raunverulega á þjónustunni að halda, í stað þess að láta þá bera byrðarnar? Því miður endurspeglar grein Rakelar Ýrar ekki stöðu allra foreldra í Kópavogi. Í stað þess að einblína á bestu mögulegu aðstæðurnar ætti að skoða hvað þessi stefna þýðir fyrir venjulegt foreldri í fullri vinnu, sem þarf að treysta á leikskóla til að sinna atvinnuþátttöku og framfærslu. Ég leyfi mér svo að vitna í niðurlag greinar Rakelar Ýrar sem starfar sem aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. „Ég tel það vera á ábyrgð foreldra, sem hafa valið að eignast börnin (ekki annarra útsvarsgreiðenda) að borga að fyrir umönnun barna sinna, þegar þeir hafa mikilvægari erindum að sinna.“Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það af því þeir ‘völdu að eignast börn’ hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtíma ávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Þessi setning sýnir okkur að Rakel Ýr talar um að það sé ekki réttlætanlegt að skattpeningur fari í að styðja foreldra sem þurfa vistun á leikskólaplássi. Vonandi er þetta ekki skoðun þeirra sem ráða í Kópavogi eða útbreidd á meðal stjórnenda leikskóla. Þegar foreldrar nýta leikskólaþjónustu er það ekki bara fyrir þeirra þægindi – það er nauðsynleg forsenda atvinnuþátttöku, jafnræðis kynja og efnahagslegs stöðugleika. Að halda því fram að foreldrar eigi að bera allan kostnað við það, af því þeir völdu að eignast börn, hunsar algerlega samfélagslega ábyrgð og langtímaávinning allra af velferðarþjónustu fyrir börn. Við fögnum því að leikskólakerfið í Kópavogi sé sterkt á mörgum sviðum – en við viljum einnig sjá að sú þjónusta sé aðgengileg öllum, ekki bara þeim sem komast af með 30 klukkustundir. Við krefjumst þess að Kópavogur verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga varðandi sanngjörn leikskólagjöld. Fyrir hönd Samleik Höfundur er formaður Samleik, samtaka foreldra leikskólabarna í Kópavogi.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun