Gerist þetta aftur á morgun? Ísak Hilmarsson skrifar 25. júní 2025 10:02 Ég veit þið kannski trúið því ekki en ég lenti í þessu í IKEA af öllum stöðum! Ég var þar með fjölskyldunni og alls ekki undirbúinn fyrir þetta, en það er nú yfirleitt þannig þegar þetta gerist. Þetta kemur öllum í opna skjöldu í hvert sinn. Við vorum nýbúin að setjast á veitingastaðnum, búin að koma okkur vel fyrir og tilbúin að byrja að borða. Þá gerist það algjörlega upp úr þurru! Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir. Ég bað börnin um að sitja kyrr og sagði konunni minni að ég myndi bjarga þessu. Þau stóðu sig mjög vel í þessum aðstæðum og ég er þakklátur fyrir það. Mér tókst að græja þetta bara nokkuð snyrtilega fannst mér. Eftir að ég hafði náð tökum á aðstæðunum leit ég í kringum mig og sá dæmandi augnaráðið frá fólki úr öllum áttum. Ég sagði börnunum strax að allt væri í lagi og að þetta komi fyrir besta fólk. Einhvern veginn er þetta samt alveg ferlegt feimnismál í okkar samfélagi. Ég ætla ekki að leyna því að ég var smá tíma að ná mér alveg niður eftir atvikið. Ég get líka alveg viðurkennt að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta hefur hent mig í lífinu. Þrátt fyrir það var þetta ekkert þægilegra í IKEA fyrir framan svona mikið af fólki. Ég þekki konu sem lenti í nákvæmlega sama atviki í fermingarveislu um daginn. Það var ekkert betra fyrir hana. Fólk stóð og horfði hneykslað á og aðstoðaði ekkert, í mesta lagi var henni rétt ein servíetta. Konugreyið tilheyrði ekki nánustu ættingjum í fermingunni og átti erfitt með sig alla veisluna, auðvitað hrædd um að lenda aftur í þessu og þá með tilheyrandi meiri vandræðalegheitum og óþarfa athygli. Við hana vil ég bara segja: Þú ert ekki ein. Mörg sem horfa upp á svona atvik eru dauðfegin að þetta hafi ekki komið fyrir þau sjálf. Önnur láta eins og þetta hafi aldrei gerst áður í mannkynssögunni og hvað þá að þau hafi lent í þessu. Ég veit um mörg börn sem hafa lent í þessu og í kjölfarið fengið yfir sig holskeflu af skömmum frá foreldrum og ömmum og öfum. Í langflestum tilfellum er þetta samt algjörlega óvart. Yngsta barnið sem ég man eftir var sennilega í kringum 12 mánaða aldurinn þegar það lenti í þessu. Og það er einmitt það sem þessi pistill fjallar um. Viðbrögðin frá fólki þegar einhver hellir niður. Strangheiðarleg niðurhelling án nokkurs brotavilja. Skiptir ekki máli hvort það er kaffi, djús eða vatn. Ég hef séð fjöldann allan af fólki bregðast við niðurhellingu á alveg stórkostlega skrýtinn hátt. Öskrað á börn og þeim sagt að vanda sig betur þegar hellt er í glös. Ég hef meira að segja séð matarboð breytast eftir að gestkomandi hellti hressilega niður og það var nákvæmlega ekkert sem breyttist annað en að hálft ódýrt rauðvínsglas fór í dúkinn. Konan mín hefur hjálpað mér mikið í að bregðast við þegar einhver hellir niður. Ég er mjög þakklátur fyrir það því einu sinni var ég á þessum stað. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við þegar börnin mín helltu niður. Ég datt í einhvern skammargír og sama hvað ég sagði við þau þá gat þetta allt eins komið fyrir aftur í næstu máltíð. Ég hvet ykkur því kæru lesendur að reyna að hemja ykkur næst þegar þig verðið vitni að því að einhver hellir niður. Eins bið ég ykkur um að vera sérstaklega tillitsöm þegar börn eiga í hlut, þau eru bara að æfa sig og reyna að bjarga sér með því að hella sjálf. Það getur alveg hjálpað til að ota servíettu að þeim sem í þessu óhappi lendir frekar en að bjóða eingöngu upp á dæmandi augnaráðið. Höfundur er þriggja barna faðir með áhuga á fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Ég veit þið kannski trúið því ekki en ég lenti í þessu í IKEA af öllum stöðum! Ég var þar með fjölskyldunni og alls ekki undirbúinn fyrir þetta, en það er nú yfirleitt þannig þegar þetta gerist. Þetta kemur öllum í opna skjöldu í hvert sinn. Við vorum nýbúin að setjast á veitingastaðnum, búin að koma okkur vel fyrir og tilbúin að byrja að borða. Þá gerist það algjörlega upp úr þurru! Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir. Ég bað börnin um að sitja kyrr og sagði konunni minni að ég myndi bjarga þessu. Þau stóðu sig mjög vel í þessum aðstæðum og ég er þakklátur fyrir það. Mér tókst að græja þetta bara nokkuð snyrtilega fannst mér. Eftir að ég hafði náð tökum á aðstæðunum leit ég í kringum mig og sá dæmandi augnaráðið frá fólki úr öllum áttum. Ég sagði börnunum strax að allt væri í lagi og að þetta komi fyrir besta fólk. Einhvern veginn er þetta samt alveg ferlegt feimnismál í okkar samfélagi. Ég ætla ekki að leyna því að ég var smá tíma að ná mér alveg niður eftir atvikið. Ég get líka alveg viðurkennt að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta hefur hent mig í lífinu. Þrátt fyrir það var þetta ekkert þægilegra í IKEA fyrir framan svona mikið af fólki. Ég þekki konu sem lenti í nákvæmlega sama atviki í fermingarveislu um daginn. Það var ekkert betra fyrir hana. Fólk stóð og horfði hneykslað á og aðstoðaði ekkert, í mesta lagi var henni rétt ein servíetta. Konugreyið tilheyrði ekki nánustu ættingjum í fermingunni og átti erfitt með sig alla veisluna, auðvitað hrædd um að lenda aftur í þessu og þá með tilheyrandi meiri vandræðalegheitum og óþarfa athygli. Við hana vil ég bara segja: Þú ert ekki ein. Mörg sem horfa upp á svona atvik eru dauðfegin að þetta hafi ekki komið fyrir þau sjálf. Önnur láta eins og þetta hafi aldrei gerst áður í mannkynssögunni og hvað þá að þau hafi lent í þessu. Ég veit um mörg börn sem hafa lent í þessu og í kjölfarið fengið yfir sig holskeflu af skömmum frá foreldrum og ömmum og öfum. Í langflestum tilfellum er þetta samt algjörlega óvart. Yngsta barnið sem ég man eftir var sennilega í kringum 12 mánaða aldurinn þegar það lenti í þessu. Og það er einmitt það sem þessi pistill fjallar um. Viðbrögðin frá fólki þegar einhver hellir niður. Strangheiðarleg niðurhelling án nokkurs brotavilja. Skiptir ekki máli hvort það er kaffi, djús eða vatn. Ég hef séð fjöldann allan af fólki bregðast við niðurhellingu á alveg stórkostlega skrýtinn hátt. Öskrað á börn og þeim sagt að vanda sig betur þegar hellt er í glös. Ég hef meira að segja séð matarboð breytast eftir að gestkomandi hellti hressilega niður og það var nákvæmlega ekkert sem breyttist annað en að hálft ódýrt rauðvínsglas fór í dúkinn. Konan mín hefur hjálpað mér mikið í að bregðast við þegar einhver hellir niður. Ég er mjög þakklátur fyrir það því einu sinni var ég á þessum stað. Ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við þegar börnin mín helltu niður. Ég datt í einhvern skammargír og sama hvað ég sagði við þau þá gat þetta allt eins komið fyrir aftur í næstu máltíð. Ég hvet ykkur því kæru lesendur að reyna að hemja ykkur næst þegar þig verðið vitni að því að einhver hellir niður. Eins bið ég ykkur um að vera sérstaklega tillitsöm þegar börn eiga í hlut, þau eru bara að æfa sig og reyna að bjarga sér með því að hella sjálf. Það getur alveg hjálpað til að ota servíettu að þeim sem í þessu óhappi lendir frekar en að bjóða eingöngu upp á dæmandi augnaráðið. Höfundur er þriggja barna faðir með áhuga á fólki.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun