Takk Trump! Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 24. júní 2025 15:01 Þegar leigan þín eða afborganir af húsnæðisláni hækka á næstu mánuðum, þá veistu hverjum þú getur þakkað fyrir: Donald Trump Bandaríkjaforseta. Enn eina ferðina eru Bandaríkjamenn að vaða uppi eins og villimenn í Mið-Austurlöndum en ólíkt áður þá munu hernaðarævintýri þeirra nú að öllum líkindum hafa bein áhrif á pyngju Íslendinga. Eftir ruddalegar loftárásir Ísraels og nú Bandaríkjanna samþykkti íranska þingið um helgina að loka Hormússundi. Þó atkvæðagreiðsla þingsins sé ekki bindandi þá má telja líklegt að stjórnvöld í Íran loki sundinu á næstu dögum. Það hefði í för með sér gríðarlegar afleiðingar, og er Ísland þar ekki undanskilið, en um 20 prósent af allri olíu í heiminum þarf að fara um sundið til að komast á markað. Þessi fordæmalausa aðgerð af hálfu Íran væri ekki í kortunum, ef það væri ekki fyrir fyrirvaralausa árás Ísraels. Augljóslega mun verð á olíu rjúka upp ef af þessu verður, sem mun valda verðbólgu hér á landi. Þorri þjóðarinnar býr við ýmist verðtryggða leigu eða verðtryggð húsnæðislán. Afleiðingin af þessu hernaðarbrölti verður að venjulegt launafólk á Íslandi mun búa við krappari kost með hverjum mánuði sem líður. Þrátt fyrir að hafa lofað að binda enda á húsnæðiskrísuna á Íslandi þá virðist ríkisstjórnin ekki spá mikið í þessu. Skipunum fylgt frá Washington Bæði forsætisráðherra Íslands og utanríkisráðherra gefa frá sér yfirlýsingar sem fordæma Íran sérstaklega fyrir að gera það sem þau mega gera samkvæmt alþjóðasáttmálum. Íran hefur rétt á að verja sig, samkvæmt 51. grein Sameinuðu þjóðanna. Þessi afstaða kemur kannski ekki á óvart sé það haft í huga að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, átti ríkan þátt í því að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak árið 2003. Ríkisstjórninni virðist meira annt um að fylgja skipunum frá Washington, heldur en að standa vörð um sjálfstæði okkar. Er hægt í raun og veru að kalla Ísland sjálfstætt land ef öll utanríkisstefna þjóðarinnar er ákveðin í höfuðborgum stórvelda? Vissulega getur litla Ísland lítið gert til að hafa áhrif á vopnaskak í Mið-Austurlöndum. En er það ekki eðlilegt lágmark að við mótmælum þegar hagsmunum þjóðarinnar er ógnað, líkt og nú, í stað þess að styðja þennan barbarisma? Enginn flokkur á Alþingi virðist hafa vilja til að sýna sjálfstæði í verki. Svokallaðir fullveldissinnar í Miðflokknum myndu fagna því fyrstir ef hingað kæmi bandarískur innrásarher. Það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn, en sjálfstæðið er hvergi að finna nema í nafni þeirra. Svipaða sögu má segja um Samfylkinguna og Viðreisn, nema í stað Bandaríkjanna þá er það Evrópusambandið sem skal vera drottnarinn. Aðrir þegja þunnu hljóði. Eina aflið sem raunverulega berst fyrir sjálfsákvörðunarrétti Íslands er Sósíalistaflokkur Íslands. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þegar leigan þín eða afborganir af húsnæðisláni hækka á næstu mánuðum, þá veistu hverjum þú getur þakkað fyrir: Donald Trump Bandaríkjaforseta. Enn eina ferðina eru Bandaríkjamenn að vaða uppi eins og villimenn í Mið-Austurlöndum en ólíkt áður þá munu hernaðarævintýri þeirra nú að öllum líkindum hafa bein áhrif á pyngju Íslendinga. Eftir ruddalegar loftárásir Ísraels og nú Bandaríkjanna samþykkti íranska þingið um helgina að loka Hormússundi. Þó atkvæðagreiðsla þingsins sé ekki bindandi þá má telja líklegt að stjórnvöld í Íran loki sundinu á næstu dögum. Það hefði í för með sér gríðarlegar afleiðingar, og er Ísland þar ekki undanskilið, en um 20 prósent af allri olíu í heiminum þarf að fara um sundið til að komast á markað. Þessi fordæmalausa aðgerð af hálfu Íran væri ekki í kortunum, ef það væri ekki fyrir fyrirvaralausa árás Ísraels. Augljóslega mun verð á olíu rjúka upp ef af þessu verður, sem mun valda verðbólgu hér á landi. Þorri þjóðarinnar býr við ýmist verðtryggða leigu eða verðtryggð húsnæðislán. Afleiðingin af þessu hernaðarbrölti verður að venjulegt launafólk á Íslandi mun búa við krappari kost með hverjum mánuði sem líður. Þrátt fyrir að hafa lofað að binda enda á húsnæðiskrísuna á Íslandi þá virðist ríkisstjórnin ekki spá mikið í þessu. Skipunum fylgt frá Washington Bæði forsætisráðherra Íslands og utanríkisráðherra gefa frá sér yfirlýsingar sem fordæma Íran sérstaklega fyrir að gera það sem þau mega gera samkvæmt alþjóðasáttmálum. Íran hefur rétt á að verja sig, samkvæmt 51. grein Sameinuðu þjóðanna. Þessi afstaða kemur kannski ekki á óvart sé það haft í huga að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, átti ríkan þátt í því að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Írak árið 2003. Ríkisstjórninni virðist meira annt um að fylgja skipunum frá Washington, heldur en að standa vörð um sjálfstæði okkar. Er hægt í raun og veru að kalla Ísland sjálfstætt land ef öll utanríkisstefna þjóðarinnar er ákveðin í höfuðborgum stórvelda? Vissulega getur litla Ísland lítið gert til að hafa áhrif á vopnaskak í Mið-Austurlöndum. En er það ekki eðlilegt lágmark að við mótmælum þegar hagsmunum þjóðarinnar er ógnað, líkt og nú, í stað þess að styðja þennan barbarisma? Enginn flokkur á Alþingi virðist hafa vilja til að sýna sjálfstæði í verki. Svokallaðir fullveldissinnar í Miðflokknum myndu fagna því fyrstir ef hingað kæmi bandarískur innrásarher. Það sama má segja um Sjálfstæðisflokkinn, en sjálfstæðið er hvergi að finna nema í nafni þeirra. Svipaða sögu má segja um Samfylkinguna og Viðreisn, nema í stað Bandaríkjanna þá er það Evrópusambandið sem skal vera drottnarinn. Aðrir þegja þunnu hljóði. Eina aflið sem raunverulega berst fyrir sjálfsákvörðunarrétti Íslands er Sósíalistaflokkur Íslands. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar