Staða þorpshálfvita er laus til umsóknar Jón Daníelsson skrifar 25. júní 2025 08:32 Árlega hvarflar það að mér þegar kemur fram í júnímánuð að þessi fyrirsögn væri hentug yfirskrift, þegar verið er að auglýsa kosningar til Alþingis. Og ég held reyndar ekki að sú hugdetta þarfnist nánari skýringa. Á Alþingi hefur skapast sú hefð að stjórnarandstaðan misnoti það frelsi, sem felst í því að takmarka ekki umræðutíma með lögum. Þingmenn minnihlutans halda áfram að láta móðan mása þangað til þingmeirihlutinn neyðist til að semja um það, hvaða mál hann fái náðarsamlegast að afgreiða. Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna, því þegar samningar hafa náðst eru ekki einungis afgreidd þau mál sem rædd hafa verið vikum saman eftir að öll vitræn með- og mótrök voru komin fram, heldur líka fjöldi annarra mála sem þingmenn hafa látið vera að ræða til enda, eins og þeim ber þó að gera. Þorsteinn Víglundsson fyrrum þingmaður og ráðherra Viðreisnar lýsti þessu ágætlega í Silfrinu sl. mánudag. Hann sagði: „… þegar sátt næst um þinglok, þá skyndilega þarf ekki að tala um neitt og þingmenn hafa ekki undan að greiða atkvæði. … Ég man bara eftir því sjálfur að maður átti í vandræðum með að fylgjast með hvaða mál væri verið að greiða atkvæði um þá stundina og hvað þá að maður hefði einhverja hugmynd um hvaða breytingum það hefði tekið í nefnd því það náðist ekkert að ræða það í þingsal.“ Þetta er auðvitað skrípaleikur. Og skýrir kannski hvers vegna furðu stór hluti þeirra mála, sem þingið afgreiðir, eru nauðsynlegar endurbætur mála sem áður höfðu verið afgreidd í þeim flumbrugangi sem Þorsteinn lýsir. Hanaslagurinn virðist óvenju harðskeyttur í ár. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt jafn grimmilegt málþófsloforð og í síðustu viku, þegar Jens Garðar Helgason steig pontu Alþingis og sagði þetta: „Það er heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstrimálum, sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma hér með í gegn. Það er heilög skylda okkar að standa gegn þessum málum og við munum gera það í allt sumar ef til þarf.“ Hann er sem sagt tilbúinn að standa í ræðustólnum í allt sumar til að koma í veg fyrir að meirihlutinn ráði. Til að koma í veg fyrir að lýðræðið virki! – Og í umboði Guðs almáttugs auðvitað. Er maður sem svona talar virkilega með fullu viti? En þingmenn stjórnarliðsins bera líka sína ábyrgð. Í þingskapalögum er afar skýrt ákvæði um viðbrögð forseta þingsins - og reyndar duga tilmæli níu þingmanna. Forseti getur ekki bara stöðvað umræður um þingmál og látið greiða atkvæði, heldur líka takmarkað ræðutíma hvers þingmanns eða heildarumræðutíma um tiltekið þingmál. Til þess þarf forsetinn þó auðvitað meirihlutastuðning. Þetta þýðir í praxís að meirihluti þingmanna hefur vald til að færa starfshætti þingsins af hegðunarstigi simpansa í það horf sem almennt tíðkast í nágrannaríkjunum. Sú nýja ríkisstjórn sem tók við um áramótin vill kalla sig verkstjórn og til að standa undir nafni þarf hún auðvitað að koma málum sínum gegnum þingið. Stjórnin hefur rúman þingmeirihluta og mér þykir eðlilegt að gera þá kröfu að hún standi við stóru orðin. Forseti þingsins og þingmenn meirihlutans eru ekki, og eiga ekki að líta á á sig, sem starfsfólk á vitlausraspítala. Það er kominn tími til að beita 71. grein laganna um þingsköp Alþingis. Það á hins vegar hvorki að gera af hörku né óbilgirni. Þvert á móti á meirihlutinn að sýna þá hógværð að ákvarða hverju þingmáli skynsamlegan umræðutíma, en setja engu að síður ákveðin mörk, bara svona rétt eins og almennt tíðkast í mannlegum í samskiptum. Í því felst hvorki fautaskapur né ofdramb, heldur einungis ábyrg hegðun og sanngirni. Höfundur er áhugamaður um heilbrigða skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Árlega hvarflar það að mér þegar kemur fram í júnímánuð að þessi fyrirsögn væri hentug yfirskrift, þegar verið er að auglýsa kosningar til Alþingis. Og ég held reyndar ekki að sú hugdetta þarfnist nánari skýringa. Á Alþingi hefur skapast sú hefð að stjórnarandstaðan misnoti það frelsi, sem felst í því að takmarka ekki umræðutíma með lögum. Þingmenn minnihlutans halda áfram að láta móðan mása þangað til þingmeirihlutinn neyðist til að semja um það, hvaða mál hann fái náðarsamlegast að afgreiða. Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna, því þegar samningar hafa náðst eru ekki einungis afgreidd þau mál sem rædd hafa verið vikum saman eftir að öll vitræn með- og mótrök voru komin fram, heldur líka fjöldi annarra mála sem þingmenn hafa látið vera að ræða til enda, eins og þeim ber þó að gera. Þorsteinn Víglundsson fyrrum þingmaður og ráðherra Viðreisnar lýsti þessu ágætlega í Silfrinu sl. mánudag. Hann sagði: „… þegar sátt næst um þinglok, þá skyndilega þarf ekki að tala um neitt og þingmenn hafa ekki undan að greiða atkvæði. … Ég man bara eftir því sjálfur að maður átti í vandræðum með að fylgjast með hvaða mál væri verið að greiða atkvæði um þá stundina og hvað þá að maður hefði einhverja hugmynd um hvaða breytingum það hefði tekið í nefnd því það náðist ekkert að ræða það í þingsal.“ Þetta er auðvitað skrípaleikur. Og skýrir kannski hvers vegna furðu stór hluti þeirra mála, sem þingið afgreiðir, eru nauðsynlegar endurbætur mála sem áður höfðu verið afgreidd í þeim flumbrugangi sem Þorsteinn lýsir. Hanaslagurinn virðist óvenju harðskeyttur í ár. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt jafn grimmilegt málþófsloforð og í síðustu viku, þegar Jens Garðar Helgason steig pontu Alþingis og sagði þetta: „Það er heilög skylda okkar að standa gegn svona dellumálum og öllum þessum vinstrimálum, sem eru árásir á ellilífeyrisþega, atvinnulífið í landinu og alla þá sem er verið að reyna að koma hér með í gegn. Það er heilög skylda okkar að standa gegn þessum málum og við munum gera það í allt sumar ef til þarf.“ Hann er sem sagt tilbúinn að standa í ræðustólnum í allt sumar til að koma í veg fyrir að meirihlutinn ráði. Til að koma í veg fyrir að lýðræðið virki! – Og í umboði Guðs almáttugs auðvitað. Er maður sem svona talar virkilega með fullu viti? En þingmenn stjórnarliðsins bera líka sína ábyrgð. Í þingskapalögum er afar skýrt ákvæði um viðbrögð forseta þingsins - og reyndar duga tilmæli níu þingmanna. Forseti getur ekki bara stöðvað umræður um þingmál og látið greiða atkvæði, heldur líka takmarkað ræðutíma hvers þingmanns eða heildarumræðutíma um tiltekið þingmál. Til þess þarf forsetinn þó auðvitað meirihlutastuðning. Þetta þýðir í praxís að meirihluti þingmanna hefur vald til að færa starfshætti þingsins af hegðunarstigi simpansa í það horf sem almennt tíðkast í nágrannaríkjunum. Sú nýja ríkisstjórn sem tók við um áramótin vill kalla sig verkstjórn og til að standa undir nafni þarf hún auðvitað að koma málum sínum gegnum þingið. Stjórnin hefur rúman þingmeirihluta og mér þykir eðlilegt að gera þá kröfu að hún standi við stóru orðin. Forseti þingsins og þingmenn meirihlutans eru ekki, og eiga ekki að líta á á sig, sem starfsfólk á vitlausraspítala. Það er kominn tími til að beita 71. grein laganna um þingsköp Alþingis. Það á hins vegar hvorki að gera af hörku né óbilgirni. Þvert á móti á meirihlutinn að sýna þá hógværð að ákvarða hverju þingmáli skynsamlegan umræðutíma, en setja engu að síður ákveðin mörk, bara svona rétt eins og almennt tíðkast í mannlegum í samskiptum. Í því felst hvorki fautaskapur né ofdramb, heldur einungis ábyrg hegðun og sanngirni. Höfundur er áhugamaður um heilbrigða skynsemi.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar