Þegar óttinn er ekki sannur Sigurður Árni Reynisson skrifar 23. júní 2025 19:03 Ég man eftir óttanum sem sat djúpt í mér. Hann virtist jafn fáránlegur og hann var raunverulegur. Ég hafði skrifað hann niður á óttalista sem hluta af sjálfsskoðun. Ég var hræddur við mann sem ég hafði aldrei hitt. Gunnar í Krossinum, predikara sem hafði sterka nærveru og tilheyrði trúfélagi sem mér fannst framandi og í senn ógnandi. Ég ímyndaði mér að ef hann tæki í höndina á mér þegar ég kæmi í messu, þá myndi eitthvað brotna innra með mér. Að ég myndi missa stjórn á sjálfum mér, breytast í trúarlega útgáfu af mér sem væri mér framandi – jafnvel hlægileg. Hoppa í trúarlegum móð að predikunarstól og verða að fífli. Í grunninn var þetta ekki bara ótti við trúarofstæki, þetta var dýpri ótti við það að verða hafður að fífli. Að trúa röngu. Að vera plataður, hvort sem væri af öðrum eða eigin viðhorfum. Ég var hræddur við að gera mig að athlægi með því að treysta. Og ég held að það sé meira algengt en við viðurkennum. Það er oft ekki hið framandi sem hræðir okkur mest – heldur það sem það gæti vakið í okkur sjálfum. Ég sagði manni frá þessum ótta sem ég treysti og hann hlustaði án þess að brosa eða gera grín. Svo sagði hann einfaldlega „förum þá í Krossinn.“ Við fórum saman í messu. Þegar við gengum inn, stóð Gunnar sjálfur við innganginn. Hann leit á mig og rétti fram höndina. Ég tók í hana og það sem ég fann var ekki neitt af því sem ég hafði ímyndað mér. Engin yfirnáttúruleg orka, enginn trúarlegur ofsi, bara hlýja. Manngæska. Kurteis snerting sem minnti mig á að allt sem ég hafði haldið í gegn um árin, allur þessi skelfilegi ímyndaði ótti hafði verið byggður á einni hugmynd, að það sem ég þekki ekki sé hættulegt. Ég hef hugsað mikið um þessa stund síðustu misseri. Einkum þegar ég fylgist með umræðum á Íslandi um hælisleitendur og flóttafólk. Ég sé oft sama mynstur í orðræðunni, fólk sem óttast það sem það hefur ekki kynnst. Fólk sem sér fyrir sér hætturnar áður en það heilsar. Við heyrum oft um innflytjendur, flóttamenn, múslíma, hópa. Orðin verða fjarlæg og köld og þau eru oft notuð til að ramma inn ótta. Hvað ef þau eru hættuleg? Hvað ef samfélagið okkar breytist? Hvað ef þau koma undir fölsku flaggi og við verðum plötuð? En hvað ef þessi ótti er jafn fölsk minning og mín ímynd af Gunnari í Krossinum? Hvað ef það sem við höldum að sé ógn, er í raun fólk sem bara vill fá frið, öryggi, og mannsæmandi líf? Hvað ef við myndum mæta fólki fyrst með virðingu, ekki tortryggni, áður en við ákveðum hvort við eigum að óttast það? Við komumst ekki hjá því að óttast stundum, það er mannlegt. En við þurfum ekki að láta óttann stjórna okkur. Ég veit, vegna þess að ég gekk sjálfur inn í rými þar sem ég hélt að allt gæti farið úrskeiðis og komst að því að ég hafði haft rangt fyrir mér. Og það breytti mér. Stundum þarf ekki meira en eitt handaband til að hrista af sér heilan hugarheim byggðan á hræðslu. Stundum þarf bara að mæta og sjá hvað er raunverulega fyrir framan mann. Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ég man eftir óttanum sem sat djúpt í mér. Hann virtist jafn fáránlegur og hann var raunverulegur. Ég hafði skrifað hann niður á óttalista sem hluta af sjálfsskoðun. Ég var hræddur við mann sem ég hafði aldrei hitt. Gunnar í Krossinum, predikara sem hafði sterka nærveru og tilheyrði trúfélagi sem mér fannst framandi og í senn ógnandi. Ég ímyndaði mér að ef hann tæki í höndina á mér þegar ég kæmi í messu, þá myndi eitthvað brotna innra með mér. Að ég myndi missa stjórn á sjálfum mér, breytast í trúarlega útgáfu af mér sem væri mér framandi – jafnvel hlægileg. Hoppa í trúarlegum móð að predikunarstól og verða að fífli. Í grunninn var þetta ekki bara ótti við trúarofstæki, þetta var dýpri ótti við það að verða hafður að fífli. Að trúa röngu. Að vera plataður, hvort sem væri af öðrum eða eigin viðhorfum. Ég var hræddur við að gera mig að athlægi með því að treysta. Og ég held að það sé meira algengt en við viðurkennum. Það er oft ekki hið framandi sem hræðir okkur mest – heldur það sem það gæti vakið í okkur sjálfum. Ég sagði manni frá þessum ótta sem ég treysti og hann hlustaði án þess að brosa eða gera grín. Svo sagði hann einfaldlega „förum þá í Krossinn.“ Við fórum saman í messu. Þegar við gengum inn, stóð Gunnar sjálfur við innganginn. Hann leit á mig og rétti fram höndina. Ég tók í hana og það sem ég fann var ekki neitt af því sem ég hafði ímyndað mér. Engin yfirnáttúruleg orka, enginn trúarlegur ofsi, bara hlýja. Manngæska. Kurteis snerting sem minnti mig á að allt sem ég hafði haldið í gegn um árin, allur þessi skelfilegi ímyndaði ótti hafði verið byggður á einni hugmynd, að það sem ég þekki ekki sé hættulegt. Ég hef hugsað mikið um þessa stund síðustu misseri. Einkum þegar ég fylgist með umræðum á Íslandi um hælisleitendur og flóttafólk. Ég sé oft sama mynstur í orðræðunni, fólk sem óttast það sem það hefur ekki kynnst. Fólk sem sér fyrir sér hætturnar áður en það heilsar. Við heyrum oft um innflytjendur, flóttamenn, múslíma, hópa. Orðin verða fjarlæg og köld og þau eru oft notuð til að ramma inn ótta. Hvað ef þau eru hættuleg? Hvað ef samfélagið okkar breytist? Hvað ef þau koma undir fölsku flaggi og við verðum plötuð? En hvað ef þessi ótti er jafn fölsk minning og mín ímynd af Gunnari í Krossinum? Hvað ef það sem við höldum að sé ógn, er í raun fólk sem bara vill fá frið, öryggi, og mannsæmandi líf? Hvað ef við myndum mæta fólki fyrst með virðingu, ekki tortryggni, áður en við ákveðum hvort við eigum að óttast það? Við komumst ekki hjá því að óttast stundum, það er mannlegt. En við þurfum ekki að láta óttann stjórna okkur. Ég veit, vegna þess að ég gekk sjálfur inn í rými þar sem ég hélt að allt gæti farið úrskeiðis og komst að því að ég hafði haft rangt fyrir mér. Og það breytti mér. Stundum þarf ekki meira en eitt handaband til að hrista af sér heilan hugarheim byggðan á hræðslu. Stundum þarf bara að mæta og sjá hvað er raunverulega fyrir framan mann. Höfundur er mannvinur og kennari
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun