Hálfmaraþon í hamingjusprengju eftir fótbrot í fyrra Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. júní 2025 11:31 Guðrún Hálfdánardóttir kláraði hálfmaraþon á dögunum en hún fótbrotnaði í fyrra og var hárðákveðin að láta það ekki stoppa sig. Aðsend „Ég átti ekki von á neinu en ákvað bara að hafa gaman af og það rættist svo sannarlega,“ segir Guðrún Hálfdánardóttir, blaðamaður og dagskrárgerðarmaður hjá Rás 1 sem lauk nýverið hálfmaraþoni í brúarhlaupi á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Hlaupið var einstaklega eftirminnilegt fyrir Guðrúnu þar sem hún brotnaði illa fyrir rúmu ári síðan en hlaupin hafa verið hennar hugleiðsla í áraraðir. Blaðamaður ræddi við hana um undirbúninginn og þennan magnaða dag. „Frá því ég brotnaði var ég alltaf ákveðin í því að ná að hlaupa aftur. Ég man eftir að hafa spurt þau uppi á spítala hvort ég gæti ekki örugglega hlaupið aftur. Þau sögðu að ég ætti að geta gert það en það tæki líklega í það minnsta tvö ár,“ segir Guðrún sem gerði sér lítið fyrir og kláraði hálfmaraþonið með stæl. Hljóp upp og niður tröppur Sacré-Cœur Hlaupin byrjuðu fyrst að kalla á hana þegar hún var búsett í París árið 2011. „Þá bjuggum við í Montmartre hverfinu rétt hjá Sacré-Cœur kirkjunni og ég hljóp upp kirkjutröppurnar þrisvar í viku. Í fyrstu fór ég bara hægt upp en svo var ég farin að geta hlaupið þær,“ segir Guðrún og brosir. Árið 2015 eru svo hlaupin orðin að ástríðu hjá henni. „Ég er ekki mikið að keppa í hlaupunum, ég fæ bara frammistöðukvíða,“ segir Guðrún hlæjandi og bætir við: „Enda eru hlaupin bara mín hugleiðsla. Ég hleyp aldrei á bretti heldur alltaf úti og er satt að segja ekkert sérstaklega góður hlaupari.“ Guðrún brosti til ljósmyndara í brúarhlaupinu og naut sín í botn.Aðsend Fyrir rúmu ári síðan, þann 22. febrúar 2024, fótbrotnar Guðrún svo illa. „Ég var að leggja af stað gangandi til vinnu fyrir klukkan sjö að morgni. Það hafði snjóað lítillega um nóttina og undir fölinni leyndist hálkublettur. Ég tókst á loft og vinstri fóturinn lenti undir mér. Það var ótrúlega vont og það eina sem ég gat gert var að öskra hástöfum til að eiginmaðurinn myndi heyra í mér. Hann stökk út og keyrði mig á bráðamóttökuna. Þar var ég tekin inn nánast strax þar sem þau sáu á því hvernig ég hékk í stólnum að sennilega væri ég brotin. Vegna þess hvað ökklinn var bólginn þurfti að klippa skóinn utan af mér og síðan fékk ég verkjalyf. Þegar ökklinn var myndaður sáust þrjú brot og mér rúllað inn á stofu þar sem ég beið fram eftir degi því það var spurning um hvort ég færi í aðgerð samdægurs. Svo kom í ljós að ökklinn var of bólginn og því sett svona gamaldags þungt gifst og ég send heim.“ Braut ökkla og sleit sex liðbönd Fjórum dögum síðar var Guðrún mætt aftur upp á spítala og þá send í aðgerð. Guðrún þurfti að taka því rólega eftir aðgerð.Aðsend „Í henni kom í ljós að ég hefði ekki bara brotið ökklann allan hringinn heldur líka slitið sex liðbönd. Það var sett plata og átta skrúfur í fótinn og aftur svona gamaldags þungt gifs sem ég var með næstu tvær vikur. Þá kom ég aftur og fékk léttara gifs, plast, sem var mikill munur þar sem hitt var svo þungt. Sjö vikum eftir brot var gifsið fjarlægt og svo fjórum vikum síðar, ef ég man rétt, voru tvær skrúfur teknar úr ökklanum og eftir það gat ég tyllt niður fætinum.“ Synti, hjólaði, lyfti og gerði styrktaræfingar Guðrún var með hækjur þangað til undir lok júlí síðasta sumar þegar hún fór að skrölta um og lét ekkert stoppa sig. „Ég var allt frá upphafi ákveðin í að ég myndi ekki láta þetta stöðva mig. Ég hitti sjúkraþjálfara þegar ég var enn í gifsi og á hækjum tveimur vikum eftir brot og við fórum saman yfir þetta. Hann sendi mér síðan æfingar og ég fór að gera þær daglega til að styrkja mig,“ segir hún og bætir við að hún sé enn í sjúkraþjálfun hjá Bjarka Sigmundssyni. Guðrún var staðráðin í að láta brotið ekki stoppa sig og byrjaði fljótt að styrkja sig.Aðsend „Svo hafði ég samband við Arnald Birgi Konráðsson, Coach Birgir, og fór í fjarþjálfun hjá honum og Lindu Svanbergsdóttur, fyrst í lyftingar og svo styrktarþjálfun fyrir hlaupara. Með þessu synti ég og hjólaði en í febrúar á þessu ári fór ég í hlaupaprógramm hjá honum þar sem hann sendi mér þrjár hlaupaæfingar á viku sem ég fylgdi samviskusamlega fram að hlaupinu í Kaupmannahöfn.“ „Mánuði síðar alls ekki víst að ég gæti hlaupið framar“ Hlaupið sem Guðrún tók nýverið þátt í heitir Broløbet / Broloppet þar sem hlaupið er yfir brú frá Danmörku yfir til Svíþjóðar. Hún og sonur hennar höfðu fyrir löngu ákveðið að taka saman þátt en hlaupin eru mikið mæðginasport hjá þeim. „Um mánaðamótin janúar/febrúar í fyrra var opnað fyrir skráningu í hlaupið og ég var svo heppin að ná tveimur miðum fyrir mig og son minn, Jóhannes Kára Sigurðsson, sem er tvítugur. Alls seldust allir fjörutíu þúsund miðarnir á tveimur klukkustundum og reyndu hundrað þúsund manns að ná í miða. Á þessum tíma hafði ég náttúrulega ekki hugmynd um að mánuði síðar væri alls ekkert víst að ég gæti hlaupið framar.“ Guðrún og Jóhannes hafa tekið þátt saman í nokkrum hlaupum, þar á meðal tekið tíu kílómetra og eitt hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu. Mæðginin í frábærum fíling eftir hlaupið!Aðsend „Þannig að okkur fannst þetta skemmtileg hugmynd. Ég átti ekki von á neinu en ákvað bara að hafa gaman af og það rættist svo sannarlega. Ég fékk ekki einu sinni harðsperrur þannig að ég var vel undirbúin og svo var þetta mikil hamingjusprengja og einhvern veginn frábær áfangi í þessu ferli öllu saman,“ segir Guðrún skælbrosandi. Leið vel allan tímann og brosti út að eyrum Aðspurð hvernig hafi verið að sjá í endamarkið segir hún: „Hún var æðisleg en mér leið líka svo vel allan tímann í hlaupinu. Hluti af hlaupinu fer fram inni í göngum, fjórir kílómetrar sirka þar sem við hlaupum lokuð inni í miklum hita og hávaða. Það var greinilega mörgum sem leið ekki vel lokuð inni en ég var bara svo glöð og ánægð að mér fannst þetta ekkert mál. Þegar maður er búinn að ljúka ellefu kílómetrum þá er hækkunin alveg búin og ég vissi að þegar ég væri komin þangað myndi ég ráða auðveldlega við rest. Ég byrjaði hlaupið hægt en þarna gat ég farið að gefa vel í.“ Eftir ellefu kílómetra fór Guðrún að gefa í og allt gekk eins vel og hægt var!Aðsend Þátttakendur hlaupsins þurfa að klára hálfmaraþonið á innan við þremur klukkustundum. Fyrsti stoppari var eftir þrjá kílómetra en þeir sem náðu ekki að klára þá á 27 mínútum duttu út. „Svo vissi ég ekki um fleiri stoppara þannig ég var ekkert að velta því fyrir mér eða hafa áhyggjur af tímanum. Ég fann mjög fljótt að þetta gekk vel og eftir ellefu kílómetrana snerist þetta bara um að njóta. Það sést alveg á myndunum sem ég hef séð af mér hvað ég náði að njóta vel, ég er hlæjandi allan tímann og það er augljóslega mjög gaman hjá mér.“ Gleðin í fyrirrúmi og aðgerð í vetur Guðrún hljóp hálfmaraþonið á príma tíma, 2:13:40. Að sama skapi lagði hún mikið upp úr jákvæðninni og er í skýjunum með þessa lífsreynslu. „Það voru auðvitað alls konar hlutir í kringum hlaupið sem fólk var ekki sátt með eins og gríðarlega langar raðir. Ég stóð í röð eftir klósettinu í klukkutíma og beið í þrjá til fjóra tíma eftir því að komast aftur yfir til Danmerkur. En ég hugsaði bara þetta skiptir engu máli og ég ætla ekki að pirra mig neitt á þessu, þetta var frábært og þetta gekk eins vel og hægt var.“ Ógleymanlegur dagur hjá Guðrúnu!Aðsend Guðrún byrjaði hlaupasumarið svo sannarlega með stæl en framundan eru þó nokkrar læknisheimsóknir til viðbótar. „Núna er ég að vonast til þess að komast í aðgerð í vetur til að láta fjarlægja plötuna og skrúfurnar þar sem einhverjar skrúfur standa út. Því get ég ekki gengið í öllum skóm og svo leiðir þetta kulda þannig að ég er mjög verkjuð þegar það er frost. Svo ætla ég bara að halda áfram að njóta þess að hlaupa.“ Hlaup Danmörk Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
„Frá því ég brotnaði var ég alltaf ákveðin í því að ná að hlaupa aftur. Ég man eftir að hafa spurt þau uppi á spítala hvort ég gæti ekki örugglega hlaupið aftur. Þau sögðu að ég ætti að geta gert það en það tæki líklega í það minnsta tvö ár,“ segir Guðrún sem gerði sér lítið fyrir og kláraði hálfmaraþonið með stæl. Hljóp upp og niður tröppur Sacré-Cœur Hlaupin byrjuðu fyrst að kalla á hana þegar hún var búsett í París árið 2011. „Þá bjuggum við í Montmartre hverfinu rétt hjá Sacré-Cœur kirkjunni og ég hljóp upp kirkjutröppurnar þrisvar í viku. Í fyrstu fór ég bara hægt upp en svo var ég farin að geta hlaupið þær,“ segir Guðrún og brosir. Árið 2015 eru svo hlaupin orðin að ástríðu hjá henni. „Ég er ekki mikið að keppa í hlaupunum, ég fæ bara frammistöðukvíða,“ segir Guðrún hlæjandi og bætir við: „Enda eru hlaupin bara mín hugleiðsla. Ég hleyp aldrei á bretti heldur alltaf úti og er satt að segja ekkert sérstaklega góður hlaupari.“ Guðrún brosti til ljósmyndara í brúarhlaupinu og naut sín í botn.Aðsend Fyrir rúmu ári síðan, þann 22. febrúar 2024, fótbrotnar Guðrún svo illa. „Ég var að leggja af stað gangandi til vinnu fyrir klukkan sjö að morgni. Það hafði snjóað lítillega um nóttina og undir fölinni leyndist hálkublettur. Ég tókst á loft og vinstri fóturinn lenti undir mér. Það var ótrúlega vont og það eina sem ég gat gert var að öskra hástöfum til að eiginmaðurinn myndi heyra í mér. Hann stökk út og keyrði mig á bráðamóttökuna. Þar var ég tekin inn nánast strax þar sem þau sáu á því hvernig ég hékk í stólnum að sennilega væri ég brotin. Vegna þess hvað ökklinn var bólginn þurfti að klippa skóinn utan af mér og síðan fékk ég verkjalyf. Þegar ökklinn var myndaður sáust þrjú brot og mér rúllað inn á stofu þar sem ég beið fram eftir degi því það var spurning um hvort ég færi í aðgerð samdægurs. Svo kom í ljós að ökklinn var of bólginn og því sett svona gamaldags þungt gifst og ég send heim.“ Braut ökkla og sleit sex liðbönd Fjórum dögum síðar var Guðrún mætt aftur upp á spítala og þá send í aðgerð. Guðrún þurfti að taka því rólega eftir aðgerð.Aðsend „Í henni kom í ljós að ég hefði ekki bara brotið ökklann allan hringinn heldur líka slitið sex liðbönd. Það var sett plata og átta skrúfur í fótinn og aftur svona gamaldags þungt gifs sem ég var með næstu tvær vikur. Þá kom ég aftur og fékk léttara gifs, plast, sem var mikill munur þar sem hitt var svo þungt. Sjö vikum eftir brot var gifsið fjarlægt og svo fjórum vikum síðar, ef ég man rétt, voru tvær skrúfur teknar úr ökklanum og eftir það gat ég tyllt niður fætinum.“ Synti, hjólaði, lyfti og gerði styrktaræfingar Guðrún var með hækjur þangað til undir lok júlí síðasta sumar þegar hún fór að skrölta um og lét ekkert stoppa sig. „Ég var allt frá upphafi ákveðin í að ég myndi ekki láta þetta stöðva mig. Ég hitti sjúkraþjálfara þegar ég var enn í gifsi og á hækjum tveimur vikum eftir brot og við fórum saman yfir þetta. Hann sendi mér síðan æfingar og ég fór að gera þær daglega til að styrkja mig,“ segir hún og bætir við að hún sé enn í sjúkraþjálfun hjá Bjarka Sigmundssyni. Guðrún var staðráðin í að láta brotið ekki stoppa sig og byrjaði fljótt að styrkja sig.Aðsend „Svo hafði ég samband við Arnald Birgi Konráðsson, Coach Birgir, og fór í fjarþjálfun hjá honum og Lindu Svanbergsdóttur, fyrst í lyftingar og svo styrktarþjálfun fyrir hlaupara. Með þessu synti ég og hjólaði en í febrúar á þessu ári fór ég í hlaupaprógramm hjá honum þar sem hann sendi mér þrjár hlaupaæfingar á viku sem ég fylgdi samviskusamlega fram að hlaupinu í Kaupmannahöfn.“ „Mánuði síðar alls ekki víst að ég gæti hlaupið framar“ Hlaupið sem Guðrún tók nýverið þátt í heitir Broløbet / Broloppet þar sem hlaupið er yfir brú frá Danmörku yfir til Svíþjóðar. Hún og sonur hennar höfðu fyrir löngu ákveðið að taka saman þátt en hlaupin eru mikið mæðginasport hjá þeim. „Um mánaðamótin janúar/febrúar í fyrra var opnað fyrir skráningu í hlaupið og ég var svo heppin að ná tveimur miðum fyrir mig og son minn, Jóhannes Kára Sigurðsson, sem er tvítugur. Alls seldust allir fjörutíu þúsund miðarnir á tveimur klukkustundum og reyndu hundrað þúsund manns að ná í miða. Á þessum tíma hafði ég náttúrulega ekki hugmynd um að mánuði síðar væri alls ekkert víst að ég gæti hlaupið framar.“ Guðrún og Jóhannes hafa tekið þátt saman í nokkrum hlaupum, þar á meðal tekið tíu kílómetra og eitt hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu. Mæðginin í frábærum fíling eftir hlaupið!Aðsend „Þannig að okkur fannst þetta skemmtileg hugmynd. Ég átti ekki von á neinu en ákvað bara að hafa gaman af og það rættist svo sannarlega. Ég fékk ekki einu sinni harðsperrur þannig að ég var vel undirbúin og svo var þetta mikil hamingjusprengja og einhvern veginn frábær áfangi í þessu ferli öllu saman,“ segir Guðrún skælbrosandi. Leið vel allan tímann og brosti út að eyrum Aðspurð hvernig hafi verið að sjá í endamarkið segir hún: „Hún var æðisleg en mér leið líka svo vel allan tímann í hlaupinu. Hluti af hlaupinu fer fram inni í göngum, fjórir kílómetrar sirka þar sem við hlaupum lokuð inni í miklum hita og hávaða. Það var greinilega mörgum sem leið ekki vel lokuð inni en ég var bara svo glöð og ánægð að mér fannst þetta ekkert mál. Þegar maður er búinn að ljúka ellefu kílómetrum þá er hækkunin alveg búin og ég vissi að þegar ég væri komin þangað myndi ég ráða auðveldlega við rest. Ég byrjaði hlaupið hægt en þarna gat ég farið að gefa vel í.“ Eftir ellefu kílómetra fór Guðrún að gefa í og allt gekk eins vel og hægt var!Aðsend Þátttakendur hlaupsins þurfa að klára hálfmaraþonið á innan við þremur klukkustundum. Fyrsti stoppari var eftir þrjá kílómetra en þeir sem náðu ekki að klára þá á 27 mínútum duttu út. „Svo vissi ég ekki um fleiri stoppara þannig ég var ekkert að velta því fyrir mér eða hafa áhyggjur af tímanum. Ég fann mjög fljótt að þetta gekk vel og eftir ellefu kílómetrana snerist þetta bara um að njóta. Það sést alveg á myndunum sem ég hef séð af mér hvað ég náði að njóta vel, ég er hlæjandi allan tímann og það er augljóslega mjög gaman hjá mér.“ Gleðin í fyrirrúmi og aðgerð í vetur Guðrún hljóp hálfmaraþonið á príma tíma, 2:13:40. Að sama skapi lagði hún mikið upp úr jákvæðninni og er í skýjunum með þessa lífsreynslu. „Það voru auðvitað alls konar hlutir í kringum hlaupið sem fólk var ekki sátt með eins og gríðarlega langar raðir. Ég stóð í röð eftir klósettinu í klukkutíma og beið í þrjá til fjóra tíma eftir því að komast aftur yfir til Danmerkur. En ég hugsaði bara þetta skiptir engu máli og ég ætla ekki að pirra mig neitt á þessu, þetta var frábært og þetta gekk eins vel og hægt var.“ Ógleymanlegur dagur hjá Guðrúnu!Aðsend Guðrún byrjaði hlaupasumarið svo sannarlega með stæl en framundan eru þó nokkrar læknisheimsóknir til viðbótar. „Núna er ég að vonast til þess að komast í aðgerð í vetur til að láta fjarlægja plötuna og skrúfurnar þar sem einhverjar skrúfur standa út. Því get ég ekki gengið í öllum skóm og svo leiðir þetta kulda þannig að ég er mjög verkjuð þegar það er frost. Svo ætla ég bara að halda áfram að njóta þess að hlaupa.“
Hlaup Danmörk Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein