Bassi Maraj sakfelldur fyrir líkamsárás Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. júní 2025 12:27 Bassi Maraj var í raunveruleikaþáttunum Æði auk þess sem hann gefur út tónlist. Vísir/Vilhelm Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj hefur verið sakfelldur fyrir líkamsáras á leigubílstjóra. Atvikið átti sér stað fyrir rúmum tveimur árum. Greint var frá í lok maí að Bassi, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefði verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra fyrir utan heimilið sitt 11. febrúar árið 2023. DV greinir frá að Bassi hafi verið sakfelldur fyrir líkamsárás og dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þurfti að greiða bílstjóranum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá greiddi hann rúmlega 167 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti leigubílstjórinn Bassa í febrúar 2023 auk tveggja annara seint að kvöldi til í miðbæ Reykjavíkur. Einn farþegi fór út í Skeifunni án þess að borga að sögn bílstjórans en svo var förinni heitið í Bryggjuhverfið að heimili Bassa. Hann krafðist greiðslu upp á fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn. Bassi neitaði að greiða og yfirgaf bílinn samkvæmt bílstjóranum en í yfirheyrslu lögreglu segist Bassi hafa ætlað að ná í vin sinn til að borga. Bílstjórinn elti Bassa og tók af honum símann en stjarnan brást illa við því. Í ákærunni segir að hann hafi bitið í hnakka og öxl bílstjórans, kýlt hann í ennið, tekið hann kverkataki og vafið greiðslupokasnúru um háls hans. Samkvæmt dómnum hlaut brotaþoli mar, bitför og aðra yfirborðsáverka vegna árásarinnar. Hann hafi óttast um líf sitt. Þá segir að Bassi hafi verið í miklu uppnámi þar sem að bílstjórinn hafi tekið af honum símann og ætlað að aka burt með hann. „Allt hans líf sé í símanum, en hann noti ekki öryggisnúmer til að komast inn í símann og því væri auðvelt fyrir aðra að komast í viðkvæm gögn ákærða. Síminn hafi verið nýlegur og kostað yfir 300 þúsund krónur,“ segir í dómnum. Dómarinn taldi að þar sem að átökin snerust um símann hafi Bassi ekki ætlað sér að meiða bílstjórann heldur einungis endurheimta símann. Bassi var því, líkt og áður kom fram, sakfelldur fyrir líkamsárás en sýknaður af því að hafa kýlt brotaþola og hert snúruna að hálsi hans. Að auki fundust 0,08 grömm af amfetamíni í poka í vasa Bassa. Hann sagðist ekki kannast við efnin sem lögregla fór með til eyðingar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Greint var frá í lok maí að Bassi, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefði verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra fyrir utan heimilið sitt 11. febrúar árið 2023. DV greinir frá að Bassi hafi verið sakfelldur fyrir líkamsárás og dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þurfti að greiða bílstjóranum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá greiddi hann rúmlega 167 þúsund krónur í málskostnað. Samkvæmt heimildum fréttastofu sótti leigubílstjórinn Bassa í febrúar 2023 auk tveggja annara seint að kvöldi til í miðbæ Reykjavíkur. Einn farþegi fór út í Skeifunni án þess að borga að sögn bílstjórans en svo var förinni heitið í Bryggjuhverfið að heimili Bassa. Hann krafðist greiðslu upp á fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn. Bassi neitaði að greiða og yfirgaf bílinn samkvæmt bílstjóranum en í yfirheyrslu lögreglu segist Bassi hafa ætlað að ná í vin sinn til að borga. Bílstjórinn elti Bassa og tók af honum símann en stjarnan brást illa við því. Í ákærunni segir að hann hafi bitið í hnakka og öxl bílstjórans, kýlt hann í ennið, tekið hann kverkataki og vafið greiðslupokasnúru um háls hans. Samkvæmt dómnum hlaut brotaþoli mar, bitför og aðra yfirborðsáverka vegna árásarinnar. Hann hafi óttast um líf sitt. Þá segir að Bassi hafi verið í miklu uppnámi þar sem að bílstjórinn hafi tekið af honum símann og ætlað að aka burt með hann. „Allt hans líf sé í símanum, en hann noti ekki öryggisnúmer til að komast inn í símann og því væri auðvelt fyrir aðra að komast í viðkvæm gögn ákærða. Síminn hafi verið nýlegur og kostað yfir 300 þúsund krónur,“ segir í dómnum. Dómarinn taldi að þar sem að átökin snerust um símann hafi Bassi ekki ætlað sér að meiða bílstjórann heldur einungis endurheimta símann. Bassi var því, líkt og áður kom fram, sakfelldur fyrir líkamsárás en sýknaður af því að hafa kýlt brotaþola og hert snúruna að hálsi hans. Að auki fundust 0,08 grömm af amfetamíni í poka í vasa Bassa. Hann sagðist ekki kannast við efnin sem lögregla fór með til eyðingar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira